Gott að ekki var ráðist á bryggjuhúsin.

Í bloggpistlinum næst á undan þessum greini ég frá því að Norðmenn hefðu sett mynd af stolti sínu á heimsminjaskrá UNESCO utan á ferðahandbók um Noreg af því að varla væri hægt að hugsa sér meiri rós í hnappagatið. Nánar tiltekið var hér um að ræða bryggjuhús Hansakaupmanna í Björgvin.

Húsin fela að sjálfsögðu í sér mikinn eldsmat og liggja þétt saman og því hrökk ég við þegar ég heyrði fyrst fréttirnar um íkveikjurnar í timburhúsum í Borginni.

En sem betur fer var ekki ráðist á bryggjuhúsin og verður vonandi ekki gert, enda gera Norðmenn sér grein fyrir gildi gæðastimpils UNESCO þótt þáverandi sveitarstjóri Mývatnssveitar hafi hér um árið þótt hann einskis virði.   

Þeir sem heyra og sjá svona frétt um "hernað gegn húsum" gefa sér það flestir að árásaraðilinn sé geðveikur.

Hins vegar eru þeir, sem hafa verið og eru enn tilbúnir til að leika sér að eldinum við Mývatn taldir halda fram stefnu "skynsamlegrar, umhverfisvænnar ,endurnýjanlegrar og hreinnar nýtingar" háhitaorkuframleiðslu með 90 megavatta virkjunar 2,8 kílómetra frá næstu byggð og fjóra kílómetra frá vatninu, en þeir sem benda á að nöturleg reynsla af virkjunum á Hellisheiði gefi tilefni til varúðar eru taldir klikkaðir "öfga-náttúruverndarmenn."


mbl.is Mikill eldsvoði í Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér Ómar, búin að koma í og við þessi hús og þetta er rosalega fallegur staður, mikið sjarmerandi.

Hafdís (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband