Annað helsta kennileiti borgarinnar.

Perlan er annað af tveimur helstu kennileitum borgarinnar. Hitt er Hallgrímskirkja. Nú er um hálf öld síðan ég var að því kominn að rita blaðagrein um það að á Öskjuhlíð ætti að gera hitaveitgeymana að undirstöðum og hluta af ráðhúsi Reykjavíkur sem þar risi.

Hefði átt að klára þá grein og koma henni frá mér, hvernig sem allt hefði velst. 

Perlan var að mínum dómi besta hugmyndin sem hrint var í framkvæmd í borgarsjóratíð Davíðs Oddssonar og enda þótt vel megi hugsa sér að utan í hlíðinni rísi lágreistar byggingar sem auka notagildi svæðisins, verður að huga vel að því að skemma í engu það, hvernig Perlan lítur út tilsýndar frá öllum hliðum. 

Vel mætti nýta þann kost að slíkar byggingar yrðu grafnar niður að hluta til eða jarðvegur fjarlægður þannig að hlíðin verði brattari þar sem þær rísi. 

Athyglisvert er að fylgjast með því hvernig Hallgrímskirkja hefur smám saman fengið uppreisn æru ef svo má að orði komast eftir hinar hatrömmu deilur sem um hana urðu í upphafi og stóðu lengi. 

Hámark andstöðunnar og tákn um hana var frægt ljóð Steins Steinarrs um húsameistara ríkisins. 

Í nýlegri erlendri úttekt er Hallgímskirkja talin ein af tíu fegurstu kirkjum heims, hvorki meira né minna, enda er hugsunin á bak við kirkjuna algerlega einstök og séríslensk. 

Eitt af því sem haft var á móti Hallgrímskirkju var það að hún væri allt of stór og dýr. 

Nú nýlega hef ég verið viðstaddur tvær jarðarfarir frá kirkjunni þar sem frekar var hætta á því að hún væri og lítil en of stór. 

Menn vilja gleyma því að þegar Dómkirkjan var reist í núverandi mynd, tók hún 550 manns í sæti, eða um fimmtung allra  íbúar Reykjavíkur.

Hallgrímskirkja tekur rúmlega 700 manns í sæti sem er innan við eitt prósent af íbúatölu höfuðborgarsvæðisins og bæði jarðarfarir, aðrar athafnir og hljómleikar sýna, að hún er síst of stór.   


mbl.is Ekkert rætt við arkitekt Perlunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það að erfitt verður að breyta perlunni án þess að skemma útlit hennar. Það er þetta með "siðareglur arkitektafélagsins". Hefur ekki arkitekt perlunnar ekki fengið sín laun fyrir hugmyndasmíð og teikningar að henni?

Siðareglur þessa og hins félagsins.Hvað um læknafélagið? Jú víst hafa þeir strangar siðareglur, en þeir banna ekki sjúklingum að leita annars læknis ef með þarf. Arkitektafél.og mörg önnur félög telja sig innihalda eintómar goðum líkar persónur og launin eru eftir því. Það er allt í lagi að farið verði að endurskoða þessar "siðareglur".

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: drilli

Hofmóður arkitekta fer oft út fyrir skynsemismörk. En vonandi endar þetta ekki eins og með einbýlishúsið þar sem erfingjar arkitektsins neituðu að fallast á breytingar/viðbyggingu. Húsið var rifið, og annað byggt.

drilli, 21.12.2011 kl. 13:15

3 identicon

Er þetta virkilega satt, að gamlar teikningar gangi til erfða hjá eftirlifandi afkomendum arkitekta? Já, það er ekki öll vitleysan eins, eins og þar stendur.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í þessu tilfelli er aðalatriðið hvernig Perlan lítur út tilsýndar gagnvart borgurunum og útlendingum sem annað helsta kennileiti borgarinnar.

Það þarf að skoða þetta vandlega frá öllum hliðum, og til dæmis finnst mér fráleitt að reisa svo stórar og áberandi byggingar austan og norðaustan við bygginguna að þær skyggi á hana úr þeim áttum. 

Hef ekki skoðað útsýnið til hennar úr öðrum áttum og bíð með að móta mér skoðun um þau sjónarhorn. 

Ómar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 19:21

5 identicon

Ein af tíu fegurstu kirkjum heims? Skil það ekki. Þegar maður kemur nálægt henni er hún frekar ljót að vissu leyti af því að grá steypa er bara hreinlega ekki falleg. Hún er hins vegar falleg úr fjarlægð og frábært kennileiti, rétt eins og Perlan.

Ari (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband