"Ég heiti Petraeus, - David Petraeus."

"Ég heiti Bond, - James Bond", er fræg setning, sem þessi mikli töffari segir að minnsta kosi einu sinni í hverri mynd. Þetta segir hann gjarnan við glæsikvendi áður en tekið er til við krassandi kynni.

Sögunni fylgir að númer Bonds sé 007 og að hann sé "licenced to kill." 

Nú kemur í ljós að agent hans hátignar Barack Obama, númer 001, hefur ekki aðeins leyfi til að drepa ef þess er talið þurfa og bæta nýjum líkum við lík Osama bin Laden og þúsunda annarra, sem CIA hefur á samviskunni, heldur hefur hann lengi verið að fikra sig örlítið inn á kvennafarsbrautir Bonds og auðvitað stundað það sem "top secret", annað væri úr stíl við forstjóra öflugustu og frægustu leyniþjónustu heims 

Það er bragð að þessu og dramatískar lögregluaðgerðir smyrja kryddi á feril 001, sem kannski hefur verið enn meira í Bond-stíl en nú er vitað um og kannski fleiri en ein ástkona, sem hann hefur mælt við hin spennandi orð: "Ég heiti Petraeus, - David Petraeus."

Annars er tvöfeldni helstu ráðamanna heims í svona málum ekkert nýnæmi. Forsetarnir Eisenhower og Roosevelt áttu hjákonur og fjölþreifni John F. Kennedys var orðlögð. En enginn þessara þriggja þurfti þó að segja af sér.  


mbl.is Leitað á heimili ástkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband