Landfræðilegar aðstæður. Einskis virði náttúra sem ekki er til.

Það fer mjög eftir landfræðilegum aðstæðum og vindátt, hve illskeytt óveður verða. Ekki þarf að fjölyrða um lætin hlémegin við fjöll í norðanátt eins og á Snæfellsnesi, á Kjalarnesi, undir Ingólfsfjalli, Eyjafjöllum og sunnan við Vatnajökul.

Þetta þurfa helst allir Íslendingar að þekkja og haga sér eftir því.

Svo ég nefni dæmi, er þetta daglegt viðfangsefni fyrir mig, af því að TF-FRÚ stendur úti við Hvolsvöll og því er ekki sama hvar hún er, hvernig hún snýr og hvernig hún er fest niður. IMG_5636

Í óveðrinu í september flúði ég með vélina frá Selfossi austur á Hvolsvöll áður en veðrið versnaði. Ástæðan var sú að mjög misvindasamt getur orðið suður undir Ingólfsfjalli í þessari vindátt, og þannig varð það líka.

Núna hefur vindurinn þar snúist sitt á hvað úr vestri, austri og norðri, meðalvindurinn verið 14m/sek en slegið upp í 34m/sek í hviðum.

Hugsanlega hefði hún skemmst í átökunum sem voru í byljóttum vindinum á Selfossflugvelli. IMG_3453

Vindstyrkurinn er ekki aðalatriðið heldur það hve stöðugur hann og vindstefnan eru og á myndunum má sjá góða menn vera að setja niður festingar fyrir FRÚna við Hvolsvöll svo að ég hef getað átt þar góða sumardaga. .IMG_3456 IMG_4792

Í norðanátt er stöðugur vindur vestan við Hvolsvöll, og þótt hann slái upp í 26 metra á sekúndu, sést að það er aðeins 7 metrum meiri vindur en meðaltalið og, það sem mest er um vert, stöðug norðanátt en ekki sviptibyljir eins og sunnan við Ingólfsfjall. Ef vélin stendur örlítið á ská upp í stöðugan vindinn á hún ekki að vera í hættu, jafnvel þótt vindurinn fari upp undir 30 m/sek.

Norðanvindurinn leggst óhindraður eftir langri leið sinni frá miðhálendinu suður um sléttlendið og Rangárvelli og þess vegna er hann svona stöðugur.

Á Reykjavíkurflugvelli hafa hviðurnar komist upp í 33m/sek sem er jafngildi fárviðris.

Þegar fólk telur sig þurfa að vera á ferli í hvössu veðri getur verið gott að skoða vindáttina á korti og sjá hvernig loftið streymir.

Í dag hefur verið bæði sviptimyndasamara og meira rok hér í Reykjavík en austur á Hvolsvelli.

Jón Logi Þorsteinsson, bóndi á Vestri-Garðsauka, hefur auga með FRÚnni á túni sínu og ég fæ róandi símtöl frá honum eftir atvikum. IMG_5893

Frá túninu við Hvolsvöll blasir Hekla við eins og sést á meðfylgjandi mynd. Vitað er að land við Heklu hefur risið upp fyrir það sem það var fyrir gosið árið 2000. Það er því "kominn tími á hana" og hún getur gosið hvenær sem er og að þá verði ekki hægt að gefa viðvörun eins og 2000 nema með allt niður í 30 mínútna fyrirvara.

Þetta er ein af ástæðum þess að það getur verið ágætt að hún sé í kallfæri við fjallið, sem og Kötlu, en það virðist vefjast fyrir mönnum hvernig á að leggja mat á ástand hennar.IMG_5876

Set hér inn við hentugleika mynd eða myndir, sem nýlega voru teknar úr FRÚnni. Haustið getur oft gefið birtu og liti sem aðrar árstíðir búa ekki yfir. IMG_5880

Vegna tæknilegra atriða gat ég ekki birt þessar myndir um daginn, en þær sýna kvíslamynstur Skaftár fyrir ofan og neðan Skaftárdal og einn af fjölda fossa, sem þar eru í ánni. IMG_5867

Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar, þar sem til stendur að taka ána í burtu og eyðileggja þar með þessi náttúrufyrirbæri,  eru þau ekki til ! Ekki minnst orði á þau.

Og líklega er eftirsókn frægra erlendra myndatökumanna og aðdáun á kvíslamynstri og fossa- og flúðaflóru íslenskra vatnsfalla bara bull í vitleysingum og því engin ástæða til að eltast við slíkt.  

FRÚin hefur ekki komið til Reykjavíkur í tvö ár, en ef og þegar snjóalög fara að gerast mikil fyrir austan fjall og myrkur meira en 2/3 sólarhringsins er betra að hún verði við Reykjavíkurflugvöll, sem er mokaður, heldur en fyrir austan. IMG_4792


mbl.is Fór yfir 60 metra á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna undir hádegi var andsk. hvasst hérna, en til þess að gera jafnvinda. Á Rangárvöllum sé ég mold/sand/öskufok, og svo ku hafa verið illt undir fjöllum, en hér hefur sloppið með svona "almennt leiðindarok".
FRÚin náði loks að strekkja vel á spottanum á vinstra væng, en ég get hreyft hana til á spottanum hægra megin, sem er ekki alveg í strekk.
Legg það til að setja aukaspotta til vinstri í færanlega ballast sem hún hreyfir ekki, - vinstri spottinn mætti vera betri. Þú segir til.

p.s. við erum fleiri sem lítum til hennar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 16:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er að spyja að hugulseminni og ég tek þessu tilboði með miklu þökkum.

Ómar Ragnarsson, 2.11.2012 kl. 19:26

3 identicon

Kíktu í póstinn hjá þér kall, þar eru myndir sem þú getur límt ;)

FRÚin er þarna bundin í mikið eðaltæki ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband