Ógleymanlegasta myndin í minni mínu.

"Íslensk náttúra er undirstaða lífs í landinu og því ber öllum að virða hana og vernda."

Þannig hljómar fyrsta setningin um íslensk náttúruöfl og sambúð þjóðarinnar við þau í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 

Slæmt veður, sem sífellt er verið að spá, það nýjasta fyrir næstu helgi, hafði valdið því að allur Vestmannaeyjaflotinn var í höfn að kvöldi 23. janúar 1973. 

Þess vegna gekk svo vel að flytja alla íbúana burt. 

Ég var vakinn rétt fyrir klukkan eitt og varð því með þeim fyrstu sem komst til eyja og hinn eini sem flaug þangað neðar skýjum á þáverandi TF-FRÚ. 

Þess vegna varð ég líka einn um það að þrykkja inn í minni mitt einstæðri sjón sem enginn annar sá, að koma lágt á móti lýsandi ljósakeðju bátanna sem streymdu frá eyjum og sjá flóttafólkið standa á þilförum bátanna. 

Í baksýn var Heimaey með ljósunum í bænum og tveggja kílómetra eldveggurinn á bak þvið þau. 

Ég var að vísu bæði með ljósmyndavél og kvikmyndatökuvél en birtuskilyrðin á þessu augnabliki voru ekki nógu góð til að ná almennilegri mynd. 

Ég hef verið á vettvangi og upplifað allar helstu hamfarir og stórslys hér á landi í hálfa öld, marga tugi þeirra, en þessi mynd sem ég þarf ekki annað en að loka augunum til að sjá fyrir hugskotssjónum, er sú lang magnaðasta og einstæðasta. 

Kannski verður með nútíma tækni hægt að búa hana til eftir þessari lýsingu og væri þá flottast að ljósmyndarinn væri aðeins fyrir aftan og ofan FRÚna þar sem hana ber við fremsta bátinn í flóttanum. 

 


mbl.is Spá stormi og snjókomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Íslensk náttúra er undirstaða lífs í landinu og því ber öllum að virða hana og vernda."

Enn eitt dæmið um makalaust vitlaust orðalag í stjórnarskrá.

"Öllum ber að virða hana og vernda"?? Engin getur svarað því hvað nákvæmlega í þessu felst.

Í viðtali Björns Bjarnasonar 16. jan. sl. við Davíð Oddsson,  HÉR , segir Davíð að hrossakaup hafi átt sér stað innan stjórnlagaráðs við þetta samsuðumall. Þegar hann spurði einn stjórnlagaráðsmanninn um hvernig einhver tiltekin atrið gátu eiginlega lent þarna inni, þá var svarið á þá leið að "ráðsmennirnir" þurftu að semja sín á milli um að koma sínum persónulegu hugðarefnum og áhugamálum að. "Ef þú samþykkir þetta hjá mér, þá skal ég samþykkja þetta hjá þér".

Fáránlegt ferli og óvirðing gagnvart stjórnarskránni og þjóðinni allri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2013 kl. 20:44

2 Smámynd: N1 blogg

Þú ert alltaf jafn sjálfhverfur Ómar Ragnarsson: "Kannski verður með nútíma tækni hægt að búa hana til eftir þessari lýsingu og væri þá flottast að ljósmyndarinn væri aðeins fyrir aftan og ofan FRÚna þar sem hana ber við fremsta bátinn í flóttanum."

Hvurn fjandann skiptir þú og þín FRÚ máli í þessum harmleik Vestmannaeyinga?

Veröld rúmlega 5000 Vestmannaeyinga umturnaðist þessa nótt. Heimaey varð aldrei söm og fyrr. Áfallahjálp þekktist varla á þessum tíma - og þú gælir við að endurskapa (með nútíma tækni) þína útgáfu af hamförunum, með þig (að sjálfsögðu) í forgrunni!

N1 blogg, 23.1.2013 kl. 20:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugvélin TF-FRÚ skiptir engu máli út af fyrir sig, enda myndu einkennisstafir hennar ekki sjást í þessu tilfelli og tugir flugvéla af svipaðri gerð voru þá í flugflotanum.

En samkvæmt þessu bloggi N1 mætti ég alls ekki láta búa þessa mynd fyrir mig til að eiga, af því að ég sá þessa sýn einn og það var svo sjálfhverft. 

Þar með væri líklega best fyrir N1 og alla að þurrka allar þær myndir út, sem hafa verið teknar út frá sjónarhorni mínu í fréttum og þáttum°og ættu þá allir að verða ánægðir.  

Ómar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 23:00

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í núverandi stjórnarskrá stendur: "Eignarétturinn er friðhelgur." Samkvæmt þínum skilningi, Gunnar, "gefur enginn svarað því hvað nákvæmlega í þessu felst."

Lýsing Davíðs um vinnubrögð hjá stjórnlagaráði og hann lýsir svona: "ef þú samþykkir þetta hjá mér skal ég samþykkja hjá þér" og hann segist hann hafa eftir einum stjórnlagaráðsmanni, er fráleit aðdróttun um hrossakaup og "black mail" sem ég vísa alfarið til föðurhúsanna.

 Í gögnum um starfsemina má til dæmis sjá að ég lagði ýmist einn eða með öðrum fram tillögur sem voru ýmist felldar eða samþykktar í atkvæðagreiðslum eins og gengur.

Ég hef bara ekki það ímyndunarafl að vegna afdrifa þessara tillagna hafi ég verið í braski við aðra fulltrúa með atkvæði mitt varðandi þeirra áhugamál til að vinna þetta upp.

En það voru auðvitað vonbrigði fyrir Davíð að stjórnlagaráð skyldi komast að niðurstöðu um eina stjórnarskrá en ekki margar eftir að hver höndin hefði verið upp á móti annarri.

Og hann finnur auðvitað enga skýringu en þau vinnubrögð sem hann virðist þekkja svo vel.  

Ómar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 23:21

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt mjög skýrt þetta ákvæði "Eignarétturinn er friðhelgur" og ómögulegt að misskilja það. Að "öllum beri að virða og vernda náttúruna" er hins vegar afar óljóst og útilokað að virða þetta ákvæði því ef fara ætti eftir því þá mætti engu raska í náttúrunni.

En það er auðvitað það sem Ómar og hans kónar vilja.

"Eina stjórnarskrá en ekki margar"???  Nú botna ég ekkert í þér, Ómar.

Davíð tilgreinir einmitt sérstaklega í þessu viðtali að þær breytingar sem gerðar hafi verið hingað til á stjórnarskránni, og þær eru töluverðar, hafi einmitt verið gerðar í sátt og samstöðu.

Það þýðir ekkert fyrir þetta stjórnlagaráðslið að reyna að breyta sögunni. Skömm þess skánar ekki við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2013 kl. 02:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Birgir Ármannsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi 28. nóvember 2009:

"Lögskýringargögn er það sem við leitum í þegar við erum að túlka ákvæði laga og það er alveg skýrt að þau lögskýringargögn sem skipta máli í þessu sambandi eru greinargerð með frumvarpinu, framsöguræða flutningsmanns og nefndarálit þeirrar nefndar sem um málið fjallaði."

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 33. gr. Náttúra Íslands og umhverfi


Frumvarp Stjórnlagaráðs með skýringum - Um 33. gr. sjá bls. 78-82

Þorsteinn Briem, 24.1.2013 kl. 05:30

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnlaganefndin, sem lét okkur í té 800 blaðsíðna efni, útbjó fyrir okkur mismunandi hugsanlegar útgáfur á einstökum ákvæðum og við hefðum auðvitað getað farið auðveldu leiðina og sett fram tillögur að tveimur eða jafnvel fleiri stjórnarskrá.

Það er fráleit túlkun á ákvæðinu um náttúru Íslands að það feli í sér að við engu megi hrófla. Einungis er áréttað það sem við höfum þegar samþykkt í Ríó sáttmálanum um að bera virðingu fyrir náttúrunni, láta hana njóta vafans, ef hann er uppi, og stunda sjálfbæra þróun eftir megni. 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2013 kl. 07:38

9 identicon

Áttu ekki mynd af bátunum Ómar? Ég man ekki eftir að hafa séð slíka.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband