Freistandi að fá annan Reagan / Goldwater.

Æ ofan í æ hefur það gerst hjá Repubilkönum í Bandaríkjunum að þeir hafa freistast til þess að tefla frambjóðanda af hinum dæmigerða hægrivæng sínum á móti frjálslyndum Demókrata á forsetastóli.

Sem dæmi má nefna Barry Goldwater frá sjöunda áratugnum og Ronald Reagan 1980. 

Oftast hafa svona framboð komið sér vel fyrir Demókrata en ljóminn af sigri Reagans yfir Jimmy Carter er enn í augum Repúblikana eins og ummæli Gingrich bera með sér: "Obama er þannig forseti að í samanburði við hann sýnist Carter hafa verið góður." 

Var þó lengi hamrað á því hve lélegur forseti Carter hefði verið þótt orsök taps hans hafi í raun verið sú óheppni hans að byltingin í Íran með tilheyrandi óróa og olíukreppu var gríðarlegt áfall fyrir Bandaríkin og þó einkum bandarísku leyniþjónustuna sem var tekin algerlega í bólinu. 

Skömmu fyrir byltinguna var glæsigrein í Time um hið nýja persneska stórveldi og bandamann Bandaríkjanna sem væri að rísa undir styrkri stjórn Resa Palevi Íranskeisara. 

Í raun var Palevi gjörspilltur og mikilmennskubrjálaður einvaldur og veldi hans hlaut að enda með ósköpum, annað hvort með því að hann færi offari í mikilmennsku sinni eða honum yrði steypt af stóli. 

Seinni kosturinn var illskárri ef marka má það sem síðar hefur komið fram um þennan vitleysing. 

Carter sat uppi með vandræðin og í ofanálag gerðu fylgismenn Reagans leynilegt samkomulag við nýja valdhafa í Íran um það að skila ekki bandarískum gíslum, sem teknir hefðu verið, fyrr en eftir forsetakosningarnar 1980. 

Nú er freistandi að fá inn hægri sinnaðan lýðskrumara sem heldur fram hörðustu frjálshyggju minnkandi afskipta af fjármálastarfsemi, lækkandi skatta, harðri samstöðu með Ísrael og andúð á Palestínumönnum, þrútinn af kristnum gildum, þar sem biblíunni er veifað í annari hendi og byssunni í hinni. 

Gingrich hefur ekki verið sá eini af slíkum sem hefur verið vændur um hræsni, en var svo heppinn, að ásakanir fyrrverandi eiginkonu hans komu fram á nákvæmlega þeim tíma sem hentaði honum best, rétt fyrir prófkjör það sem hann gat snúið vörn í sókn og höfðað til samúðar vegna "lúlegrar árásar." 

Nú verður fróðlegt að sjá hvort Repúlbikanar falla fyrir því að tefla fram "sterkum og ákveðnum" frambjóðanda í stað manns sem hefur aðeins víðari sýn.

 


mbl.is Gingrich vann í S-Karólínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átök við Persaflóan (Strait of Hormuz) eru framundan. Það verður að stöðva Mullah-mafíuna, sem er ákveðin í því að smíða kjarnorkuvopn. Nýlega voru mörg þúsund nýjar skilvindur settar í gang í neðanjarðar verksmiðju, sem gera Írönum kleift að framleiða Uranium, samansett af meira en 20% af ísotóp 235. Það verður að stöðva með öllum ráðum. Ísrael mun hafa forustuna, en þeir geta ekki sætt sig við Íran sem kjarnorkuveldi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 22:43

2 identicon

Ómar,

Ástæðan fyrir því að Reagan vann kosningarnar 1980 hafði ekkert með gíslana í Teharan að gera.

Þrjár ástæður voru fyrir því að Carter tapaði kosningunum.

1. Atvinnuleysi var mikið

2.Verðbólga var mjög há.

3. Benzín raðir voru óendanlegar.

Af hverju var þetta ástand?

Af því að Carter var lélegur forseti.

Þess vegna er hann talinn einn versti foseti Banaræikjana.

Johann Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 02:47

3 identicon

Það er eitt skondið með þann suðupott sem Teheran var 1979.

Þar voru Bandaríkjamenn í haldi stjórnvalda á vegum yfirvalda, fyrir byltingu. Þeir höfðu starfað við að koma á fót almannatryggingakerfi.

Þeim var vippað úr landi á ævintýralegan hátt, bæði með flugi, og svo landleiðina yfir til Tyrklands. Sá sem stóð fyrir því var yfirmaður þeirra, hann varð síðar forsetaframbjóðandi.

Ross Perot.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband