Kristur var Gyðingur.

Kristur var Gyðingur. Kristnir menn hafa því Gyðing í mestum metum. Það ættu Gyðingar að kunna að meta og einnig það að Gyðingar skrifuðu Biblíuna, trúarrit kristinna manna.

Þótt Hallgrímur Pétursson hafi á sinni öld nefnt andstæðinga Krists Júða, er það í fyrsta lagi hluti af orðalagi þess tíma og einnig greinilega notað til þæginda í frásögninni fremur en til að lasta Gyðinga almennt.

Passíusálmarnir og orðalag þeirra hafa aldrei virkað á mig sem ádeila á Gyðinga sem þjóð, því að bæði í Passíusálmunum sjálfum og píslarsögunni kemur fram hvaða afmarkaður hópur Gyðinga ofsótti Krist.

Krafanum að hætt verði að útvarpa lestir Passíusálmanna á Rás 1 ber vott um allt of mikla viðkvæmni og vænisýki.

Sumir hlutar og erindi Passíusálmanna eru sungnir við kirkjulegar athafnir og væri aldeilis fráleitt að hætta því eftir alda gamla hefð, bara vegna þess að þeir séu hluti af "andgyðinglegu verki" sem hefur aldrei virkað þannig á Íslendinga.


mbl.is RÚV hafnar kröfu um Passíusálma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

var það ekki jesú sem var gyðingur?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 19:55

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Gagnrýnin á Passíusálmana kemur mér ekki á óvart vegna þess að Hallgrímur var mótmælatrúar, en Martin Luther var talinn gyðingahatar, sbr. rit hans; ,,Von den Jüden und jren Lügen“, þar sem hann m.a. hvatti til ofbeldisverka  gegn þeim.

Kristján H. Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 20:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur þú aldrei lesið eða hlustað á Passíusálmana Ómar?  Þeir eru andgyðinglegir í hæsta máta. Hvað sem fáránlegum hefðum við kemur og ótrúllega dýrkun á þessu hégómlega sjálfsvorkunnarhnoði útnáraprestsins, þá er þessi texti móðgun við gyðinga og gersamlega út úr öllu korti í samtíma okkar.

Hvers vegna ertu að smjaðra fyrir þessu og láta sem þú hafir vit á? Það er ekki stakt orð í þessum pistli sannleikanum samkvæmt. Hvað missir þú við að þessar ömurlegu hefðir verði lagðar af? 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2012 kl. 21:11

4 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Ágætt hjá þér Ómar!

Tengdafaðir minn, sem var gestgjafi í litlu þorpi í Vestur Þýskalandi á stríðsárunum, var sjálfur í lífshættu vegna þess að hann faldi gyðingafjölskyldu á flótta. Konan mín mundi vel eftir þessari fjölskyldu sem hún aðstoðaði við að fela. Ég bar mikla virðingu fyrir þeim fyrir þetta þegar ég seinna heimsótti þennan stað.
Móðurbróðir konunnar giftist ungum gyðingi og bjargaði þar með lífi hennar. Hún var góður vinur okkar í mörg ár eftir stríð, enda mikill skörungur. Hafði mikla ánægju af að ræða við hana um ýmis hebresk orð og þjóðvenjur gyðinga. Þannig hef ég m.a. haft töluverð þægileg samskipti við gyðinga.
Við höfðum nýlega endurséð þáttinn um hvernig SWC komu einum stærsta glæpamanni nasista frá Argentínu til Ísrael, og mér fannst hann eiga það skilið, enda hef ég einnig verið í Auschwitz og séð leifar hörmunganna þar.
En þegar ég las bréf Rabbi Abraham Cooper fannst mér SWC hverfa langt frá upprunalegum tilgangi sínum. Með bréfinu fylgja á fimmtu síðu tilvitnanna í ensku þýðingu Passíusálmanna. Hefði ég ekkert kannast við Passíusálmana, eins og virðist vera tilfellið hjá sumum þeirra, sem taka þátt í þessum umræðum, þá hefði ég líklega verið sammála Rabbi Abraham. En nú fann ég fram Passíusálmana og fór að lesa þá enn einu sinni. Auðvitað samdi Hallgrímur sálmana samkvæmt hugsunarhætti og málfari 17. aldar, og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að lesa ljóðin á því tungumáli til þess að skilja innihaldið. Hér skiptir sama máli og þegar við lesum íslendingasögurnar. Og hér er ekki nóg að lesa nokkur orð, heldur er nauðsynlegt að lesa allan sálminn og bera saman við frásögnina í guðspjöllunum, sem er grundvöllur skáldsins.
Mér virðist sem Hallgrímur hafi átt við allt mannkynið þegar hann notar orðið „gyðingar“. Ekki nóg með það, heldur ávítar hann oft sjálfan sig fyrir önnur eins ódæði og gyðingar frömdu, þótt hann geri það á annan hátt.
Er óhugsanlegt að nútíma hugarfar forði okkur frá því að skilja þetta og þar með geta sjálf lært af því sem Hallgrímur er að reyna að læra sjálfur, og þar með vona að aðrir geti hafið hugann upp á hærra stig í tilveru sinni?
Voru það ekki íslendingar sem drápu Jón Arason og syni hans? Voru það ekki íslendingar sem myrtu fjölda kvenna á Þingvöllum fyrir ótrúlegan „galdur“? Myndi gyðingur sem læsi upp ljóð um þetta í þjóðarútvarpi Ísrael teljast færa áróður gegn íslendingum í dag?

Jóhann M Þorvaldsson

Jóhann M Þorvaldsson, 3.3.2012 kl. 21:45

5 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Er það furða að 11 og 12 ára krakkar skilji ekki þetta mál í dag vegna þess að þeim er bannað að kynnast þeirri bók í skólanum sem var eitt aðalupplýsingakver íslenskra heimila í fleirri aldir? Mér finnst það vera eins og að skera fæturna undan menningu þjóðarinnar án þess að veita henni aðrar mikilvægar stoðir. Trúfrelsi bætist ekki með því að taka forna vitneskju frá börnum okkar. Þær upplýsingar tekur ekki frá þeim frelsið til að taka ásatrú eða íslam eða enga trú, ef þau velja þess konar "trú" í lífinu.

Lestur Passíusálmanna var einn uppáhaldsþátturinn minn í RÚV þegar ég var 11 og 12 ára gamall, en þá var ég líka búinn að lesa alla Biblíuna, sem var leyfilegt þá, enda bráðum liðin 70 ár síðan.

Jóhann M Þorvaldsson, 3.3.2012 kl. 21:55

6 identicon

Mér var það kennt um fermingu eða svo, að orðið "Gyðingur" þýddi "maður guðs", og að "júði" væri afleiða af efrópskum málum, en væri hér brúkað sem niðrandi orð um Gyðinga.

"Gyðingur" hins vegar í réttum skilningi væri virðingarvert nafnorð.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 22:41

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú þjóð sem Jesús Kristur tilheyrði er ein merkasta þjóð mannkynssögunnar og heiður fyrir hana að hafa alið slíkan mann.

Við Íslendingar eigum vissa hliðstæðu sem er Snorri Sturluson. Íslendingum er ævinlega talið það til tekna að hafa alið slíkan mann.

En það voru líka Íslendingar sem drápu Snorra að undirlagi Noregskonungs.

Þá staðreynt hef ég aldrei séð notaða í gegn Íslendingum eða Norðmönnum og sé engan andíslenskan áróður eða andnorskan áróður fólginn í þeirri staðreynd, jafnvel þótt íslenskst stórskáld hefði ort um það mikinn ljóðabálk.

Ómar Ragnarsson, 4.3.2012 kl. 15:22

8 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Athyglisvert, Jón Logi

Jóhann M Þorvaldsson, 4.3.2012 kl. 18:31

9 identicon

Við erum allir fullorðnir hér, er það ekki?
Þessi Jesú sem biblían talar um, sá karakter var aldrei til; Þetta er alvitað.. eða kannski ekki alvitað, en í það minnsta ættu allir að gera sér grein fyrir því að það var aldrei nein meyfæðing, ekki göngutúr á vatni, menn ekki reistir upp frá dauðum, zombíar risu ekki upp úr kirkjugörðum, krossfestingin átti sé ekki stað... það dó ekki neinn fyrir erfðarsyndir annarra.. að auki eru erfðarsyndir tilbúningur...

Jesu er tilbúinn karakter, frumkirkjan bjó kappann til, gerði hann að dyriverði fyrir Gudda.. enginn fær að fara inn nema að tilbiðja dyravörðinn
Sjá ekki allir plottið í þessu, eða eru menn svo blindaðir af extra lífi í lúxus.. ha

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:30

10 identicon

Jesú er viðurkenndur karakter af sagnfræðinni, og heimildir um hann úr mörgum áttum, - m.a. frá Rómverjum. Og víst er það talið að hann hafi verið krossfestur, líkt og að Sesar hafi verið stunginn. Hann er meir að segja umræddur af múslímum sem raunverulegur karakter. Reyndar fleiri trúfélögum frá fornu. En, - í stuttu eru fornar heimildir um hann nokkuð margar, og ekki minni en margra frægra áfornum dögum.

Sumir eru blindaðir trúmenn, sumir eru ekki síður blindaðir skeptíkerar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband