Hefur lengi skort á þekkingu okkar á þjóðgörðum.

Sú var tíð þegar lagður var grunnur að mestu óafturkræfu umhverfisspjöllum, sem möguleg voru á Íslandi, að aðeins einn þjóðgarðsvörður á Íslandi, séra Heimir Steinsson á Þingvöllum, hafði farið sérstaklega til útlanda til að kynna sér þjóðgarða.

Þingvellir heyrðu þá undir forsætisráðuneytið og þáverandi forsætisráðherra, Steingrímum Hermannsson, hafði á námsárum sínum í Bandaríkjunum ferðast víða um og að lokum komið til allra ríkja Bandaríkjanna nema Alaska.

Við ræddum um það síðustu æviár hans, að draumaferð okkar yrði að fara í sameiginlega ferð þangað, en af því varð ekki.

Við Íslendingar hefðum fyrir löngu átt að vera búnir að gera það sem samfélagssjóður Alcoa stendur nú fyrir, að senda Íslendinga til að nema þjóðgarðafræði erlendis.

En það gerðum við að sjálfsögðu ekki, trúir þeirri kenningu að útilokað sé að stunda verndarnýtingu íslenskra náttúruverðmæta nema ofurselja þau fyrst eyðileggingu af völdum stóriðjufyrirtækja.

En þetta er reyndar raunin víðar um heim hjá vanþróuðum þjóðum í þriðja heiminum, sem Alcoa og önnur svipuð fyrirtæki kaupa til fylgis við hervirki sín á náttúrunni með því að verja núll komma eitthvað prósentum af hagnaði sínum af þeim til að friðþægja innfæddum.

Í tilfellinu varðandi nám fjórtán Íslendinga í Bandaríkjunum nemur kostnaður Alcoa við það innan við 0,01% af árlegum hagnaði, sem fyrirtækið flytur úr landi til handa sér.

Dapurlegt er að fagna lmeð óbragð í munni jafn góðum og þörfum hlut og aukinni þekkingu á þjóðgörðum og náttúru Íslands.  


mbl.is Nema þjóðgarðafræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Allt frá árinu 2004 hefur félagið Þríhnúkar ehf., sem þeir Árni Stefánsson, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu, unnið að því að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi."

Þríhnúkagígur - Mat á umhverfisáhrifum


Frumathugun á aðgengi Þríhnúkagígs

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband