Frekar að endursýna gömlu þættina.

Þegar litið er á valin myndskeið úr þáttunum Dallas frá því hér um árið sést svo vel, hvað það var sem skóp þeim þáttum það áhorf sem þeir höfðu. Það var bara einn ódauðlegur karakter, J. R. og frábær og ógleymanleg túlkun Larrys Hagmans á honum.

Í kringum hann snerist allt annað í þáttunum og án J.R hefðu þessir sápuóperuþættir orðið jafnmikil sápa og aðrir slíkir.

Í stað þess að reyna að búa til nýja framhaldsþætti með J.R. afgömlum og setja inn einhverja nýja afkomendur hans, held ég að nær væri að geyma gömlu þættina aðeins lengur þangað til alveg nýjar kynslóðir geta séð þá og upplifað eins og fólk gerði í gamla daga þegar þeir voru alveg ferskir.

Í heimi tónlistarinnar sést vel sú hringekja sem byggist á því að þegar nógu langt er um liðið frá því að ákveðin tónlist var vinsæl, getur hún orðið vinsæla á ný hjá nýrri kynslóð sem upplifir hana á svipaðan hátt og gert var þegar hún kom fyrst fram.

Þegar talað er um sápuþætti held ég að Helga, konan mín, hafi sagt einhverja táknrænustu setninguna, sem sögðu hefur verið um þá.

Þannig vildi til að hún var erlendis þar sem Dallasþættirnir voru sýndir aðeins fyrr en hér heima og sá þátt þar, sem átti eftir að sýna hér heima, og það gerði málið svolítið ruglingslegt fyrir hana þegar hún kom aftur heim.

Þegar hún kom til landsins og hugðist horfa á næsta þáttinn, sem sýndur var hér, spurði hún: "Hvað eru þættirnir komnir langt hér heima?  Er J. R. ennþá dauður?"

Já, það sem dró fólk að skjánum hér um árið til að horfa á Dallas var það að J.R. og þar með Larry Hagman og aðrar aðalpersónur og leikendur í þáttunum voru flestir á því aldurskeiði þar sem fjörið og möguleikarnir eru mestir á öllum sviðum.

Ég held að nú sé hætta á því að hálf misheppnaðir nýir þættir muni einfaldlega skemma fyrir því að Dallasþættirnir í sinni gömlu mynd verði sýndir á ný þegar aldurinn hefur gert þá ferska í augum nýrra áhorfenda.

Ég á erfitt með að sjá möguleika Larry Hagmans til að skapa aftur jafn magnaða persónu í formi aldraðs manns núna eins og í gamla daga sem ungs og hjólandi fjörugs og litríks skúrks.

  


mbl.is Nánast óvinnufær vegna framhjáhalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki Bobby sem dó?  En JR var skotinn.  Hvur skautann?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar J.R. var skotinn (ekki man ég hver skaut hann) varð allt vitlaust og þáttagerðarmennirnir áttuðu sig á því að þetta mátti ekki gerast því að þá væri úti um þættina.

Þannig að í næsta þætti var morðið á J.R. gert að atriði í draumi annarrar persónu, sem ég man ekki lengur hver var.

Einhver fáránlegasti farsi í sögu sápuþáttanna og þurfti þó talsvert mikið til.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband