Aftur til fortíðar, og er það vel.

Fyrstu aldir Íslandsbyggðar var siglt frá fleiri en einni höfn beint til og frá útlöndum. Eyrar (Eyrabakki) og Gáseyri við Eyjafjörð voru þekktastar og héldu velli langt fram eftir öldum.

Stundum er orðalagið "aftur til fortíðar" notað í frekar neikvæðu skyni en í þetta sinn er hægt að segja að þessi tímamót séu afar merkileg og mikilvæg fyrir okkur Íslendinga og sérstakt fagnaðarefni.

Beinir og hraðir flutningar milli Íslands og annarra landa eru grundvöllur undir velmegun hér á landi.

Þannig eru beinir flutningar á fiski forsenda þess að hægt sé að selja íslenskar fiskafurðir á hæsta mögulega verði.


mbl.is Samskip boða nýja siglingaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar þar í stafni stendur,
stoltur étur skjaldarrendur,
nú við útrás kallinn kenndur,
í Kongó á hann veiðilendur.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband