Er Suðurskautið ekki á 90 gráðu ?

Suðurskautslandið er heimsálfa, meginland á stærð við Norður-Ameríku sem teygir sig allt að 2400 kílómetra út frá Suðurheimskautinu sem er á 90 gráðu suðlægrar breiddar.

Nú tíðkast það mjög að kalla allt þetta flæmi og jafnvel siglingarleiðirnar meðfram því "Suðurskautið" þótt þeir sem séu á ferð á þessu "Suðurskauti" séu stundum jafn langt frá Suðurheimsskautinu og þeir eru frá Norðurheimskautinu, ef þeir eru á Akureyri.

Burtséð frá þessu er það hið besta mál að fulltrúar íslensku þjóðarinnar stígi fæti sínum á Suðurskautslandið og enn betra mál að það sé gert í tengslum við hlýnun jarðar af mannavöldum.

Forseti okkar hefur unnið gott starf við að halda uppi umræðu og tengja okkur Íslendinga við það stóra viðfangsefni mannkynsins að snúa við á þeirri braut ábyrgðarleysis og vítaverðs kæruleysis gagnvart komandi kynslóðum sem felst í umgengni okkar við móður Jörð.


mbl.is Forsetahjón á Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt lýsingu á heimasíðu NG fer skipið ekki suður fyrir heimskautsbaug, þannig að það er langt í Suðurskautið. En til Suðurskautslandsins komast þau. Vonandi fer ekki um þetta skip eins og fór fyrir skipi með sama nafni árið 2007 en þá sökk það skammt frá Suður Shetlands eyjum. Saga þessa skips er litrík, það strandaði tvisvar áður við Suðurskautslandið.

Kjartan (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 11:39

2 identicon

Mér finnst það skjóta skökku við, að maður sem ferðast í einkaþotum og það meira að segja, þegar hann tók á móti Nóbelnum vegna umhverfisverndar, sællar minningar. Og eyðir rafmagni á við bæjafélag í einbýlishúsinu sínu þarna vesturfrá. Að hann skuli voga sér að koma fram yfir höfuð, fyrir þennann málstað. Þetta sýnir aðein að Al Gore er "pjúra gangster" og ekkert annað.

Forseti vor tekur mikið niður fyrir sig að hafa þegið að fara í þessa áróðusferð, sem er skipulögð af svona rumpulýð og gróðapungum.

Mér finnst þetta einum of langt gengið í athyglisþörfinni. Því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir að ræða þessi mál Ómar.

Það er full þörf á að beina athygli okkar að loftslagsvandanum, enda er hann til staðar, sjá t.d. ýmislegt efni á loftslag.is, t.d. Mælingar staðfesta kenninguna. Ég tel rétt af forsetanum að beina sjónum sínum að þessum málum og Al Gore virðist hafa sett sig persónulega framarlega í umræðuna um þessi mál. Hvaða persónulegu skoðanir sem fólk hefur um hann eða aðra þá sem vilja benda á vandann, þá er loftslagsvandinn til staðar, sjá m.a. Grunnatriði kenningarinnar. Þetta er vandi sem ekki hefur mikið með persónulegar skoðanir okkar mannanna hvor á öðrum að gera, en þó virðist þetta mál oft vera persónugert í einhverjum annarlegum tilgangi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.2.2012 kl. 17:53

4 identicon

Svo má hamra deigt járn að bíti um síðir.

Göbbels var snillingur í þeim efnum.

Það sem svíinn segir tekur maður með "nýpu salt". Hef margfalda reynslu af því. Svíar eru þegar byrjaðir að röfla um metangasið í landbúnaðinum.(Kýr, hestar, svín, rollur o.fl.).

Hamrið bara nóg og það kemur að því, að við þurfum að borga skatt af metangasinu sem kemur úr okkar óæðri enda.

Þetta eilífðar raus um að gróðurhúsa áhrifin séu að mestu leyti af mannavöldum eru vísindamenn alls ekki sammála um.

Það er enginn vandi að búa til línurit og kúrfur og segja að það sé Stóri sannleikur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 22:07

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Staðreynd: Vísindamenn eru mjög samhljóða um orsakir hnattrænar hlýnunar og að hún sé af mannavöldum, sjá t.d. Samhljóða álit vísindamanna um hnattræna hlýnun þar sem sjá má eftirfarandi mynd:

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.2.2012 kl. 22:16

6 identicon

Sértúarbrögð eins og þessi og Grænfriðungar eru til að plokka peninga leynt og ljóst.

Hvenær ætlar fólk að átta sig á plottinu og gervi vísindamönnum?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 22:34

7 identicon

http://www.newsmill.se/amne/klimatet-och-vetenskapen

Hér hafið þið nóg að les um blöffið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 22:47

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nokkrar staðreyndir til viðbótar:

Hitastig:

 global-jan-dec-error-bar-pg

Hafís:

Sjávarstaða:

Ýmsir vísar um hnattræna hlýnun:

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2011/10/13visar.jpg

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.2.2012 kl. 23:19

9 identicon

Al Gore fór í eigin persónu í SÞ og talaði foráðamenn þjóðanna til, til að finna vísindamenn í löndunum sem hentuðu í klímatblöffið, sem gæfi þjóðum ómældar skattatekjur með tið og tíma . Hýenurnar hjá SÞ voru fljótar að höggva á bítið og finna "vísindamenn". Monný, monný.

Steingrímur J. er narktækasta dæmið. Skattur er skattur og það skiptir engu máli hvernig hann er fenginn.

Steingrímur J. þótt v...... sé, veit örugglega að þetta er blöff, en skattarnir eru ekki blöff og þeir eru komnir til að vera. Til þess er leikurinn gerður.

Að kúga og þvínga almenning, það er mottóið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 00:14

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Staðreyndir eru staðreyndir, persónulegar skoðanir á mönnum og málefnum eru bara persónulegar skoðanir...persónulegar skoðanir hafa ekki alltaf mikið með raunveruleikann að gera.

Mæli með eftirfarandi lesefni fyrir þá sem eru með efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum, hægt að prenta út og hafa með sér í háttinn, Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir - t.d. kemur eftirfarandi fram þarna:

Vísindalegur efi er heilbrigður. Vísindleg nálgun er grundvölluð á efa. Eitt einkenni heilbrigðrar efahyggju er að vega og meta sönnunargögnin í heild sinni áður en komist er að niðurstöðu.

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2012 kl. 00:26

11 identicon

@Sveinn Atli

Það hefur litla þýðingu í þessu samhengi að skoða nokkra áratugi og aldir, við þurfum að skoða árþúsund og tugi árþúsunda til að geta sagt eitthvað með vissu, og jafnvel þá er það bara byggt á túlkunum!

Nú er ég alls ekki að halda því fram að vera okkur hérna, hvað þá í þessum fjölda, hafi engin áhrif en...   öndum rólega.

Karl J. (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 02:07

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

@Karl J.

Ég er einmitt að skoða bestu mögulegu gögn varðandi þessi fræði út vísindalegri nálgun. Mér þykir alltaf jafn furðulegt þegar það koma svona komment, sem virðast ganga út frá að veitast að mér persónulega í stað þess að koma með einhverjar málefnalegar athugasemdir.

Svona til að sýna að ég er ekki að skoða aðeins örfá ár, áratugi eða aldir þá langar mig að benda á t.d. Orsakir fyrri loftslagsbreytinga og svo væri ráð fyrir þá sem telja að persónuleg skot á mig séu vænleg rök að skoða líka eitthvað um eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda, sjá t.d. Áhrif CO2 uppgötvað eða t.d.  Mælingar staðfesta kenninguna.

PS. Ég er salla rólegur, en það virist trufla sum að þeim sé bent á hvað vísindin hafa um málið að segja, sérstaklega ef það rímar ekki við þeirra eigin persónulegu skoðanir á hlutunum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband