Eins gott að þeir frétta ekki af minni leit.

Ég sagði frá því hér á blogginu í fyrradag þegar ég var fyrir nokkrum árum kominn í kapphlaup í hörkuleit sem björgarsveitarmaður og fréttamaður að flugvél sést hafði hrapa og hverfa inn af Kárahnjúkum.

Flugmálastjórn og björgunarsveitir voru komnar í málið og stóðu fyrir leit og björgun sem björgunarsveitarmenn og lögregla tóku þátt í og ég var nú orðinn þátttakandi í í kapphlaupi um það að finna hina hröpuðu flugvél.  

Miðað við það flugvélin hafði sést hrapa niður í gljúfur og ekki fundist í á annan klukkutíma var ég að sjálfsögðu viðbúinn hinu versta ef ég fyndi flugvélarflakið og lemstraðan ef ekki dauðan flugmanninn inni í því.

Síðan kom í ljós að hin týnda og hrapaða flugvél hafði verið TF-FRÚ og flugmaðurinn hrapaði, líklegast dauður, var ég sjálfur. 

Nánari málsatvik eru rakin í bloggpistlinum og birt vísan sem ég gerði þegar leitinni var hætt:

Á ofsahraða um illan veg 

ók ég, fréttaþyrstur.

Í eigið flugslys æddi ég

og ætlaði að verða fyrstur.

Kristján Hreinsson hefur gert vísum um leit erlendu konunnar að sjálfri sér og birti ég hana hér með leyfi höfundar:

Merkileg vor ævi er,

elskulegu vinir.

Margir leita að sjálfum sér

en sumir meira en hinir.

Eins gott er að leit mín að eigin flugvélarflaki og hugsanlelga líki berist ekki út í heim. Þá held ég að aðrar þjóðir myndu verða gáttaðar á því sem gerst getur hér á klakanum.


mbl.is „Sjálfsleitin“ vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snyrt og þvegið fagur fljóð

ferðast um í sveitinni.

Orkurík og afar góð

og öflugust í leitinni

 kv

Magnús frá Sveinsstöðum

Magnús Ólafsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 17:07

2 identicon

Ég er alls ekki að djóka.

Þú skalt ekki fara í jóka

þó ekki þekkir sjálfan þig.

Upp um öll fjöll og fyrnidi

Skalt ferðast um á Íslandi,

þar kemstu á hærra þroska-stig.

Og það er létt á Íslandi

og eiginlega gargandi

snildin, - að finna sjálfan sig.

JJ (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 19:36

3 identicon

Mér finnst eins og það vanti einhver orð í þennan texta þar sem hann er lítið meira en skiljanlegur og talsvert ruglandi, eða þá að ég sé svona tregur.

Kv. Dagur

Dagur (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband