Ísland og Noregur sleppa heldur ekki.

Það er varasamt og hættulegt að líta á vanda einstakra evruríkja sem einangrað vandamál innan evrusvæðisins og heldur ekki sem vandamál ESB-ríkja einna.

Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta okkar Íslendinga er við ESB-lönd og auk þess erum við í Evrópska efnahagssvæðinu.

Það er því stórmál fyrir okkur hvernig fjármálakreppan í Evrópu þróast.

Og efnahagslíf heimsins er orðið svo samofið að öldurnar frá skakkaföllum í Evrópu berast um allan heim.

Rétt er að minnast þess að fall eins banka í Ameríku síðsumars 2008, Lehmann Brothers, kom af stað fjármálakrísu um allan heim.


mbl.is Lánshæfi Þjóðverja gæti lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fall Grikklands sem er bara einkenni kratavæddra vestrænna rikja ad eyda um efni fram. Tad skiftir mali i Kina.

Audvidad skiptir tad lika mali a Islandi.

hvad tetta vardar eru røkin mikid sterkari ad vera utan jardskjalftamidju Evropskrar politikur.

EES gerdi utras banka møgulega.

Adild ad EU væri hengingarol um islenskar komandi kynslodir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 08:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er allt í lagi að vera svolítið stressaður Ómar.  En við erum ekki Evrópa og við höfum ekki gert Evrópu nokkurn skapaðan hlut nema þann að nokkur flón héðan að norðan hafa farið fram á að fá að kíkja í dýrðarpakkann sem þó hefur verið öllum opinn. 

Samningaviðræður við Evrópusambandið um aðild þar að er bara til að smíða fallegri mynd af samþykkt að yfirráðum Þýskalands og Frakklands yfir Evrópu.  En Þjóðverjar og Frakkar hafa verið andstæðingar til alda, en okkur koma þeirra vandamál ekkert við. 

En við þurfum að byggja upp varnir gegn þessum yfirgangs öflum sem Bandaríkja menn ( sem þó eru ekki Evrópumenn, heldur Ameríkumenn ) hafa þurft að koma í tvígang til að bjarga Evrópu undan sjálfri sér og þar lögðum við til það sem við áttum, með aðstöðu og manskap.

Þær varnir byggjum við best með því að huga að okkar umhverfi og snúa okkur svo austur og vestur, fari frakkar og Þjóðverjar í fyllu við okkur, sem erum ekki Evrópumenn heldur Íslendingar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 11:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir geta orðið gjaldþrota, sama hvaða gjaldmiðil þeir nota, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.

Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.

Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið gjaldþrota, ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjum.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot

Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 9.6.2012 kl. 14:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú munu gjaldeyrishöftin reynast dulin blessun.

Þau eru eina skjólið sem við höfum fyrir því sem er í uppsiglingu í Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2012 kl. 14:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Ísland er 70% í Evrópusambandinu án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!

Þorsteinn Briem, 9.6.2012 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband