Munum Kópasker.

Kröflusvæðið hafði verið í nokkurs konar gjörgæslu vísindamanna árið 1975 vegna skjálftavirkni þar, þegar hafist var handa við virkjanaframkvæmdir og ástandinu leynt.

Eftir áramótin reið stór jarðskjálfti yfir Kópasker og olli þar miklum skemmdum. Skjálftinn varð svona harður þar af því að upptök hans voru nánast undir þorpinu.

Enginn veit hvað það þýðir að Krísuvík hefur verið í "gjörgæslu" vísindamanna síðustu árin annað en það að hreyfingar lands þar eru óvenjulegar eins og við Kröflu 1975.

Þá héldu menn ótrauðir áfram við Kröfluvirkjun og munu eflaust gera það sama nú við Krísuvík.

Svipað er að segja um skjálftana á línunni Helgafell-Sandskeið í fyrrinótt og skjálftana í Öxarfirði og á Kröflusvæðinu að staðsetning upptakanna skiptir miklu máli.

Skjálftarnir í fyrrinótt voru á óvenjulegu svæði og nær jaðri flekaskilanna en við höfum áður séð en erfitt er vafalítið að ráða í hvað þetta merkir til lengri eða skemmri tíma litið.

Sem betur fer er lítil hætta á hörðum jarðskjálfta með upptök undir þéttustu byggðinni í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði, en rétt að minna á að Hjallamisgengið er örfáa kílómetra frá efstu byggðum Kópavogs og Garðabæjar og Búrfellsgjá og Óbrynnishólar sömuleiðis ekki nema um fimm kílómetra frá ystu hverfum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

Gögn um jarðskjálfta og jarðskjálftatíðni á eldgosatímanum fyrir 650 til 1000 árum eru nær engin, því að það var rétt svo að eldgosin sjálf náðu inn í annála.

Því er við lítið að miða, , en miðað við þá miklu reynslu, sem Páll Einarsson hefur, allt frá því er hann var eins og grár köttur í kringum Kröflueldana, ættum við að taka mark á því sem hann segir.


mbl.is Áminning um skjálftavarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur stundum dottið í hug þegar talað er um að festa skápa á veggi af hverju við gerum ekki meira af því að hafa rennihurðir í eldhússkápum.

Ég hef aldrei getað áttað mig á því hvernig okkar eldfjallaeyja geti verið svona vel fallin til virkjana.

Í sérfræðiskýrslu um háspennulínur að Bakka segir :"Jarðvá tengist einkum eldvirkni, jarðskjálftum og hreyfingu tengdri landreki og kvikusöfnum í jarðskorpunni". Dettur ykkur eithvað fleira í hug? Þetta á ekki síður við um hið unga Reykjanes. Þess vegna er víst tilvalið að gjörnýta það áður en næst goshrina tekur völdin.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband