Of aðþrengd hús.

Nóg er af of aðþrengdum húsum í Reykjavík, sem líða fyrir þrengslin og myndu njóta sín miklu betur ef þau hefðu nægt rými umhverfis sig.

Ráðhús Reykjavíkur er afar fallegt séð úr norðvestri, en steinhús þrengja þar allt of mikið að því. Því miður voru þessi steinhús norðan við Tjarnarbíó endurnýjuð fyrir nokkrum árum í stað þess að rífa þau og gefa þar rými fyrir nett Ráðhústorg.

Þjóðleikhúsinu var þröngvað niður í allt of mikil þrengsli á fjórða áratug síðustu aldar og fær alls ekki notið sín á borð við það sem Guðjón Samúelsson, þáverandi húsameistari ríkisins, vildi.

Í erlendum borgum er reynt að láta fögur og merk stórhýsi njóta sín. Engum Norðmanni myndi detta í hug að fara að hrúga niður hótelbyggingum á hinum langa og fallega reit fyrir framan norska Stórþinghúsið.

Meðan hægt er að hindra það að hús Alþingis og fallegu húsin vestar í Kirkjustrætinu verði aðþrengd að hótelsteinkumböldum verður að finna gera nýja tillögu um endanlegt fyrirkomulag húsa milli Austurvallar og Ingólfstorgs sem kæfir þetta svæði ekki í steinsteypu.

 


mbl.is Vill loka Kirkjustræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Money make the world go round. Það hefur því miður ekkert breyst Ómar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 13.7.2012 kl. 21:58

3 identicon

Unnið er eftir löngu úreltu deiliskipulagi. Það er eins og það vanti alla tilfinningu fyrir því að leyfa húsum að njóta sín, að leyfa götumynd að njóta sín, að leyfa fínlegum arkitektúr gömlu Reykjavíkur að njóta sín. Hvað varð um tillöguna sem samþykkt var í Skipulagsráði 2008  um að "...miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði..."

http://www.ekkihotel.is/

Guðríður Adda Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 23:30

4 identicon

Alltof stór hluti þess fólks sem byggir landið er á kúpunni og þetta er á dagskrá???? Það er ekkert skrítið að stjórnmálamenn í mörgum öðrum löndum lifi ekki lengi. Feginn er ég að þekkja engan stjórnmálamann persónulega. Ég myndi skammast mín.

Hulda Björg (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband