Þetta er leiðin !

Margir eru kannski orðnir þreyttir á enn einni bloggfærslu mína á þeim möguleikum, sem land okkar býður upp á varðandi stóraukna ferðamennsku á veturna og ég byggi meðal annars á kynnisferð um Lappland að vetrarlagi.

En mikil fjölgun gistinátta útlendinga í janúar miðað við janúar í fyrra er að mínum dómi aðeins brot af þeim möguleikum, sem liggja í stórfjölgun ferðamanna að vetrarlagi, því að margir af helstu og mest heillandi möguleikunum til vetrarferðamennsku eru enn algerlega vannýttir.


mbl.is 81% hótelgesta útlendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekkert að berjast gegn Hverahlíðarvirkjun Ómar?

GB (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 09:26

2 identicon

Vissuelga gott þetta. 

Vil reyndar benda á að bróðurpartur þessara ferðamanna gistir á hótelum á Suðvesturhorninu þar sem langmest fjölgunin hefur átt sér stað.

Fyrir þessar ferðamenn er náttúra Íslands hringurinn Þingvellir-Gullfoss-Geysir og svo "náttúruperlan" Bláa Lónið, sem reyndar er manngert og varð til sem aukaafurð vegna virkjanaframkvæmda.

Af þessum tölum má líka sjá að gistináttum á Austurlandi standa í stað milli ára svo ekki eru erlendir ferðamenn að flykkjast þangað.

Það er því útilokað að efla ferðamennska á landsbyggðinni m.a. vegna landsbyggðarskatta ríkisstjórnarinnar á ferðir og svo náttúralega hátt eldsneytisverð sem stjórnarflokkarnir berjast fyrir.

En eitt útlokar ekki annað.

Virkjanir, stóriðja og ferðamennska fara oft vel saman.

Austurland komst fyrst á landakortið eftir að framkvæmdir við Kárahnjúka og Fjarðarál hófust. Þá fyrst fór ferðamennska að eflast í þessum annars afskekta landshluta.

Las Vegas hefði aldrei orðið til ef Colorado River hefði aldrei verði virkjuð með Hoover-dam-stílunni svo að úr varð til stöðuvatnið Lake Mead sem sér Las Vegas og nærligjjandi stöðum og landbúnaðarsvæðum fyrir neysluvatni og rafmagni.

Og ekki er virkjun Niagara-fossana að spilla fyrir ferðamennsku þar.  Þvert á móti.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 10:11

3 identicon

Sæll Ómar

þar sem ég veit að þú ert mikill frömuður á öllum þínum áhugasviðum og nefni þar náttúruvernd og ferðamannaiðnaðinn, langar mig að spyrja þig hvort þú hafir engar áhyggjur af vaxandi ferðamannastraumi og ágang á óspillta náttúru?

Mér finnst ég verða var við þetta í síauknu mæli þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlut.

Það er ekki nóg að vilja fá allan þennan aukna ferðamannastraum, það verður að gera með þeim hætti að það valdi ekki tjóni á íslenskri náttúru ekki satt?

bjarni dan (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 10:54

4 identicon

Björn M. Bara að benda þér á að það var frétt á RÚV-TV um daginn um aukna ferðamennsku í Mývatnssveit. Þar kom fram að flest öll gistirými hafa verið fullbókuð þar í allan vetur.

Og hvað er það sem ferðamenn sækjast eftir? Samkvæmt viðtölum við erlenda ferðamenn í fréttinni eru það norðurljósin, myrkrið og kuldinn. Það var meðal annars rætt við hjón/par frá Skotlandi sem töldu þetta eina mögnuðustu upplifun lífs síns.

Þannig að ég hallast að því að Ómar hafi einfaldlega hárrétt fyrir sér. Þarna eru miklir möguleikar ónýttir.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 10:59

5 identicon

Gott mál þetta með Mývatnssveit.

Mývatnssveit hefur reyndar alltaf verið rómaður ferðamannstaður.  Einskonar vin í eyðimörkinni. 
Þar fyrir utan er ekki nokkur annar ferðamannastaður þarna Norðausturfrá, nema kannski Ásbyrgi yfir sumarstímann.

En það er ekki þar með sagt að slík ferðamennska geti orðið undirstöðuatvinnugrein í heilu landsfjórðungunum, hvað það hverju einstöku byggðalagi.

Eins og ég sagaði áðan, eitt útilokar ekki annað.

Iðjuver þurfa ekki að útiloka ferðamennsku, né ferðamennska þarf ekki að útiloka iðjuver.

Þessum kostum er alltaf stillt upp þannig að þeir komi í staðinn fyrir anna kostinn.

Ferðamennska verður aldrei annað en búbót á vissum stöðum fyrir utan Suðvesturhornið.  Aldrei nein undirstöðuatvinnugrein.

Kannski að við getum gert Mývantssveit að Las Vegas norðursins með urmul af hótelum og skemmtistöðum, veitingastöðum, spilavítum, sundlaugum/vatnalöndum, heilsustöðum, verslunarmiðstöðum, bílaleigum, o.fl.

Til að svo geti orðið þarf að reisa þar í grendinni alþjóðlegan flugvöll og beina þangað alþjóðlegri flugumferð.
Svo þyrfti að virkja meira þar í grendinni til að sjá öllu gyllinu fyrir rafmagni, auk neysluvatns og heits vatns í sundlaugar og vatnalönd.

M.ö.o. Við þyrstum að koma þar á fót ferðamannastóriðju a.la. Las Vegas.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 11:43

6 identicon

Er leiðin út úr þunglyndi kannski að koma út úr einhverjum skáp, og komast í hóp "flottra" homma eins og Páls Óskars og fleiri. Ungviðið er mjög áhrifagjarnt. Þess vegna byrjar það t.d. að reykja þó að það sé stórhættulegt. En vitiði til, hópur samkynhneygðra á eftir að stóraukast á næstunni. Svo er það annað mál, hvort það sé ekki bara allt í lagi. Það er spurning sem foreldrar ættu kannski að íhuga. Ég held reyndar að flestir foreldrar myndu frekar vilja eiga gagnkynhneigð börn. Mér finnst að við eigum að koma vel fram við samkynhnegða eins og allt annað fólk, sem  ekkert gerir á okkar hlut. Það þýðir samt ekki að samkynhneigð sé bara  eðlileg og  jafnvel töff.

Benni (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:01

7 identicon

Ég er nú víst sjálfur í ferðamennskunni og hef lítt orðið var við aukningu í vetur, - rúman klukkustundar akstur austur af Reykjavík. Aðeins þó.

Hlutirnir geta átt eftir að breytast á mínu svæði við tilkomu Suðurstrandavegarins, sem reyndar er kominn, en verður ekki þjónustaður fyrr en eftir að áætluðu "deadline" við frakvæmdina verður náð á almanakinu.

Og Björn....Það var um tíma millilandaflug á Egilsstaði, og hægur leikur væri að gera Aðaldalsflugvöll Boeing-færan. Það reyndar sleppur að "boíngast" á Akureyri, en það eru mun meiri lengingarmöguleikar í Aðaldal, og gott pláss um, og svo ekki eins þröngt um. Hef reyndar sjálfur farið með 737 frá Akureyri.

Bein flugtenging sem fær nokkur ár til að festa sig í sessi er gífurlega öflugt start í alvöru túrisma.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:27

8 identicon

Ómar.

Mér er farið að finnast ég vera útlendingur í mínu föðurlandi. Hingað flykkjast ferðamenn og líka innflytjendur.

Maður þarf orðið að geta tjáð síg ekki einu sinni á ensku í sumum matvörubúðum, heldur líka á Pólsku.

Niður í mðbæ ávarpar maður annan á ensku það er algengara að hitta á enskumælandi útlending en hreinræktaða landa sína.

Í fjölbýkishúsum eru eigendur íbúa sem alls ekki vilja eða telja sig ekki þurfa að læra íslenskuna. Það má kjósa þetta fólk í stjórn húsfélagins, en það mundi kosta að kaupa þyrfti túlk á hvern stjórnarfund, og svo á aðlafundina

Mér finnst komið nóg

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:40

9 identicon

Slakaðu nú á Sigrún Jóna (13:40). Held það mundi fremur lífga upp á samfélag mann, ef fleiri útlendingar væri í fjölbýlishúsum. Veit um blokkir og raðhús, þar sem allir eru hreinræktaðir innbyggjarar, en láta eins og þau þekki ekki hvort annað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir útlendinga vinna hér störf sem Íslendingar vilja ekki vinna, til að mynda í fiskvinnslu, afgreiðslu og ræstingum.

Enginn þeirra hefur talað við mig á pólsku og útlendingar, sem hér búa, tala við mig á íslensku eða ensku, sem flestir Íslendingar skilja ágætlega og jafnvel betur en íslensku.

Og ætli það tæki nú ekki tímann sinn fyrir flesta Íslendinga að læra góða pólsku.

Endilega leggja frá sér Hagkaupssloppinn, sviðakjammann og Prins Pólóið á húsfélagsfundum og læra þar pólsku.

Þorsteinn Briem, 6.3.2012 kl. 14:30

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem sagt, Björn, hið besta mál að virkja Gullfoss og Geysi af því að virkjanir og ferðamennska fara svo vel saman.

Verndun og orkunýtingu er stillt upp sem andstæðum, en við Gullfoss og Geysi sést glögglega að með þessari orðanotkun er fyrirfram búið að skekkja myndina.

Núverandi ástand við Geysi og Gullfoss er nefnilega verndarnýting.

Ég vil minna á að Sigríður í Brattholti hefði fengið þau ummæli hjá áltrúarmönnum nútímans að hún væri að berjast gegn mestu lífskjara- og iðnbyltingu í sögu þjóðar, sem hafði þá ekkert rafmagn eða vegi og bjó í sveitum landsins í torfkofum.

Mikið vildi ég óska að þið sem syngið þennan virkjanasöng færuð til Yellowstone og sannfærðuð Bandaríkjamenn um það að það "verði að nýta" gríðarlega jarðvarma- og vatnsorku þess þjóðgarðs. ´

Fleiri ferðamenn koma til Lapplands á veturna en allt árið til Íslands. Í Lapplandi er þetta fernt notað til að laða að ferðafólk um lengri veg heldur en til Íslands: Myrkur, kuldi, þögn og ósnortin náttúra.

Hinn óþægilegi sannleikur varðandi Hverahlíðarvirkjun er sá að miðað við þær rannsóknir og umsagnir vísindamanna um Hengils-Hellisheiðarsvæðið, sem fyrir hendi eru, er þegar komin rányrkja í gang á svæðinu í heild, þannig að ef það verður allt virkjað núna, verður þar orkuþurrð eftir 50 ár að meðaltali.  

Með því að geyma Hverahlíðarvirkjun og aðra virkjunarmöguleika á svæðinu verður því aðeins skárri aðstaða afkomenda okkar sem þurfa annars að horfa upp á það að svæðið verði orðið kalt og ónothæft, líka fyrir hitaveitu til upphitunar íbúðahúsa.

En auðvitað ætlum við í græðgi okkar, skammsýni og ábyrgðarleysi að gefa skít í barnabörnin okkar.  

Ómar Ragnarsson, 6.3.2012 kl. 14:46

12 identicon

Ómar, Yellowstone er ekki hægt að virkja og það eru margar ástæður fyrir því.

Ein er sú að stór hluti Yellowstone-svæðisins er risa-eldstöð sem gýs á um 600 þús. ára fresti.
Á Yellowstone-svæðinu eru skorpan yfir hraunkvikunni sem þarna er undir er mjög þunn og svæðið þarna rís upp um nokkuð marga sentimetra á ári sem er vísbending um það að risaeldgos muni eiga sér stað þarna fyrr en seinna.
Reyndar er þessi risa-eldstöð kominn fram yfir tímann þannig að menn eru orðnir mjög órólegir út af þessu.

Talið er að þegar þessi risa-eldstöð lætur á sér kræla muni það verða í formi ofur-eldgoss sem muni leggja stór svæði í norður-hluta Ameríku í auðn.
Samfara þessu muni kólna all verulega á Jörðinni vegna ösku frá þessari risa-eldstöð og muni sá kuldi vara í nokkur ár.

Þetta Yellowstone risaeldgos mun valda hörmungum um alla Jörðina svo sem gríðarlegri eyðilegginu á stórum svæðum í norðurhluta Bandaríkjann og suðurhluta Kanada, uppskerubresti og hungursneyð um allan heim, köldum sumrum og ísköldum vetrum, styrjöldum og jafnvel hruni heillra samfélaga og siðmenninga.

Enginn er að tala um að virkja hér vilt og galið hér á landi.

En eitt er víst að við þurfum orku til að drífa velferð framtíðarinna og skapa hér þúsundir starfa.  Við skuldum börnum framtíðarinnar þetta.

Eða er kannski betra að framleiða hér á landi rafmagn með kolakynntum raforkuverum, eða því sem er "ennþá" betra; með kjarnorku?

Hvort er verra, Ómar; rafmagn framleitt úr vatnsafli og jarðvarma, eða raforka framleidd úr kolum eða kjarnorku?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 15:11

13 identicon

Björn:

Ég hef nú ekki séð að það sé verið á tala um endingu á jarðvarmavirkjunum í þúsundir ára. Vissulega er Yellowstone svona súperhitasvæði, en það mætti þá sleppa öllum framkvæmdum í rosalega stórum radíus með þessi rök þín að vopni. Alvöru gos á Yellowstone svæðinu gæti vísast drepið mannfjölda Bandaríkjanna niður um helming.

Og svo þetta:

"Enginn er að tala um að virkja hér vilt og galið hér á landi"

Ojú. Það er meir að segja tæpt á Dettifossi. Það er í alvöru í kortunum að klára að virkja meiripartinn af nýtanlegu afli og það til ódýrrar sölu í útflutning. Ætli við verðum svo bara ekki að fýra á Dreka-olíu sjálf eftir það....

"En eitt er víst að við þurfum orku til að drífa velferð framtíðarinna og skapa hér þúsundir starfa.  Við skuldum börnum framtíðarinnar þetta."

Það þarf að virkja allt til að ná þúsundum starfa ef miðað er við það sem hingað til hefur verið. Þyrfti reyndar að virkja allt sem hægt er bara til að ná í störfin sem fluttust úr landi....

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 15:28

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig dettur mönnum það í hug að stilla því þannig upp að ef við virkjum ekki allt sundur og saman hér á landi þurfum við að útvega okkur raforku með kolakynntum orkuverum? 

Við framleiðum nú þegar fimm sinnum meiri raforku en við þurfum sjálf til nota okkar innanlands, en kannski er það svo, að svo sterk sé hugsjónin um að virkja allt sem fyrst og mest fyrir erlend fyrirtæki sem flytja arðinn úr landi að við verðum að nota kolaorkuver fyrir okkur sjálf?

Hér á landi líða aðeins nokkrar aldir á milli stórgosa á svæðinu milli Þjórsár og Lakagíga og ekki virðist það hafa minnstu áhrif á virkjanagleðina hér.

Ég hef kynnt mér í tveimur ferðum til Yellowstone og æ síðan ástæðurnar fyrir friðun svæðisins og átök um það, og hættan á stórgosi á 60 þúsund ára fresti kemur þar hvergi við sögu, heldur voru rökin með og á móti, sem beitt var þar fyrir 130 árum hin sömu og nú er beitt hér.

Í Bandaríkjunum þætti það furðulegt að rökin gegn verndun, sem lutu í lægra haldi þar á 19. öld séu enn notuð hér á landi á 21. öldinni.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2012 kl. 16:19

15 identicon

80% raforkunnar eru notuð af 5 fyrirtækjum sem hafa í vinnu 0.5% landsmanna.

90% Íslendinga á vinnumarkaði vinna hjá fyrirtækjum með 10 eða færri starfsmenn í vinnu.

Góð stjórnsýsla felst í því að hámarka hag fjöldans í stað þess að hlaupa á eftir örfáum fokdýrum stórverkefnum sem litlu skipta fyrir hag fjöldans.

Gott dæmi er upplaup sveitarstjórnarmanna í Þingeyjarsýslum vegna þokukendra ferðaþjónustuhugmynda Kínverjans um að byggja e-h utan vinnusóknar allra Þingeyinga. Á sama tóma vantar grunninnviði á borð við vegi og snjóruðning til að fyrirtæki heimamanna geti gengið á ársgrundvelli.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 16:59

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu: Risagos á 600 þúsund ára fresti í Yellowstone en ekki 60.000 ára fresti.

Risagos þar eru sem sé 2000 sinnum sjaldgæfari en stórgosin á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls !

Ómar Ragnarsson, 6.3.2012 kl. 20:14

17 identicon

Sigurður Sunnanvindur:

Rangt hjá þér.

Þessi 5 fyrirtæki hafa um 3.500 manns í vinnu og skapa að auki um 8.000 störf annars staðar í samfélaginu.

Þessi 5 fyrirtæki standa undir 60% af vöruútflutningi þjóðarinnar.

Færu þessi 5 fyrirtæki úr landi á morgun yrði Landsvirkjun (LV) gjaldþrota daginn eftir og Íslenska þjóðin um viku seinna.

Störf í ferðamennsku er árstíðarbunin láglaunastörf víðast hvar, nema á Höfuðborgarsvæðinu.

Um 85% af ferðaiðnaðinum á sér stað á Höfuðborgarsvæðinu.  Þar eru öll helstu hótelin, Harpa, öll helstu flugfélögin, bílaleigurnar og öll menningin sem ferðamenn sækjast í.

Athugið líka að áhugi erlendra ferðamanna er fyrst og fremst vegna þess að landið er orðið svo ódýrt.

Það er gott að ALCOA setti sig niður í Austurlandi enda hefur mið-austurland verið í gríðarlegri sókn og atvinnustig mikið.

Austurland slapp alveg við kreppuna og mikið af fjármunum verður eftir á Austurlandi vegna starfsemi ALCOA.

Þegar Landvirkjun verður búin að borga upp Kárahnjúkavirkjunina eftir ca. 15 ár, þá verðar orkusölutekjur LV af Kárahnjúkavirkjuninni hreinn gróði mínus ca. 3% sem fer í rekstrarkostnað.

Ákveði var að láta Eyjabakka (ég á ekki við götuna uppi í Breiðholti) vera ósnerta þarna fyrir austan árið 2000 í staðinn fyrir að virkja þá.

Og hvað eru Eyjabakkar að gefa Austfirðingum?

Ekki krónu.

Þangað kemur nær enginn maður enda með öllu ómögulegt að komast þangað nema með þyrlu.

Ómar minn, svo eigum við okkar Yellowstone, nefnilega Geysissvæðið og Námaskarð.

Ertu annars eitthvað á móti því að við iðnvæðumst sem mest og byggjum hér upp framleiðslu á handbærum verðmætum líkt og Þjóðverjar, Frakkar, Kóreumenn, Japanar, Taiwan eða Kína?
Til þess þurfum við raforku.

Eða ertu á móti því að við nýtum orkuauðlindir landsins og borum eftir olíu?

Af hverju heldur þú að Norðmenn séu svona ríkir?

Norðmenn búa í harðbýlu landi eins og við og ekki eru þeir að veðja á ferðamennsku sem undirstöðuatvinnugrein sína eins og þú vilt að við gerum.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 22:49

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum FJÖLGAÐI MEST hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var HÁTT skráð, 2006 og 2007:

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Og KOSTNAÐUR ferðaþjónustunnar hér, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur að sjálfsögðu AUKIST MIKIÐ frá þeim tíma vegna lágs gengis íslensku krónunnar undanfarin ár.

Það á einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk.

Þorsteinn Briem, 6.3.2012 kl. 23:59

19 identicon

Ég skal viðurkenna Björn að ég hafði ekki fyrir því að gúggla fjölda starfsmanna í álverunum en skv http://www.althingi.is/altext/136/s/0431.html þá eru þeir 1385, í kíslinum starfa 200 og einir 50 eru enn við vinnu í aflþynnufabrikkunni (fer fækkandi). Samtals eru þetta 1650 starfsmenn sem eru innan skekkjumarka þess hálfs prósents þjóðarinnar sem ég gaf upp. Talan þín er hinsvegar út úr kú.

Þú fabúlerar mikið um ferðamannaiðnað, hvaða avinnugrein er það? -eru ferðamenn bræddir? eða lóðaðir? eða draghnoðaðir og kaldvalsaðir?

Norðmenn eru hinsvegar svona ríkir vegna þess að þeir selja sína orku á heimsmarkaðsverði, hafa byggt upp iðnað og þekkingu við vinnsluna og hafa loka álverum og kísilbræðslum umvörpum til að selja orkuna hærra verði til Evrópu. Í Noregi blómstrar ferðaþjónustan sem aldrei fyrr.

Landsvirkjun hefur gefið upp að raforkusala frá Kárahnúkavirkjun gefi árlega af sér 6% af fjárfestingarkostnaði. Hvernig í ósköpunum á slíkur rekstur að borga sig upp á 15 árum?

Björn, -trúir þú því virkilega sjálfur sem þú skrifaðir hér að ofan?

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 00:05

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12. 6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 00:05

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna
(FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna


Flugfreyjufélag Íslands


Flugvirkjafélag Íslands


Flugumferðarstjórar í BSRB


Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Um 200
þeirra sem starfa á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum tóku þátt í launakönnun VR í ársbyrjun 2009. Einnig um 200 þeirra sem starfa í flugsamgöngum og um 400 þeirra sem vinna við flutningaþjónustu og samgöngur á sjó og landi, sem ætti að vera marktækt úrtak, enda ólíklegteingöngu þeir sem hæst höfðu launin hafi svarað könnuninni.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 00:07

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki koma erlendir ferðamenn til Íslands allt árið:

Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 00:12

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á vörum og þjónustu héðan frá Íslandi árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 00:25

24 identicon

Steini Briem, þú berð saman epli og appelsínur.

Í tilviki launa hjá ALCOA nefnir þú laun þeirra aðila sem lægstu launin hafa, þ.e. framleiðslustarfsmann.

Þess utan nefnir þú meðallaun sem eru frá árinu 2008 sem er fyrsta heila starfsár ALCAO Fjarðaráls.  Þetta eru tölur fyrir hrun þegar allar fjárhagsstærðir voru lægri en eftir hrun.

Aftur á móti gerir þú samanburðartölur úr starfsgreinum er tengjast ferðaþjónustu ansi hátt undir höfði. 

Hérna setur þú fram (viljandi) tölur og stæðri sem eru mun stærri og hagstæðari fyrir ferðaþjónustugeiran.

Allar tölur hér eru tölur EFTIR HRUN og eru þar að auki HEILDARLAUNATÖLUR en ekki meðallaunatölur eins og í tilviki ALCAO Fjaðraráls. 
(Sá reyndar að meðalárslaun hjá Fjarðaráli voru um 5,6 mio.kr. árið 2010 - Sjá tekjublað Frjálsar verslunar).

Ennfremur er athyglisvert að sjá hjá þér að verðmætustu störfin í ferðaþjónustu verða til á Höfuðborgarsvæðinu.  Ekki úti á landsbyggðinni.

Annað sem er athyglisvert í þessum tölum Steina Briem er að ferðamenn sem koma til landsins allt árið eyða tíma sínum alfarið á Höfuðborgarsvæðinu (oft er um ráðstefnugesti að ræða) þar sem þeir fara í verslanir, leigja bíla þar, fara í skoðunarferðir út frá Höfuðborgarsvæðinu t.d. Gullfoss, Geysir, Þingvelli, fara á veitingastaði í Reykjavík, gista á hótelum þar.  Sumir skreppa í Bláa Lónið.

Af þessu sést að ferðaþjónusta er fyrst og fremst iðnaður Höfuðborgarsvæðisins og getur fyrst og fremst þrifist þar árið um kring sem reglubundin starfsemi.

En gott og vel, Steini Briem, fyrst þú er að mæla með því að við veðjum svona mikið að ferðaþjónustu sem atvinnustarfsemi hér á landi, þá legg ég til að byggð verði nokkrar Hörpur á öllum landsfjórðungum. 
Þar að auki þyrfti að byggja nokkur stór alþjóðleg hótel í sem flestum byggðarlögum úti á landi.

Auk þess 2 stk. stórra millilandaflugvalla t.d. einn nálægt Mývatni og annar við Egilsstaði og að Icelandair og Iceland Express verði skikkuð til að flúgja þangað einu sinni á dag á sinn hvorn flugvöllin.  
Öðru vísi er ekki hægt að byggja upp ferðaþjónustu úti á landi sem heilsárs undirstöðuatvinnugrein.

Hleypum Kínverjum í þetta stórverkefni.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:30

25 identicon

Steini Briem;

Það er munur á meðallaunum árið 2008 (í tilfelli Fjarðaráls) og heildurlaunum árið 2009-2010 (í tilfelli ferðarþjónustunnar).

Óþarfi hjá þér að vera með svona óraunhæfan samanburð.

Höfum líka í huga að við erum með ríkisstjórn sem berst fyrir háu eldsneytisverði auk þess að leggja sífelda skatta á flutninga út á land fyrir utan að skera niður opinbera þjónusta þar.
Af þessum sökum má búast við því að færri ferðamenn muni fara út á landi á næstunni.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:34

26 identicon

Enn ber Björn höfðinu við steininn.

Meðallaun greidd starfsmönnum í e-h geira og heildarlaun í einum eða öðrum geira eru fullkomlega sambærilegar tölur. Hér er í öllum tilvikum átt við heildargreiðslur en ekki launatxta. Það sem ekki kemur fram er hversu margar vinnustundir liggja að baki laununum.

Helvíti eru starfsmenn ferðaþjónustunnar seigir ef þeir geta á nokkrum mánuðum unnið fyrir árslaun álversmanna! -sbr fyrra innlegg þitt...

Rétt er að benda á að almennt lækkuðu laun á Íslandi árin 2009-2010 miðað við bóluárið 2008.

Erlendum ferðamönnum blöskrar ekki bensínverðið og þeir aka flestir á sparneytnum smáum bílaleigubílum og aka hvert sem þeim dettur í hug og eru á pari við síðuhöld á því sviði. Ferðir Íslendinga sem gíruðu sig upp með eyðslufrekasta bílaflota heims hafa hinsvega dregist saman austan Víkur og norðan Borgarfjarðar syðri.

Björn, andaðu rólega áður en þú lætur vaða um efni sem þú ekki þekkir. Mundu að Google er vinur þinn!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:48

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu íslenska ríkisins, allra Íslendinga.

Langtímaskuldir Landsvirkjunar
í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld
Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 11:47

28 identicon

Sigurður Sunnanvindur:

Það eru til skýrslur um það að eftir ca. 15 ár verði búið að borga niður Kárahnjúkavirkjun.  Stefán Svavarsson endurskoðandi tók þessa skýrslu saman.  Ég vísa til hans.

Norðmenn eru fyrst og fremst ríkir vegna þess að þeir eru einn mesti útflytjandi af olíu og gasi í veröldinni sem mjög hátt verð hefur verið á síðan um aldamót.

Það er gott að ferðaiðnaðurinn blómstri í Noregi og hann gerir það vissulega hér líka eins og víðast hvar annars staðar í heiminum.

En eitt útilokar ekki annað líkt og ég hef bent á.

Viltu kannski loka öllum álverunum á Íslandi?

Iðnframleiðsla og ferðaþjónusta geta vel lifað hlið við hlið.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:09

30 identicon

Björn, það eru til skýrslur um allan fjandann. LV hefur sjálf upplýst að árstekjur af Kárahnúkavirkjun nemi um 6% fjárfestingarkostnaðar. Af þessum tekjum þarf að greiða vexti og rekstrarkostnnað svo það er algerlega útilokað að greiða virkjunina niður á 15 árum. -Ertu ekki að skripla á því að LV hefur gefið það út að þeir nái að greiða niður heildarskuldir á þessum árafjölda? -og nota til þess virkjanir sem sumar hafa náð aldri til forsetaframboðs.

Norðmenn selja alla sína olíu á heimsmarkaðsverði, bensínverð er þar hið hæsta á byggðu bóli og þeir selja sína raforku 2-3X hærra verði en LV. Orkusölusamningar LV eru öllum sem að þeim standa til skammar og íbúar hafa enga rentu af orkulindunum. Það er löngu tímabært að spyrna við fótum og stuðla að arðsamari atvinnuuppbyggingu en málbræðslum og nær mannlausum orkuverum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:29

31 identicon

Steini Briem:

Þú gerir þig enn og aftur sekan um talnarugl og tiltekur eina árið sem Landsvirkjun skilar tapi, nefnilega hrunárið 2008 og kastar þannig reykbombu til að fegra þinn málstað.

Annars hefur afkoma LV veriið þessi undanfarin ár:

2010  Hagnaður  72 mio. USD

2009  Hagnaður 193 mio. USD

2008 Tap           345 mio. USD

2007 Hagnaður  460 mio. USD

2006 Hagnaður  178 mio. USD

Ég fæ ekki betur séð að afkoma LV viðunandi skv. þessum tölum úr ársreikningi LV.

Þó að skuldir LV séu miklar eru þær viðráðanlegar og sjálfbærar.

Steini, hvaða stórfyrirtæki er skuldlaust?

Hefur þú velt fyrir þér hverjar skuldir ferðaþjónustafyrirtækja eru?  Þær eru víst gríðarlegar miklar. 
Harpan er t.d. öll í skuld (c.a 35 mia.kr.) , auk þess að skattgreiðendur þurfa að borga með henni fleiri mia.kr. á ári til að standa undir rekstri hennar. 

Nei, Steini Briem, enda hef ég aldrei haldið því fram að laun í stóriðju séu eitthvað hærri en í t.d. öllum þessum greinum sem þú nefnir enda eru engir í stóriðjum á flugmannalaunum.

Aftur á móti ertu með eldgamla launataxta hjá stóriðjuverunum þar sem að einungis GRUNNLAUN eru sýnd. 

Geturðu ekki komið með eitthvað betra en þetta?

Svo sýnir þú laun skv. launakönnun VR þar sem HEILDARLAUN í þessum greinum eru sýnd, ekki grunnlaun eins og í tilfelli stóriðjuvera.

Athugaðu að grunnlaun eru ekki það sama og heildarlaun, svo þetta eru ósamanburðarhæfar tölur hjá þér.

Á móti eru langir frítímar hjá starfsfólki í stóriðju, en samt sem áður er laun þarna víst þokkaleg og góðir jólabónusar borgaðir.

En skv. Hagstofunnar eru laun í þessum geirum mjög svipuð

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:48

32 identicon

Sigurður Sunnanvindur;

Nákvæmlega, ég hef aldrei borið á móti því að hér eigi að vera hið fjölbreyttasta atvinnulíf.

Málið er það bara að erelndir fjárfestar standa ekki í biðröðum til að fá að fjárfesta hér á landi.

Fyrsta lagi er langt hingað til annarra landa => hár flutningskostnaður

Í öðru lagi er mikil pólitísk óvissa hér á landi => fjárfestar þora ekki að koma hingað

Í þriðja lagi nýtur landið lítils traust vegna bankahuns => fjárfestar halda að sér höndum.

Í fjórða lagi er um að ræða þvergirðingalega afstöðu stjórnvalda til erlendra fjárfesta => fjárfestar forðast landið.

Þeir einu sem bankað hafa upp á eru þeir sem eru með orkufreka framleiðslu og hafa fjárhagslegt bolmagn til að taka mikla áhættu (erlend stórfyrirtæki eins og álframleiðendur) svo það er ekki um auðugan garð að gresja fyrir okkur í þessum efnum.

Og ekki bætir það úr skák of við ætlum að fara bjóða orku á uppsprengdu verði til að græða sem mest.

Fjárfestar fara þá bara eitthvað annað.

Landsmenn njóta aftur á mót óbeins ávinnings vegna stórvirkjana í formi almenns lægra orkuverðs en t.d. aðrir (10 sinnum lægri en í Danmörku, 5-6 sinnum lægra en í Noregi).

Þessu lága orkuverði til almennigns hefur verið náð vegan kosta stórrekstrar sem LV býr við.

Aftur á móti eru laun verulega betri í þessum löndum og þess vegna hafa þeir vel efni á því að borga mikið fyrir hluti eins benzín.

En er það endilega markmið fyrir LV að selja raforku á sem hæstu verði?

Mun það bara ekki þýða að rafmagnsverð til almennings verður bara hærra fyrir vikið?

Er þessi ráðstöfum góð eða slæm?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 13:08

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%. Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi
.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Jarðvarmavirkjanir
framleiddu um 30% af raforkunni hér árið 2007.

Raforkunotkun á Íslandi 2008

Raforkuspá fyrir tímabilið 2008–2030


Noregur
er um fjórum sinnum stærri en Ísland og þar búa einnig fjórum sinnum fleiri íbúar á hvern ferkílómetra en hér. Bæði löndin eru mjög strjálbýl og Noregur er þar í 211. sæti í heiminum en Ísland í 231. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 13:30

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðslugeta vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990
, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 13:33

35 identicon

Að sjálfsögðu á LV að selja raforku á sem hæstu verði til að tryggja eigendum auðlindarinnar og eigendum fyrirtækisins arð. Ef það er ekki gert fer allur arðurinn til kaupanda orkunnar. Mér finnst óþarfi að vera veðsettur uppá röð fyrir dýrum virkjunum og þurfa að horfa á eftir merkri náttúru til að púkka undir rassinn á Rio Tinto og Alcoa.

Landsmenn nota ekki nema 1/5 raforkunnar og hækkun raforkuverðs skilar landsmönnum 4 krónum fyrir hverja eina sem grunnverðið hækkar. Alveg væri ég sáttur við þá raforkuhækkun gegn lækkun á sköttun eða bættri heilsugæslu!

Björn raforkuverð í Danmörku er ekki 10X hærra en hér. skoðaðu nú málið áður en þú skellir fram óathuguðum fullyrðingum http://www.elpristavlen.dk/Elpristavlen/SplitSearchPage.aspx?kwh=4000&postnr=2620&netcompany=DONGnet&customer-group=private

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 13:43

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að VIRÐISAUKI framleiðslunnar í hátækni er rúmlega ÞREFALT MEIRI EN Í STÓRIÐJU.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og Í INNLENDRI EIGU,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% ERU FLUTT ÚR LANDI.
"

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 14:37

37 identicon

Enn er Steini Briem í fornleyfarannsóknum og diskar nú upp með tölur frá árinu 1990-2004 varðandi fjölgun starfa, þ.e.a.s. löngu áður en að Fjarðarál tók til starfa og áður en að fjölgað var í hinum álverunum.

Viltu ekki bara koma með tölur frá því á kreppuárunum 1930-1940?

Ef hátæknifyrirtæki eru svona atvinnuskapandi, af hverju flykkjast þessi fyrirtæki ekki til landsins?

Og hvað er hátæknifyrirtæki?

Álver er t.d. hátæknifyrirtæki, svo þú ert enn og aftur að bera saman epli og appelsínur.

Ertu að tala um Össur, eða Marel, eða Actavis?

Veit ekki betur en að þessi fyrirtæki séu í meirihluta í eigu útlendinga.

Eða ertu að tala um verkfræðistofur?

Margar verkfræðistofur lifa af því að þjónusta álver, orkuvinnslufyrirtæki og fyrirtæki í mannvirkjagerð, þmt. byggingu orkuvera.

Það þykir nú gott að 30% af virðisauka álvera verði eftir á Íslandi, enda um gríðarlega háar fjárhæðri að ræða.

Og Sigurður Sunnanvindur:

Rafmagn til notenda í Danmörku kostar um 235 - 250 aura kwst. eða sem svarar til 50-60 ISK. (sjá slóð sem þú vísar til hjá DONG).

Hér á landi kostar rafmagn til almennings um 5-6 kr. pr. kwst. (sjá taxtatöflu OR).

Nú ef selja á raforku á sem hæstu verði frá LV, þá er ég nú ekki viss um að margir erlendir fjárfestar vilji koma hingað.


Hvað ættu þessir fjárfestar að sækjast eftir hér á landi ef orkan er selt á sem hæstu verði?

Ekki er það staðsetning landsins eða nálægð við erlenda markaði, því landið er langt frá erlendum mörkuðum.

Ekki er það vel menntað vinnuafl, því mikið af því er nú þegar farið úr landi auk þess að nóg er af sambærilegu vinnuafli annars staðar t.d. í Evrópu þar sem að atvinnuleysi er um 10-12%, eða þá í Kína og Indlandi þar sem að vinnuaflið kostar einugis 20-30% af því sem það kostar hér á landi.

ERuð þið með einhver svör við þessu?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:06

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

Og Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 15:40

39 identicon

Þesar pælingar þínar um orkuverð til almennings eru gallaðar að því leyti að endanlegur neytandi þarf einnig að borga flutning, dreifingu og skatta. Endanlegt orkuverð til kaupanda er því ekki 10X hærra í Danmörku en hér. Þær tölur eru aðgengilegar á sömu heimasíðu

Í þessu samhengi verðum við að bera saman verðið á mjólkinni eins og það er selt út úr búð en ekki það verð sem bóndinn fær greitt við tankinn í mjólkurhúsinu.

Ef enginn arður er af raforkusölu til stóriðju þá er enginn ástæða til að stunda slíka starfsemi.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:48

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins:

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar."

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 15:51

41 identicon

Steini Briem:

Verkalýðsfélög gefa alltaf upp lægstu laun, yfirleitt grunnlaun.   Það er viss sálfræði í þessu hjá þeim til að knýja á um hærri laun.

Í alla framleiðslu þarf alltaf innflutning hráefna.

Bróðurpartur í framleiðslu fyrirtækja eins og Marels er t.d. innflutt hráefni, t.d. vogir, vinnslulínur, o.þ.h.

Tökum líka dæmi um bílaframleiðenda í Japan.  Nær allt hráefni í bílinn er innflutt til Japan af því að Japan er hráefnasnautt land frá náttúrunnar hendi.
Einungis er um samsetningarvinnu á ræða á bílnum í Japan, hvort sem að um er að ræða Toyota eða Nissan.

Meira að segja orkan sem notuð er í verksmiðjunni í Japan er innflutt, t.d. kol eða olía.

Annað dæmi, tölvuframleiðsla í Kína.

Allt hráefnið er innflutt í tölvuna, því íhlutir koma víða að.  T.d. er álkæðningin utan um tölvuna eða álklæðningin utan um móðurborðið eða harða diskinn er úr innfluttu hráefni, t.d. áli framleiddu á Íslandi. 

Einugis er um samsetnignu á tölvunni er að ræða í Kína vegna þess að vinnuaflið þar er ódýrt og þess vegna borgum við bara ca. 120.000 kr. fyrir fartölvu hér á landi. 

Ef þessi sama tölva væri framleidd í Þýskalandi, myndi hún sennilega kosta nálægt 300.000 kr. hér á landi.

Svona er framleiðsla á tæknivörum.  Íhlutir á þessa hluti koma víða að úr heiminum.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:56

42 identicon

Björn, - þú flaskar illilega á einu. Svo ég vitni í þig sjálfan:

"Þessi 5 fyrirtæki standa undir 60% af vöruútflutningi þjóðarinnar."

(reyndar eru afurðir orkufreks iðnaðar 2011 innan við 50%)

Sko...þessi 5 fyrirtæki tilheyra ekki þjóðinni, - eru í erlendri eigu. Útflutninginn getur þú fundið hjá hagstofunni, en þjóðin á bara ekkert í honum. Það sem við flytjum út er seld orka, og hún er á lágprís m.v. það sem landinn borgar, - sveiflast milli 1/2 og 1/6 eftir því hvernig gengið er og hversu óheppinn maður er með búsetustað. Ég er að dingla ca í 12 kr/kWst með öllu, og var reyndar í slíkri tölu þegar það lak út að stóriðjan var við 1 kr. Núna er talað um 3, en reyndar er ákv. leyndarhjúpur yfir verðunum.

En....ÍSLENDINGAR SELJA EKKI MÁLMA TIL 'UTFLUTNINGS. Bara svo að það sé á hreinu. Það má líkja þessu við spánartogara sem gerður er út frá Spáni, lætur umskipa íslandsmiða afla sinn á Íslandi í gegn um sitt eigið ehf. (t.d. Spánn ehf) og selur svo áfram út. Hér verður ekkert eftir í kerfinu nema aðföng og þjónusta.

Sjávarútvegurinn, með 35% af skráðum útflutningi 2011 er hins vegar alfarið í Íslenskum höndum.

Það væri reyndar eftir bestu reiknisnillingum að takast það að leggja saman orkusölu til stóriðju og útflutningsverðmæti málma, - það væri toppurinn!

Ferðaþjónustan væri sama markinu brennd ef t.d. samgönguframkvæmdir, gisting, og kostur væri í útlendri eigu. Þá eru til störf, en virðisaukinn fer úr landi að mestu leyti. Það má líkja þessu við marga ferðamannaparadísina, hvar stórar alþjóðlegar keðjur eiga allt sem skiptir máli, á meðan innfæddir búa í blikkskúrum, ríða um á ösnum, gera ódýrt handverk, og fá stundum vinnu við klósettskrúbbanir á fínu hótelunum.

Og Steini Briem, - mannstu eftir stórskynsamlegri greiningu einnar greiningardeilda bankanna (sem féllu) sem tiltók það, að með hávaxtastefnu bankakerfisins hefði verið hægt að draga úr þenslu með því að hefta nýsköpun. 

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:12

43 identicon

Steini Briem: 

Rétt hjá þér, stóriðjustörf eru  rándýr.

En hver borgar fyrir þessi stóriðjustörf á endanum?

Svar: Eigandi stóriðjunnar, t.d ALCOA.

Það voru jú þeir sem voru að fjárfesta í þessum störfum ekki t.d. Íslenska ríkið.

Þess vegna leita þessi fyrirtækja til landa þar sem aðrir þættir eru ódýrir, t.d. raforka.

Sigurður Sunnanvindur:

Í taxtatöflu OR er gefið upp verð með dreifingu.  Þar er gefið upp verð með sköttum og öðrum opinberum gjöldum.

Það má vel vera að verðmunurinn á raforku til almennra notenda sé eitthvað lægri en 10 sinnum hærri, en verðið í DK getur verið allt að 10 sinnum hærra en hér á landi.

Ps. Þetta mjólkurdæmi hjá þér er alveg út úr kú. 

Rétt hjá þér, ef enginn arður er af orkusölunni til stóriðju, þá á sjálfsögðu að hætta henni.

En af hverju er þá enn seld raforka til stóriðju?

Það er af því að salan hlýtur að vera ábatasöm fyrir orkuframleiðandann.

Það verður að hafa í huga að orkan er seld beint frá framleiðanda milliliðalaust til orkukaupandans í mjög miklu magni, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring.

Orkukaupandinn, (stóriðjan) færi því orkuna á hagstæðu verði vegna magnkaupa og er skuldbundinn til að kaupa hana í marga áratugi, alltaf, jafnvel þó að framleiðsla liggi niðri vegna bilana eða verkfalla. 

Þetta er sem sé magnkaup og því fær stóriðjan magnafslátt.

Almenningsveitufyrirtæki (dreifiveitur, t.d. Rafveita Hafnarfjarðar eða RARIK) sem selja raforku til almennra notenda, kaupa líka raforku frá LV á svipuðum kjörum.

Þessi dreififyrirtæki leggja svo álagnignu og dreifingarkostnað á rafmagnið sem þau selja til almennings.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:14

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna gengisfalls íslensku krónunnar þurfa erlend stóriðjufyrirtæki hér að greiða MUN LÆGRI LAUN EN ÁÐUR, þar sem þau greiða hér laun í íslenskum krónum.

Íslenskir starfsmenn stóriðjufyrirtækjanna fá hins vegar mun færri evrur og Bandaríkjadollara en áður fyrir þær íslensku krónur sem þeir fá greiddar fyrir sína vinnu, jafnvel þó hún væri nú jafn verðmæt fyrir stóriðjufyrirtækin og fyrir gengisfall krónunnar.

Og vegna gengisfalls íslensku krónunnar hafa allar vörur hækkað hér gríðarlega í verði, bæði erlendar og innlendar, með tilheyrandi verðbólgu og hækkun á öllum verðtryggðum lánum.

Í íslenskar vörur eru notuð erlend aðföng og íslenskur landbúnaður notar gríðarlega mikið af erlendum aðföngum, til að mynda dráttarvélar, olíu, kjarnfóður, heyrúlluplast og tilbúinn áburð, sem hefur hækkað gífurlega mikið í verði, meðal annars vegna gengisfalls íslensku krónunnar.

Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að kaupa hér alls kyns erlendar vörur og aðföng, til að mynda byggingavörur, bifreiðar, olíu og bensín, og flest íslensk skip eru smíðuð erlendis.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 16:17

45 identicon

Nei, Jón Logi, við eigum heldur ekki mörg þeirra fyrirtækja sem hér starfa, t.d:

Arion Banka,
Íslandsbanka,
Iceland Express;
Grand Hotel;
Nordica Hilton
Kauphöllina (Nasdaq OMX Nordic)
Bílaleigurnar;
Vífilfell;
Marel;
Össur;
Actavis;
Alfesca;
Plaza Hótel

Svo að arðurinn af þessum fyrirtækjum rennur til erlendra eigenda. 

Ég veit, Íslendingar eiga ekki stóriðjufyrirtækin, enda hefðu þeir enga burði til að fjárfesta eða eignast slík fyrirtæki.

Þessi fyrirtækja leigja bara aðstöðu hér og kaupa hér vörur þjónustu, rafmagn og vinnuafl.

Þetta er sá virðisauki sem við fáum til okkar og það eru engar smá fjárhæðir af veltu sem er 280 mia.kr. á ári. eða sem svara til ca. 90-100 mia.kr. sem verða eftir hér nettó.

Aftur á móti að það sem þú ert að borga fyrir þína orku er smásöluverð, sem dreifingarfyrirtækið (t.d. RARIK eða einhver lokal rafveita) hefur sett álagningu á. 

Til samanburðar borgar stóriðjan heildsöluverð vegan magnkaupa beint frá framleiðanda, og er auk þess skuldbundin til að kaupa orkuna í mörg ár.
Þú getur aftur á móti sagt upp orkukaupunum þegar þú flytir í burtu og þar með ertu laus allra mála.

Jón Logi, ef þú værir að reka stórfyrirtæki, þá gætir þú örugglega samið um hagstætt orkuverð vegna magnkaupa líkt og stóriðjan.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:31

46 identicon

Steini minn;

Við fáum öll miklu lægri laun miðað við erlenda gjaldmiðla vegna gengishrunsins.

Sama hvort við vinnum hjá ríkinu, stóriðju, Marel, Össuri, Actavis, útgerðarfyrirtækjum, flugfélögunum, ferðaþjónustuaðilum eða einhverju öðru fyrirtæki.

Svo það eru ekki bara stóriðjufyrirtæki að græða á þessu.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:34

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á síðasta áratug fjölgaði hér erlendum ferðamönnum MEST á árunum 2006-2007, þegar íslenska krónan var HÁTT skráð.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Á síðasta áratug fjölgaði erlendum ferðamönnum hér að meðaltali um 6,8% á ári og lengi hefur verið búist við svipaðri fjölgun þeirra á þessum áratug, þannig að hingað komi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 17:15

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR FERÐAMENN KOMA HINGAÐ TIL ÍSLANDS ALLT ÁRIÐ:

7.3.2012 (í dag):


"Í janúar síðastliðnum fjölgaði gistinóttum á hótelum á Norðurlandi um 52% frá því á sama tíma í fyrra en aukningin á landinu öllu var 34%.

Erlendum ferðamönnum
á Norðurlandi hefur fjölgað mikið á þessum árstíma og var aukningin til að mynda 40% í nóvember, 30% í desember og nú tvöföldun í janúar, miðað við sömu mánuði á fyrra ári.

Munar þar mest um fjölgun í komum Breta en einnig sjáum við vöxt í gistinóttum Bandaríkjamanna og Dana."

Gistinóttum fjölgaði um 52% á Norðurlandi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 17:38

49 identicon

Já, Steini minn, ferðamennska er ágætis búbót, en ég er ekki að sjá að hún sé að leysa neina efnahagslega erfiðleika eða vinna bug á atvinnuleysi.

Hitt er svo annað mál að veik króna er að hjálpa hér mikið.

Á árunum 2006-2007 var náttúrulega bullandi góðæri allstaðar í heiminum svo það er engin furða á mikill vöxtur hafi verið í ferðabransanum á þessum árum.

Svo er það spurningin, þolir landið 1 millión ferðamanna á ári?

Björn M. Jóhannesson ( (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 19:11

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

NOKKRAR STAÐREYNDIR:

Útflutningsverðmæti
þjónustu eru hér meiri en útflutningsverðmæti stóriðju.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Meðallaun
í ferðaþjónustu eru hér ekki lægri en meðallaun í stóriðju (sjá hér að ofan).

Flestir
í ferðaþjónustunni hér starfa allt árið.

Ferðaþjónusta skapar hér fleiri störf en stóriðjan.

Einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir hérlendis.

Störf í stóriðju eru þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 20:11

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12. 6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með INNIFALINNI yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur Í SJÖ ÁR hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 20:21

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hér var 8.400 árið 2007 (fyrir fjórum árum) og þar af voru 5.400 störf í einkennandi ferðaþjónustugreinum, til dæmis gisti‐ og veitingaþjónustu, farþegaflutningum og ferðaskrifstofum.

Um þrjú þúsund störf voru þá í tengdum greinum, til dæmis smásölu, afþreyingu, verslun, menningu, tómstundum og þjónustu tengdri farþegaflutningum.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Þar að auki er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Stóriðja er hins vegar einungis á örfáum stöðum á landinu.


7.3.2012 (í dag):


"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast nærri fimm þúsund manns starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 20:59

53 identicon

Björn:

"

Aftur á móti að það sem þú ert að borga fyrir þína orku er smásöluverð, sem dreifingarfyrirtækið (t.d. RARIK eða einhver lokal rafveita) hefur sett álagningu á. "

Jamm, og ekkert annað í boði.

"Til samanburðar borgar stóriðjan heildsöluverð vegan magnkaupa beint frá framleiðanda, og er auk þess skuldbundin til að kaupa orkuna í mörg ár.
Þú getur aftur á móti sagt upp orkukaupunum þegar þú flytir í burtu og þar með ertu laus allra mála."

Heildsöluverðið er í óuppgefnum prómillum af söluverði vörunnar skráð í dollurum. Það hefur lekið út að það hafi farið niður fyrir krónu, og verið hampað að það hafi náð 3 kr. Flyrji ég í burtu og sé laus við orkukaupin þarf ég að fara úr landi.

"Jón Logi, ef þú værir að reka stórfyrirtæki, þá gætir þú örugglega samið um hagstætt orkuverð vegna magnkaupa líkt og stóriðjan."

Það eru dæmi um þetta varðandi garðyrkjuna, sem þarf að greiða meira en t.a.m.þéttbýliskjarnar þrátt fyrir að dreifing og notkun séu einfaldari í framkvæmd. Sem sagt, - það þarf útlenskt skrilljónabatterí til að ná verðinu niður. Það heitir víst stórfyrirtæki, sem þú reyndar efnisgreinir svona:

"Íslendingar eiga ekki stóriðjufyrirtækin, enda hefðu þeir enga burði til að fjárfesta eða eignast slík fyrirtæki"

Sem sagt, - við sem seljum 80% af orkunni í klabbið, þurfum að greiða það dýrara vegna burðarleysis.

Puhhh!

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:04

54 identicon

Svo er eitt hérna handa Ómari.

Það er ekki alfarið hægt að bera saman túrismann í Lapplandi og hér, og ástæðan er veðurfar. Ekki myrkrið, bara veðurfar.

Í Lapplandi er nálgun á meginlandsloftslag, og þar af leiðandi miklu stabílara veðurfar en á flugmóðurskipinu Íslandi.

Hér er verið að selja norðurljós, og staðsetningin er góð. Það er hins vegar nokk um liðið eða meira síðan þau hafa sést á mínu svæði. Mikið lengra en 4 daga túr á Ísland í norðurljósaferð.  Alltaf er skýjað eða bara él og ógeð.

Við getum engu lofað í vetrartúrisma nema því að við getum engu lofað...með veður. Ég held að það sé ekkert sérstaklega gott markaðsefni.

Nú er ég búinn að fá í gistingu svona af og til vetrartúrista. Margir eru hreinlega í sjokki yfir veðurofsanum, og algerlega vanbúnir....að keyra hringinn á Yaris ...í mars. Margir vilja koma aftur og spyrja hvenær sé best. Ég segi að það sé um sumar, en að það sé lúmskt gott að komaí endann á maí eða í byrjun september.

Mér finnst maímánuður vannýttur. Sérstaklega skemmtilegur, og afar athyglisverður fyrir markhóp, - fuglaskoðendur. Sama er reyndar með haustið alveg fram í nóvember.

Vetrartúrismi hérna gæti aldrei verið líkt og í Lapplandi. Frekar fyrir spennufíkla held ég....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:45

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hér var um 8.400 árið 2007 og ef þeim störfum hefur fjölgað frá þeim tíma um 6,8% á ári að meðaltali, líkt og á síðasta áratug, voru þessi störf í fyrra um ellefu þúsund, meira en tvisvar sinnum fleiri en í álverunum hér og tengdum greinum.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 23:06

56 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Árið 1927 kom til tals að virkja Öxarárfoss við Þingvöll. Tilgangurinn var auðvitað tengdur metnaðarfullum áformum við að rafvæða sveitirnar og útvega Valhöll og nærliggjandi bæjum raforku. Frá þessu var horfið en litlu mátti muna að þessum áformum hefði verið hrint af stað.

Nú eru uppi hugmynd að virkja Hvalsá á Ströndum. Það væri sennilega mikil skammsýni enda óhugsandi að tryggja æskilegt rekstraröryggi virkjunar án stíflugerðar og miðlunarlóna. Nægir að nefna Smyrlabjargarvirkjunar sem átti við erfið rekstrarskilyrði uns stíflur voru gerðar með tilheyrandi miðlunarlónum.

Norður á Ströndum þarf auk þess að leggja háspennulínu yfir afskekkt fjalllendi með mjög miklu veðravíti a.m.k. 40 km leið. Vestfirðingar vilja tryggja aukið raforkuöryggi og er það skiljanlegt. En er þetta hyggilegur kostur?

Eg hefi lengi velt fyrir mér hvers vegna Kljáfoss í Hvítá í Borgarfirði skuli aldrei verið virkjaður. Það kom til tals áður en Andakílsárvirkjun var byggð en sú virkjun er eiginlega „smákettlingur“ í samanburði við aðrar virkjanir. Sú virkjun var byggð með ótrúlegri bjartsýni, settar voru upp mun stærri túrbínur en nokkur fræðilegur möguleiki væri að vinna rafmagn en upphaflegar hugmyndir voru að stífla útfall Reyðarvatns og veita vatni af vatnasviði Lundareykjadals um Eiríksvatn og Fitjaá í Skorradalsvatn! Þessi áform rákust á laxveiðihagsmuni Lundareykjarmanna og aldrei varð af þessum vatnabreytingum sem hefðu orðið skelfileg. Stífla var hækkuð við upptök Andakílsár og er lífríki Skorradalsvatns í dag allt í rugli af þess völdum enda sveiflast vatnsyfirborð þess meira en metra og veldur oft miklum spjöllum á vatnsbökkum Vatnsins. Góð rök eru fyrir því að leggja Andakílsárvirkjun niður en virkja Kljáfoss í staðinn. Þar yrði hrein rennslisvirkjun, stíflur og uppistöðulón hverfandi og röskun náttúru í lágmarki. Þá mætti styrkja byggðalínur sem fyrir eru til Vestfjarða til að tryggja rafmagnsöryggi þar.

Æskilegt væri að hefja umræður um þessi mál sem fyrst.

Með bestu kveðjum!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 00:01

57 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þetta er ansi áhugaverð umræða.

Önnur svæði í heiminum hafa getað byggt upp ferðaþjónustu utan háannatíma.  Þess vegna er það staðreynd að það er hægt á Íslandi.

Ferðaþjónusta er ekki aukabúgrein.  Ferðaþjónustufyrirtæki eru ekki stunduð sem aukabúgrein.  Gjaldeyristekjur þjóðarinnar sýna það einnig.

Stóriðja og ferðaiðnaður fara ekki saman.  Ferðamenn eru reiðubúnir til þess að greiða meira fyrir "ósnerta" náttúru en náttúru þar sem iðnaður er. 

Þar með er ekki stóriðja slæm, en það þarf að skipuleggja landið þannig að stóriðja og ferðaiðnaður er ekki skipulagður á sama svæðinu.

Álvinnsla er einn orkufrekasti iðnaður sem til er.  Þess vegna verðum við að spyrja okkur hvort að við séum ekki að eyða of mikilli orku í einn iðnað.  Orka er takmörkuð auðlind eins og allar aðrar.

Stefán Júlíusson, 8.3.2012 kl. 06:40

58 Smámynd: Stefán Júlíusson

Eitt í viðbót.  Náttúra Íslands þolir milljón ferðamenn og jafnvel miklu meira en það.

En eins og í öllu öðru, þá þarf að gera landsvæðin klár fyrir þennan fjölda ferðamanna.

Stefán Júlíusson, 8.3.2012 kl. 06:43

59 identicon

Þar hittirðu naglann á höfuðið. Meiri partur landsins er ónýttur, og mikill hluti þess óaðgengilegur.

Flaug í sumar yfir allt Torfajökulssvæðið, frá Landmannalaugum og yfir Veiðivötn (á þeim stöðum var fólk) og alla leið austur að Langasjó. Á því feiknar flæmi var ENGINN. Í þvílíkri blíðu!

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 07:36

60 identicon

Hvað segirðu, Jón Logi? 

Er meiri partur landsins ónýttur og óaðgengilegur???

Var ekki búið að segja að t.d. að það væri búið að drekkja öllu hálendinu með fjöldanum öllum af uppistöðulónum og virkjunum?

Og þú segir að það sé ekkert þarna?

En er þá einhver ástæða til drekkja hálendinu með ferðamönnum?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 11:11

61 identicon

Stefán Júlíusson;

Getur þú tilgreint þá staði á landinu þar sem að ferðamennska er heilsársatvinnugrein, t.d. þau bæjar og sveitarfélög?

Hvaða sveitarfélög eru það á landinu þar sem ferðamennska er aðalatvinnugreinin? - og erum við að tala um stór sveitarfélög?

Annað, það þyrfti að kortleggja það hvert ferðamenn eru að fara, t.d. til að sjá hvort að einhverjir landshlutar verði "útundan" í ferðamannastraumnum.

Svo findist mér í lagi að plokka meira af ferðamönnum en gert er núna.

Ég var t.d. að ferðalagi í Svíþjóð árið 2010 og allstaðar var maður plokkaður.  Það kostaði t.d. allstaðar í Svíþjóð að leggja bílnum, allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar.

Einnig kostðai það að fara inn á almenningsvæði og almennt að ganga um í náttúrunni.

Ég fór inn í búið í Gautaborg til að skipta 100 SEK seðli í smámynt og ég fékk einungis 80 SEK í mína hönd.  Verslunin tók 20 SEK fyrir þetta viðvik!

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 11:25

62 Smámynd: Stefán Júlíusson

Björn M. Jóhannesson, hvað áttu við með aðalatvinnugrein?

Getur þú sagt mér hversu hátt hlutfall þjóðarinnar starfar við aðalatvinnugrein hennar?

Ferðaiðnaður verður aldrei aðalatvinnugrein þjóðarinnar og á ekk einu sinni að verða það.  Það á enginn atvinnuvegur að vera það stór að hann geti verið kallaður aðalatvinnuvegur.

Hver er aðal atvinnugreinin í Þýskalandi, Austurríki, Rússlandi eða Bandaríkjunum? Skiptir hann einhverju máli í þessum ríkjum í samhengi hlutanna?

Að ræða um einhverja atvinnugrein í þróuðu ríki sem aðalatvinnugrein er úrelt hugsun, fyrirgefðu að ég segi svo.

Stefán Júlíusson, 8.3.2012 kl. 12:26

63 identicon

Já Björn, - meiri hluti landsins er ÓNÝTTUR hvað varðar ferðamennsku. Við gætum auðveldlega sexfaldað þann fjölda sem kemur til landsins með opnun á svæði sem eru heims-undur. En það gerum við ekki með því að kaffæra og þurrka á víxl, - og í þeim geira er ekki einu sinni möguleiki á tvöföldun.

"Var ekki búið að segja að t.d. að það væri búið að drekkja öllu hálendinu með fjöldanum öllum af uppistöðulónum og virkjunum?"

Kannast nú ekki við það, en það er nú búið að láta slatta af náttúru-undrum í svelginn.

Og svo, - Stefán.

Það hefur verið svo, að ESB ríki hafa verið flokkuð eftir aðalatvinnugreinum. Þýskaland er Iðnríki. Frakkland er Landbúnaðaríki. Og eftir þessu keyri styrkjastefna og skattstefna ESB.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 13:29

64 identicon

Stefán, þú ert að benda á það að ferðaiðnaðurinn sé heilsársatvinnugrein og gefur þar mað í skyn að um allverulega starfsemi sé að ræða víðast hvar á landinu þar sem fjöldi fólks geti haft viðurværi sitt af allt árið um kring.

Hvar á landinu er þessi atvinnugrein heilsársatvinnugrein, þ.e. í svo mælanlegu magni að hún skiptir verulega máli fyrir viðkomandi byggðarlag?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 13:47

65 identicon

Jón Logi:

Ég er ekki viss um að margir vilji drekkja hálendinum með sexfölldum fjölda ferðamann þ.e. 3 milljónum ferðamanna árlega með tilheyrandi vegagerð, sorpmengun, útblástursmengun, átroðningi á landinu, skólpkerfi o.þ.h.

Það eru nú undarlega umhverfissjónarmið ef það er allt í einu svona æskilegt.

Er ekki alltaf verið á efla ferðaþjónustu Í landinu, en ekki Á landinu? 

Væri þá ekki æskilegt að ferðamenn heimsæktu hinar dreifðu byggðir landsins í staðinn fyrir að nauðga viðkvæmu hálendinu?

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 13:53

66 Smámynd: Stefán Júlíusson

Björn M. Jóhannesson, ég er ekki að gefa neitt í skyn.  Ég er að benda á að hann getur það því önnur svæði á jörðinni hafa getað það. 

Það er verið að vinna að því og ég held að fréttir þess efnis hafi ekki farið fram hjá þér.

Ferðamönnum er að fjölga mikið.  Ef vel til tekst, þá verður hann á Íslandi að heilsársatvinnugrein. 

Ferðaþjóusta er ekki aukabúbót á sumrin eins og egg og dúnn fyrir bændur.

En ég nenni ekki að þræta við þig.  Tækifærin eru til staðar og allt er í fullum gír. Alls staðar á landinu.

Jón Logi, er þá Ísland talið vera landbúnaðarríki eins og Frakkland (sjávarútvegur er jú landbúnaður í ESB)?  Það er gott, lokum álverunum og hættum uppbyggingu ferðaiðnaðar og einbeitum okkur að landbúnaði.

Stefán Júlíusson, 8.3.2012 kl. 13:56

67 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.3.2012 (í dag):

"Tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011.

Aukning erlendra ferðamanna nú á milli ára í febrúar er því 22,1%.


Erlendir ferðamenn hér eru nú ríflega tvisvar sinnum fleiri en árið 2003 og á því níu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum í Leifsstöð hefur aukningin milli ára í febrúarmánuði verið að jafnaði 9,4%."

Mikil fjölgun erlendra ferðamanna hérlendis

Þorsteinn Briem, 8.3.2012 kl. 14:59

68 identicon

Björn mælir:

"Ég er ekki viss um að margir vilji drekkja hálendinum með sexfölldum fjölda ferðamann þ.e. 3 milljónum ferðamanna árlega með tilheyrandi vegagerð, sorpmengun, útblástursmengun, átroðningi á landinu, skólpkerfi o.þ.h."

Sexfaldur fjöldi er skemmtileg tala. Sami fjöldi og gestir eldfjallaþjóðgarðsins á Hawai, og sá er ekki nema brot af stærð Íslands. Drekkingin er því engin, því flestir ferðamenn í dag eru alltaf að endurtaka sömu punktana. Það hefði t.d. verið hægt að sýna tugum þúsunda árlega hin ýmsu svæði sem nú eru á kafi í Hálslóni, án þess að umhverfisáhrif hefðu verið skaðleg.

Sorp og skólpkerfi? Ekkert mál. Átroðningur af mannalöppum? Minni en af hestaferðum.

En hvað með veltuliðinn? 6-faldur :D Miklu stærri en öll virkjanleg orka landsins á því verði sem hún er seld.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 17:50

69 identicon

Jón Logi:

Það er greinilega ekki sama hver gengur um hálendið. 

Sé byggð þar einhver mannvirki eða virkjun, sérðu ekkert nema fjandann í því.

Aftur á móti er í lagi að senda þagnað 5-6 mio. ferðamanna með tilheyrandi röskun á umhverfinu og uppbyggingu vega og annarra mannvirkja fyrir þennan fjölda þar.

Varðandi Hálslón og svæðið þar í kring að þá fóru ferðamenn fyrst að streyma þangað eftir að búið var að virkja þar.

Fram að þeim tíma hafði varla nokkur maður komið þangað, enda svæði til frekar óspennandi og gróðursnautt svæði þar sem lítið var að sjá.

Og hvað hafa margir komið á Eyjabakkasvæðið eftir að það var friðlýst?

Svar: Mjög fáir, auk þess að það er ekki að gefa af sér neinar tekjur.

Stefán og Jón Logi:

Ferðamannaiðnaðurinn heilsársgrein, en bara á Höfuðborgarsvæðinu.

Munstrið er þannig:

Ferðamenn koma til Íslands og gegnum Leifsstöð´
Gista á hótelum í Reykjavík;
Leigja bíl í Reykjavík
Kaupa ferðir upp á hálendið hjá þjónustuaðila í Reykjavík,
Borða á veitingahúsi í Reykjavík;
Versla í Reykjavík.

M.ö.o. erlendir ferðamann eyða koma nær allir til Höfuðborgarsvæðisins en lítið til annarra landshluta eða byggða í landinu.

Sem sagt, Höfuðborgarsvæðið nýtur mestra gæða af straumi ferðamanna og það allan ársins hring, á meðan aðrir staðir á landinu fá aðeins brot af þessum straumi ferðamanna, finna etv. bara reykinn af réttunum.

Björn M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 11:46

70 Smámynd: Stefán Júlíusson

Björn, M.  Jóhannesson, þetta er rétt hjá þér. 

En það er hægt að breyta þessu.  Þetta eru ekki fastar stærðir sem aldrei breytast. 

Það er verið að vinna mikla vinnu um allt landið og það er frábær vinna.

En það er ekki hægt að breyta strax.  Það er verið að fljúga til Akureyrar frá Kaupmannahöfn.  Þarna er stórt og mikið tækifæri til þess að fá ferðamenn allt árið í kring ef menn vinna saman.

Hægt og rólega munu ferðamenn ekki endilega fara til Reykjavíkur heldur eyða öllum sínum tíma utan Reykjavíkur.

Hægt en örugglega er þetta að eiga sér stað.  En þetta veltur á ferðaþjónustunni á landsbyggðinni.  Á dugnaði heimamanna sem ég hef mikla trú á.

Stefán Júlíusson, 9.3.2012 kl. 12:19

71 identicon

Björn, - ég er þér ósammála um flest, - en ekki allt. Byrjum á sam-málinu ;)

"Sem sagt, Höfuðborgarsvæðið nýtur mestra gæða af straumi ferðamanna og það allan ársins hring, á meðan aðrir staðir á landinu fá aðeins brot af þessum straumi ferðamanna, finna etv. bara reykinn af réttunum."

Það er punktur í þessu. Í mínu plássi er til dæmis N1, skráður í Reykjavík, og þar eru aðal stoppin fyrir rútuferðir og jeppaferðir. Flugleiðir eru fyrir sunnan, og fyrirtæki sem mörg eru skráð í 100+ póstnúmerinu eiga gistingar um allt land, eru með nær allan bílaleiguflotann og þar fram eftir götunum. Mesta jafnvegi ferðaiðnaðar sem heilsársgreinar er vissulega í Reykjavík. En ekki er það algilt, og það er nú svo sem verið að tuskast í þessu. Það er bara þannig að kapítalið er svona mest á einu horni landsins.

Þetta minnir svolítið á það hver á málmana sem seldir eru úr landi....hehe.

Svo yfir í ósammála-klafann/kaflann...

Bara Hálslón er stærra um sig í rúmi en allt það sem tilheyrir ferðamannaiðnaði landans, allt frá sultukrukku til flugstöðvar og þaðan til heilu hótelanna. Ætli stíflan sé svo ekki massívasta mannvirki landsins? Ég veit ekki hvernig það er hægt að túlka mig þannig að ég sjái ekkert nema fjandann í öllu manngerðu á hálendi landsins, en svo að það sé á hreinu, þá er svo EKKI.

Svo yfir í nokkra parta, - smá leiðréttingar:

" Aftur á móti er í lagi að senda þagnað 5-6 mio. ferðamanna með tilheyrandi röskun á umhverfinu og uppbyggingu vega og annarra mannvirkja fyrir þennan fjölda þar."

Ekki nefndi ég þessar tölur. Sexfalt nefndi ég, sem væru 3 millur, líkt og ársgestir eldfjallaþjóðgarðsins á Hawai, sem er svo aftur ekki nema einhver örfá prósent af stærð Íslands, - 3% ef ég man rétt.

"

Varðandi Hálslón og svæðið þar í kring að þá fóru ferðamenn fyrst að streyma þangað eftir að búið var að virkja þar.

Fram að þeim tíma hafði varla nokkur maður komið þangað, enda svæði til frekar óspennandi og gróðursnautt svæði þar sem lítið var að sjá."

Hvað með vegagerð að svæðinu? Hvenær kom hún? Það er samhengi með umferð og aðgengi, en lítt hefur verið gert til að opna svæði fyrir ferðamennsku eingöngu. Sérðu samhengið?

Og...aftur að þessu:

"

Stefán og Jón Logi:

Ferðamannaiðnaðurinn heilsársgrein, en bara á Höfuðborgarsvæðinu."

Segðu þetta við Akureyring. Eða allar bensínsjoppur á landinu. Öll þau hótel sem opin eru allan ársins hring. Það er meir að segja opið hjá mér! 365 daga á ári. Skrapp í búðina áðan (Hvolsvelli) og þar var haugur af Indverjum,- en reyndar er það fyrirtæki fyrir sunnan sem á búðina....ohhh!

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 15:22

72 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis á höfuðborgarsvæðinu en þá bjuggu þar 63% landsmanna (frá Kjalarnesi til Álftaness).

Miðað við íbúafjölda voru því EKKI FLEIRI hótelrúm á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu árið 2009.

"Á undanförnum árum hefur verið mikil aukning í framboði á gistirými.

Sumarið 2009 voru í boði 9.482 rúm á 79 hótelum sem er um 54,5% af heildarrúmafjölda á hótelum og gistiheimilum í landinu."

"Þriðjungur Breta kemur að sumri, þriðjungur að vori eða hausti og þriðjungur yfir vetrarmánuðina."

"Níu af hverjum tíu landsmönnum ferðuðust innanlands á árinu 2009.

Tæplega helmingur ferðaðist eingöngu innanlands og tveir af hverjum fimm bæði innanlands og utan. Um 4% ferðuðust eingöngu utanlands. Þeir sem ferðuðust ekki neitt voru um 8%."

"Þriðjungur landsmanna fór í eina til tvær ferðir innanlands á árinu 2009, tæplega helmingur í þrjár til sex ferðir og um fimmtungur í sjö eða fleiri ferðir."

"Íslendingar gistu að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009."

"Sex af hverjum tíu landsmönnum gistu á Norðurlandi og Suðurlandi á ferðalögum um landið á árinu 2009.

Fjölmargir gistu á Vesturlandi eða tveir af hverjum fimm, fjórðungur á Austurlandi, tæplega fjórðungur á Vestfjörðum, fimmtungur á höfuðborgarsvæðinu, einn af hverjum tíu á hálendinu og 5% á Reykjanesi."

"Íslendingar eyddu um 260 þúsund gistinóttum á hótelum innanlands árið 2009."

"Erlendir gestir eyddu um einni milljón gistinátta á hótelum á Íslandi árið 2009."

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 9.3.2012 kl. 18:17

73 identicon

Flottir linkar Steini. En áttu nýtinguna á rúmunum?

Ég er með 10 eða svo. Geymi eitt DBL yfir veturinn, og það eru fáar nætur sem það er nýtt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 22:04

76 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi. Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári. Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu. Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum. Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009. Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009. Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári. Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis. Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum. Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum. Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 13:02

77 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband