Eyjafjallajökull er gjöfull.

Alltaf kemur betur og betur í ljós, að enda þótt gosið í Eyjafjallajökli hefði valdið fólki næst eldfjallinu miklum búsifjum og erfiðleikum meðan það stóð og fyrst á eftir, eru heildaráhrif gossins góð og endast vel.

Vegna gossins kom fjöldi fólks á svæðið víðsvegar að af landinu og úr heiminum og kynntist náttúruundrum þessa svæðis sem eru fjölbreytileg utan sjálfs umbrotasvæðisins sem hefur aðdráttarafl útaf fyrir sig.

Þetta fólk hefur áreiðanlega ekki legið á því að segja frá öllu því sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Rangárþing eystra liggur afar vel við helstu ferðamannaleiðum og ekki er nema rúmlega klukkstundar akstur þangað frá Reykjavík.

Til norðaustur liggur leið upp á Fjallabaksleið nyrðri til Landmannalauga og austur úr, og um Keldur inn á Fjallabaksleið syðri. Um Fljótshlíð er líka hægt að fara inn á Fjallabaksleið syðri.

Í suðaustur frá Hvolsvelli liggja nokkrar leiðir, inn í Þórsmörk, niður að Landeyjahöfn eða austur hringveginn.

Á sumrin skapar Landeyjahöfn möguleika til að fara á fljótlegan og auðveldan hátt til og frá Vestmannaeyjum.

Að óbreyttu getur þetta svæði ekki annað en orðið uppgangssvæði í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu og nálægð við margar af helstu náttúruperlum landsins.

Á Hvolsvelli er flugvöllur alveg við byggðina og frá austurenda lendingarsvæðisins er aðeins 200 metra gangur inn í miðju þorpsins.

Ég þekki ekkert annað þorp þar sem er eins þægilegt fyrir flugvélareiganda að athafna sig.

Vegna stórvaxandi kostnaðar við að eiga flugvél er mikið hagræði fyrir kvikmynda- og ljósmyndagerð mína að fara þaðan í ferðir mínar, enda mun styttra þaðan til norðausturhálendisins en frá Reykjavík.


mbl.is Framkvæmdagleði í Rangárþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu....

3ja brauta kerfi í sumar. Af og til ein lokuð vegna sláttar. Samtals um 2.4 km.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 21:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segi eins og Jón Ársæll: "JaááÁ!!   Góðurr!"

Ómar Ragnarsson, 15.3.2012 kl. 23:51

3 identicon

Hehe, og tekst vonandi að "besna", því að næsta mál er að ná helv. háspennulínunni yfir akstursbrautina (sem fæst annars ekki skráð sem flugbraut) í jörð. Wish me luck

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband