Hernaðurinn gegn vatninu.

Þegar hin mikla tímamótagrein Halldórs Laxness "Hernaðurinn gegn landinu" var skrifuð 1970 var það á ári stórkostlegrar árásar á lífríki Laxár og Mývatns. Þeirri árás var hrundið, en það dapurlega var að það skyldi þurfa dínamit til.

Strax í kjölfarið fylgdi Kísiliðjan með tilheyrandi vinnslu úti í vatninu, en þetta fyrirbrigði olli því að umsókn Íslendinga um að Mývatn, eins og Þingvellir, kæmust á heimsminjaskrá UNESCO, var hlegin út af borðinu hjá UNESCO.

Þegar ég á sínum tíma benti þáverandi sveitarstjóra á gildi slíkrar viðurkenningar og sýndi honum norskan ferðamannabækling þar sem staður með þessum stimpli blasti við á forsíðu sagði hann slíkt væri einskis virð hér á landi.

Síðan hefur lífríki vatnsins hnignað jafnt og þétt og nú er ekki aðeins sótt að því með ágangi ferðamanna, heldur líka með fyrirætlunum um stórfelldri árás á hið einstæða samspil jarðmyndana og lífríkis sem Mývatn er.

Í fullum gangi er "hernaðurinn gegn vatninu" sem hefur í raun staðið í 44 ár en er að ná nýjum hæðum.


mbl.is Mývatn á rauða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landvernd hefur farið formlega fram á það við stjórn Landsvirkjunar að fyrirtækið stöðvi nú þegar framkvæmdir við fyrirhugaða [Bjarnarflags]virkjun og vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.

Þú getur tekið undir þessa kröfu með því að skrá nafn þitt á
heimasíðu Landverndar."

Þorsteinn Briem, 11.4.2013 kl. 17:37

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minni á grein Gísla G. Auðunssonar um náttúruvernd í Morgunblaðinu í dag. Sú grein segir allt sem segja þarf um þau áform sem hægri flokkarnir bíða óþreyjufullir eftir að fullnusta .

Árni Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband