Tvær markaðshugmyndir sem tröllríða öllu.

Um daginn var afar fróðlegur þáttur á Rás 1 um bestu markaðshugmynd allra tíma. Það var jólasveinninn, byggður á munki, sem lést fyrir 1600 árum. Í kringum hann og jólahátíðina er velta sem er meiri en nemur nær öllum öðrum hlutum hagkerfis heimsins, hernaðarútgjöld meðtalin.

Hér á landi er byrjað að "plögga" og stunda "lobbýisma" vegna jólanna strax í september með forsölum jað alls konar viðburðum og smám saman nær takmarkalausri síbylgju auglýsingamennsku.

Allir virðast ætla að græða á Jesúbarninu og jólasveininum. Á sínum tíma reddaði Gáttaþefur því að ég gat borgað skattinn á morgni gamlársdags.

Önnur markaðshugmynd sækir á, ár frá ári. Það er verslunarmannahelgin sem verður æ stærri á alla lund.

Nú er þegar liðinn mánuður síðan byrjað var að flytja "fréttir" hér og þar sem tengdust Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og keppinautar hennar láta ekki sitt eftir liggja.

Lítil takmörk virðst fyrir því hvað er hægt að tengja við þessa markaðshugmynd, sem tröllríður öllu vikurnar á undan herlegheitunum.

Þegar föstudagurinn fyrir helgina rennur upp verður hin árlega fyrsta frétt á öllum ljósvakamiðlum: "Umferð er farinn að þyngjast út úr borginni".  Beinar útsendingar frá Ártúnsbrekku og öðrum slíkum stöðum með stærstu ekkifréttum ársins, að "umferð sé farina að þyngjast út úr borginni" síðla á umræddum föstudegi, - nokkuð sem gerst hefur þennan dag ár hvert í meira en hálfa öld.

Þar með kemst nær ekkert annað að í 4-5 daga en fréttir af verslunarmannahelginni og seint á mánudag kemur svo stóra ekkifréttin: "Umferð á leið til borgarinnar er farin að þyngjast".

Fyrsta frétt, ár eftir ár, þennan dag.


mbl.is Fjöldi hátíða um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á þriðjudaginn koma svo fréttir um að einhverjir hafi verið fullir og vitlausir á samkomum helgarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.7.2012 kl. 15:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Út á margt hann Ómar setur,
ekkert karlinn lengur getur,
leysir mikinn vind í vetur,
visið er hans sálartetur.

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 15:21

3 identicon

Bríminn illsku hornin ber

með fúlu sálar tetri

kveðskapurinn illa fer

klesstur undan vetri

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 15:35

4 identicon

Og sú þriðja sem sækir á.

Fermingar maður, fermingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 16:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undir Logi alltaf mígur,
átta naut á daginn sýgur,
upp á fer hann átján kvígur,
apinn svo um loftið flýgur.

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 16:18

6 identicon

Ekki gleyma svo fréttamennskunni eftir verslunarmannahelgi þegar hver útvarps- og sjónvarpsvíkingurinn á fætur öðrum fer að spjalla um haustið, að veðrið sé nú orðið svona og svona, fyrsta haustlægðin á leiðinni, kalt úti, ómögulegt sé að fara lengur í ferðalög og gott sé að vera innan dyra. Þetta hefur farið í taugarnar á mér undanfarna áratugi sérstaklega vegna þess að ágúst og september eru frábærir mánuðir. Stundum eru jafnvel meiri hitar í ágúst en í júlí.

Einu sinni var hvítasunnan upphaf og endir ferðalaga, svo var það fyrsta helgin í ágúst, þá verslunarmannahelgin. Það sem er þó best í þessu eru bæjarhátíðir sem haldnar eru um allt sumarið og eru flestar vel sóttar. Enn virðist verslunarmannahelgin vera fyrst og fremst til drykkju.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 17:59

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við Steina Briem mætti segja:

Býrð þú yfir leiðri lund

og ljótar glæður kveikir.

Með ætttarmót frá hrafni og hund,

heggur bæði og sleikir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2012 kl. 18:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Þú hefur tvisvar haldið því fram hér á bloggi Ómars Ragnarssonar að ég sé geðveikur og ég get því sagt hér hvað sem er við þig, til dæmis að þú sért nauðgari, elsku kallinn minn.

Það er þá kaup kaups.

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 18:17

9 identicon

Hehe, Gunnar, hver á þessa? En fyrst þetta er níðvísukeppni þá á það við, því hún á við þá sem eru....uuuu....t.a.m. dónar.

Hér færðu eina  til þín Steini, en hún er eftir Slána.

Hvar sem á þig litið er

illa situr matið

vitið í þér oftast fer

út um skitu-gatið

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 18:56

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Logi,

Þú getur ýtt samtímis á shift og enter til að ekki komi bil á milli lína í vísum.

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 19:29

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Af því að þið eruð komnir í þennan gír, þá var þessi hérna í Bændablaðinu um núverandi Umhverfisráðherra:

En Svandísi er þó ekki alls varnað, eins og fram kom í vetur í baráttu hennar gegn ljósmengun. Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi og skáld á Strandseljum kvað þá:


Svandís enn við reglur rjálar,
ráðsnilld hennar fær ei hrós.
Verndar myrkur sinnar sálar
svo þar skíni aldrei ljós.

Þetta er alveg rétt hjá Ómari; að fréttamenn ættu nú kannski að reyna að sýna smá lit í fréttamennskunni. Allavegana gætu þeir kannski tekið eitthvað af þessu ljósi, sem Svandís er búin að banna og notað það í toppstykkið hjá sér. 

Sindri Karl Sigurðsson, 30.7.2012 kl. 19:53

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Shift og enter, takk fyrir þetta Steini. Gott að vita.

Ég held að Kolbeinn í Kollafirði hafi samið vísuna, er þó ekki alveg 100% viss. Kolbeinn var frægur hagyrðingur á fyrrihluta 20. aldar. Tilefni vísunnar var að einhver skrifstofumaður orti háðvísu um Kolbein. Kolbeinn hafði ekki mikið álit á skrifstofumanninum og kallaði hann "stíuraft" og svaraði honum svona:

Skotið hefur skeyti að mér
skitinn stíuraftur.
Svo það er best ég svari þér,
svívirðingum aftur.

Býrð þú yfir leiðri lund
og ljótar glæður kveikir.
Með ættarmót frá hrafni og hund,
heggur bæði og sleikir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2012 kl. 20:02

13 identicon

Innbyggjarar í "essinu" sínu!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 20:25

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við erum alveg hroðalegir!

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 21:26

15 identicon

Þær eru margar góðar á "leirnum" í Bændablaðinu. Man eftir einni sem á við okkur alla, hroðalegir sem við erum  eður ei. Ku vera eftir aldraðan Eyfirðing ef ég man rétt.

Lífið, það er lítilsverð
leit að skjóli og brauði
upphafið er uppáferð
og endirinn er dauði

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:41

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess ber að geta að lengst af í starfi mínu sem fréttamaður eyddi maður mikilli orku til sálar og líkama við að keppast við aðra fjölmiðla í fréttaflutningi af umferð bíla og fólks um verslunarmannahelgina og fékkst við myndatökur af henni bæði af landi og úr lofti.

Ómar Ragnarsson, 31.7.2012 kl. 00:16

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Svo eru líka allar fréttirnar af fíkniefnamálunum. Það er semsé verið að óskapast yfir einhverju fólki sem kýs neyta annarra vímugjafa en áfengis, á sama tíma og allt er bókstaflega á floti í áfengi og fólk ælandi, berjandi og nauðgandi úti um víðan völl, meðan sumir eru í rólegheitum að fá sér í haus í tjaldinu sínu.

Merkilegt.

Theódór Gunnarsson, 31.7.2012 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband