"Ég elska þig, stormur."

Má til að fá lánaða fræga hendingu úr ljóði Hannesar Hafsteins í tilefni af fréttum dagsins:  

 

Ég elska þig, Stormur, sem geysar um grund.

Þín gisting, hún verður seint rassvasi.

Nú sýnir þú öllum á illinda stund

að þú ert ekki Stormur í vatnsglasi.


mbl.is Hún á að pakka saman og hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 15:16

2 identicon

Þessi hending sýnir ljóslega að Ómar er vart brúklegt leirskáld, hvað þá tækifærisskáld

Hortittirnir og rímnaklúðrið leikur ekki við einteyming og ambögurnar skera í augu og eyru.

Þá er nú betra:

Ég lasta þig Ómar sem gasprar um grund

og grímulaust steðjar á samspilltan fund.

Þú dróma og litilsgilt dáðleysi vekur

og D-listabullurnar gargandi hrekur. (bara svona til að enda þetta á jákvæðni)

Í öllu falli er ekki einu sinni hægt að fá Bessastaðaleyfi hjá ORG að ríma "rassvasi" á móti "vatnsglasi"(!)

Annars kveður Hannes vinur minn Hafstein svona:

Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,
en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.

Þú skefur burt fannir af foldu og hól,
þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,
og neistann upp blæs þú og bálar upp loga
og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.

Þú þenur út seglin og byrðinginn ber
og birtandi, andhreinn um jörðina fer;
þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.

Og þegar þú sigrandi´ um foldina fer,
þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér.
Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir,
ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir.

Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð,
með ólgandi blóði þér söng minn ég býð.
Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður;
hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 15:17

3 identicon

Það var verið að gera grín að álíka máli í áramótaskaupi fyrir 3-4 árum, í skaupinu var þessu snúið upp á það að mistökin hafi verið þannig að það var fundur og ritarinn átti að senda póst á alli.r@simnet.is en sendi óvart á allir@simnet.is og fundarsstjóri spurði ritarann hvort hann hafi örugglega sett punkt milli alli og r og ritarinn fattaði þá að hann hafði ekki gert það og varð geggjað skömmustulegur enda nýbúinn að senda fjölda manns trúnaðarupplýsingar.

valli (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rassvasi, rímar fullkomlega við vatnsglasi. Annars er Ómar ekki í neinni kveðskaparkeppni við höfuðskáldin, svo ég viti til. Textagerð hans hefur hins vegar skemmt landanum í áratugi og á hann heiður skilinn fyrir það.... að mínu mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 18:29

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er spurning hvort Siggi sé ekki stormur í vatnsglasi...

En ef við berum Sigga "storm" saman við karl föður minn þá er Sigurður bara svona eins og folaldahestafl á móti alvöru hestafli... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.3.2012 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband