Afganistan aftur ?

1979 komu Sovétmenn á kommúniskri leppstjórn í Afganistan og studdu hana að sjálfsögðu eins og þeir hafa stutt stjórn Assads í Sýrlandi.

Vesturveldin studdu múslimska uppreisnarmenn í Afganistan, sem andæfðu kommúnistastjórninni og sovéska innrásarliðinu og Vesturveldin stóðu sömuleiðis fyrir refsiaðgerðum á hendur Sovétmönnum, sem eyðilögðu tvenna Ólympíuleika í röð.

Þegar kommúniska leppstjórnin hraktist frá völdum í kjölfar þess að Sovétmenn fóru með her sinn úr landinu, tóku uppreisnarmenn, talíbanar, við völdunum með þeim afleiðingum að 2001 varð það hlutverk Bandaríkjamanna að fara með svipaðan hernað og Sovétmenn 1979  inn í Afganistan á hendur svipuðum öflum.

Þarna lentu Kanarnir í því  að gera það sama og þeir höfðu fordæmt Sovétmenn fyrir 1979.

Nú er ekki víst að hægt sé að öllu leyti að líkja því sem er að gerast í Sýrlandi við hörmungarnar, sem Afganar hafa gengið í gegnum í meira en þrjátíu ár.

En sumt af því, sem nú fréttist um, vekur ugg um það að ekki verði auðveldara fyrir Vesturveldin að reyna að hafa stjórn á atburðarásinni og ástandinu í Sýrlandi heldur raun varð á í Afganistan.

Síðustu fréttir herma nú, að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands séu sameiginlega að leita að leiðum í gegnum sérstaka ráðstefnu til þess að finna lausn á vandamálum vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi.

Það bendir til þess að þeir átti sig á því að staðan sé miklu flóknari og óljósari en fyrr var haldið.  


mbl.is Sýrlandsher þrengir að uppreisnarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú gefur þig út fyrir að vera sögumaður, Ómar, en hvernig í ósköpunum geturðu látið frá þér fara annað eins og þetta (feitletrun mín):

"2001 varð það hlutverk Bandaríkjamanna að fara með svipaðan hernað og Sovétmenn 1979 inn í Afganistan á hendur svipuðum öflum. Þarna lentu Kanarnir í því að gera það sama og þeir höfðu fordæmt Sovétmenn fyrir 1979."

Þessi samlíking er jafnmikið út í hött eins og að líkja innrás þýzka hersins í Holland, Belgíu, Danmörku og Noreg 1940 við frelsun þessara landa 1945; raunar komst samanlagt mannfall í þeim löndum ekki í hálfkvisti við mannfórnir Afgana af hendi sovétmanna 1979-1989.

Ómar Ragnarsson er sögulaus maður í Afganistan-málum.

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 22:58

2 identicon

Sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar síðuhafi !

Taktu ekki nærri þér; einsýnis einglyrnis sjón Jóns Vals, þessa þvermóðskufulla Fjölfræðings, á stöðu þessarra mála, austur í Asíu.

JVJ; var að hrökklazt sneyptur, fyrir stundu - af minni síðu, fyrir viðlíka orðaleiki, þessum málum að lútandi, blessaður drengurinn.

Þröngsýni Jóns Vals; sem beturvizku orðaleppar ýmsir, kunna að reynast honum enn þrengri fjötrar um fætur, en hann hefir nokkurn tíma náð, á undanförnum árum - sem og áratugum, þegar ég last hans fyrstu ritsmíð, sem ég eftir mundi, Haustið 1973, misminni mig ekki, um ''Súra brauðið Bakarans, og staðreyndir um Chile''í Mbl., til dæmis að taka.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - með von um skjótan hugmyndafræði legan afturbata Jóns Vals; vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 23:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ekki að ræða hér um efni máls, Óskar Helgi, og ættir því fremur að þegja.

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 23:38

4 identicon

Sælir; aftur !

Jón Valur !

Ert þú; sérstakur ritstjóri, og ritskoðunarmaður Ómars Ragnarssonar ?

Mbkv. á ný - öngvum þó, til Jóns Vals /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 23:43

5 identicon

Jón Valur: Þú þreytist ekki á að verja innrás BNA í Afganistan eða glæpaverk NATO yfirleitt. Talebanar, Norðurbandalagið (hinir illræmdu ,,Warlords" og það sem yfirleitt er kallað Al-Qaeda, spretta úr hópum mujaheddína sem CIA fóðraði og hreinlega bjó til á sínum tíma.

Á sama hátt og KLA-glæpalýðurinn var búinn til í Júgóslavíu, og á sama hátt og verið er að fóðra uppreisnarmenn í Sýrlandi núna.

Þú ert líka haldinn þeirri reginfirru að ímyndað þér einhverja innrás í Afganistan í mannúðarskyni, og hefur kallað innrásina "löghelg[aða] innrás með samþykktum Sameinuðu þjóðanna" - sem er alrangt.

Kannski væri hollt fyrir þig að sjá listann sem Wesley Clark taldi upp yfir þau lönd sem BNA höfðu fyrir löngu ákveðið að taka yfir: Írak, Afganistan, Sýrland, Lýbía, Sómalía, Súdan og að lokum Íran.

Um þetta snúast þessar innrásir: Framtíðarskipan mála Vesturveldunum í hag, og óheftur aðgangur að olíu, ma. fyrir hervél framtíðarinnar - enda skiptir olía sköpum, hún er valdatæki.

Afganistan hefur vissulega þá sérstöðu að þar er engin olía - en þar eru verðmætir málmar og óhemju mikið herfang í ópíumrækt - sem Talebanar bönnuðu reyndar, en er nú komin á fullan skrið aftur.

Afganistan verður mjög mikilvæg flutningaleið með tíð og tíma, til að flytja gas frá Kaspíahafi. Það stóð m.a.s. til að leggja leiðslu frá Kaspíahafi gegnum Afganistan og Pakistan alla leið til Indlandshafs, en þau plön döguðu uppi vegna andstöðu - já, einmitt: Talebanastjórnarinnar. Lestu um þessa leiðslu sem aldrei var lögð, fyrirtækið hét UnoCal, og einn starfsmaður þess hét Hamid Karzai ..

Allt þetta skiptir máli og engin tilviljun að ráðist var þarna inn, þó þú kjósir að ásaka Ómar um lélega sögukunnáttu.

,,Sögukunnátta" er oft ekki annað en sjónarhornið sem hver og einn velur sér.

Réttlætingin fyrir innrásinni í Afganistan voru fjöldamorðin í New York 11. september 2001. Það hefur aldrei nokkurntímann sannast að nokkur tengsl hafi verið milli Talebana og árásarmannanna 11. september, og bendi ég á í því sambandi ítarlegar rannsóknir Elíasar Davíðssonar vinar míns einmitt hvað þetta atriði varðar.

kv - Halldór Carlsson

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 03:00

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, treystu á Elías Davíðsson í því efni, það er eins og að treysta á næfurþunnan ís!

Samsæriskenningar hans, að eigna bandarískum stjórnvöldum árásina á Tvíburaturnana, eru jafnheimskulegar og þær eru ófyrirleitnar, og hef ég engar áhyggjur af því, að Ómar falli fyrir síkri fásinnu. Næg vitneskja er til um, að al-Qaídamenn stóðu að þessari árás og sendu sína menn í flugvélarnar. Sú aðferð var reyndar miklu eldri en svo, þótt ekki hefði tekizt fyrr.

Bandaríkin hafa engan fjárhagslega hag af friðargæzlu sinni í Afganistan, og alltaf hefur það verið ásetningur þeirra að hverfa þaðan með herlið sitt. Friðargæzluliðið er þar að auki fjölþjóðalið og með fullu og margendurnýjuðu umboði Sameinuðu þjóðanna og í samvinnu við þarlend stjórnvöld, sem landsmenn fengu lýðréttindi til að KJÓSA vegna þessarar umbreytingar eftir innrásina 2001, fyrir utan að þeir fengu þá málfrelsi og prentfrelsi, og KVENFRELSI jókst þar gríðarlega og stúlkum leyft að sækja þar skóla, en hins vegar er grimmd og ómennska talíbana þvílík, að þeir ráðast á slíka skóla og hafa jafnvel brennt heilu stúlknabekkina inni.

Fjarri fer því, að ég hafi réttlætt neina stríðsglæpi af hálfu Breta, Bandaríkjamanna eða annarra í fjölþjóðahernum í Afganistan. Það á t.d. við um pyntingar og illa meðferð fanga í Abu Grahib-fangelsinu á sínum tíma.

Þögn Ómars hér er reyndar athyglisverð.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 12:09

7 identicon

Kenningar Elíasar að öðru leyti skipta hér engu máli, hvar eru sannanirnar, og í hverju felst þessi sk. ,,vitneskja" um þátt Talebana í árásunum? Er hún kannski jafn áreiðanleg og ,,vitneskjan" um gereyðingarvopn Íraka?

Bandaríkin hafa framtíðarhagsmuna að gæta í Afganistan vegna orkulinda framtíðarinnar: Öll Kaspíahafslöndin; kasakstan, Túrkmenistan, Azeradsjan og Tadsikistan og Kirgistan, eru stútfull af jarðgasi. Eldsneyti framtíðarinnar þegar olíu tekur að þverra.

Ekki láta einsog þú vitir það ekki, Jón Valur - annars fer ég að ímynda mér að þú hafir hentuga valkvæða rörsýn í stað sögukunnáttu.

Og hverskonar heimi lifum við í, þegar stærsta herveldi heimsins byggir upp og fóðrar hópa skæruliða (sk. ,,Al-Qaeda" og Talebanana) - og þarf svo sjálft að berjast við þessa sömu hópa? - Er það yfirleitt trúverðugt, þegar vitað er um öll tengsl þessara hópa við CIA?

Ætli það sama gildi ekki um Sýrland og Afganistan, einsog Ómar bendir á: Eftir fall Assad-stjórnarinnar, og Gaddafi reyndar líka, taka brjálæðingar við sem seinna þarf svo að kljást við, þegar þeir reynast ósamvinnuþýðir vestrænum stórfyrirtækjum?

(Um það snúast þessar innrásir oftast, rétt einsog í rómönsku Ameríku á síðustu öld).

En eitt verð ég að leiðrétta í eigin texta, sem kiptir kannski ekki öllu: Það hefur aldrei verið 100% sannað að Hamid Karzai hafi unnið fyrir UNoCal, en vitað að hann vann fyrir CIA (skvt Wikipediu, sem er ekki alveg áreiðanleg reyndar, en oftast þó).

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 12:46

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kazakstan, Azerbaídsjan og Kirgistan liggja ekki að Afganistan og víða um fjallvegu að fara frá hinum löndunum. Þú sannar ekkert um ágirnd Bandaríkjanna með þessu, Halldór minn. Ég er ekki að verja hagsmuni Bandaríkjanna, heldur tel ég fásinnu að taka mark á getsökum þínum hér, nema hvað mér sýnist, að bandarískir aðilar telji sig hafa hag af því að veikja Sýrland með því að styðja þar islamista gegn stjórn Assads.

Svo ættirðu, áður en þú fullyrðir meira, að kynna þér ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Afganistan, t.d. þessa nr. 1386 frá 20. des. 2001, einnig þessa nr. 1383 (6. des. 2001) og þessa nr. 1378 frá 14. nóv. 2001, þar sem segir m.a.: "Recognizing the urgency of the security and political situation in Afghanistan in light of the most recent developments, particularly in Kabul,

Condemning the Taliban for allowing Afghanistan to be used as a base for the export of terrorism by the Al-Qaida network and other terrorist groups and for providing safe haven to Usama Bin Laden, Al-Qaida and others associated with them, and in this context supporting the efforts of the Afghan people to replace the Taliban regime ..."

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 13:32

9 identicon

Leiðin fyrir óheyrilegt magn af jarðgasi frá Kaspíahafi til Indlands er fyrir mér mun líklegri skýring á áherslu BNA á að skipta um stjórn í Afganistan en ósannaðar getgátur um tengsl sádíarabískra flugræningja 11. september við skæruliða í fjöllum á landamærum Afganistan og Pakistan, þó að hún kunni að virðast fjarlæg í huga þér núna - Þannig hugsa stór hernaðarveldi, einsog upptalning Wesley Clark á löndunum sjö ber vott um, eða ýmislegt sem Zbigniev Brzesinski hefur skrifað, m.a. í bókinni The Grand Chessboard.

Ég sé ekki votta fyrir einni einustu sönnun frá þér fyrir þætti Talebana í fjöldamorðunum 11. september.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 14:22

10 identicon

Svo hafa líklega alveg farið framhjá þér, Jón Valur, myndirnar af herstöð BNA Afganistanmegin við landamæri Írans?

Eða þetta:

,,US forces have already constructed a communications tower and dug some channels in the ground at the site of the base.

Afghan President Hamid Karzai said on May 9 that the US had demanded to keep nine military bases across the war-torn country, adding that, “We are in very serious and delicate negotiations with America.”

On Thursday, however, White House Spokesman Jay Carney rejected Karzai’s remarks, saying that Washington “does not seek permanent military bases in Afghanistan.”

Emal Feizi, a spokesman for the Afghan president, later denied Carney’s claims and said Washington has even chosen some cities for establishing the bases.

On May 2, 2012, Washington and Kabul signed a deal that authorized the presence of US troops for a period of 10 years after 2014, which was the original date agreed earlier for the departure of all foreign combat troopers from Afghanistan. Afghanistan’s Parliament approved the pact on May 26.

Karzai had confirmed for the first time in 2011 that the administration of US President Barack Obama had demanded the establishment of a system of permanent US military bases across Afghanistan.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 14:46

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert of mikið í samsæriskenningum til að ég nenni að eltast við skrif þín og að svara þér, Halldór. Það vita það allir, sem vilja vita, að Osama og al-Qaídamenn gengust við ábyrgð sinni á 11.9. 2011 og hældust af. Hugleiðingar þínar um gasflutningaleiðir læt ég lönd og leið. Friðargæzlan, sem mun enda áður en varir, er ekki til að tryggja Bandaríkjamönnum neitt slíkt, og Bandaríkin fá líka nóga viðbótarolíu (auk sinnar eigin) frá Saúdi-Arabíu.

Þú ert líka að snúa umræðunni hér frá upphaflegu efni: fráleitri samlíkingu Ómars Ragnarssonar á innrásunum í Afganistan 1979- og 2001-.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 15:38

12 identicon

Ég svara ekki fyrir Ómar eða samanburð hans.

- Nei, ég hef meiri áhuga á því hvernig þú réttlætir þessa innrás með ráðum og dáð og hefur gert í skrifum hvað eftir annað - án þess að hafa nokkuð fyrir þér í þessum réttlætingum annað en pólitísk leikrit sem allir hugsandi menn sjá í gegnum - enda margnotaðar aðferðir, fyrr og síðar.

Þessvegna velti ég upp kenningum sem ég tel meira sannleikskorn í en einhverja opinbera yfirlýsingu Bush: ,,We will hunt them down" í helli í fjallahéruðum Afganistan.

Nú má vel vera að aðgangurinn að Kaspíahafi sé langsótt kenning (a.m.k. hefur verið hætt við að leggja UnoCal-leiðsluna - hvað sem síðar kann að verða ..), en ætlarðu að neita því að verið sé að reisa amerískar herstöðvar til langs tíma í Afganistan, rétt einsog í Írak?

Og hver ætli sé tilgangurinn sé með þessum herstöðvum, td. við landamæri Írans?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 16:08

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég neita því að verið sé að reisa amerískar herstöðvar til langs tíma í Afganistan.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 16:19

14 identicon

Það er vegna þess að þú fellur fyrir slunginni orðræðu:

,,WASHINGTON, May 10 (UPI) -- The U.S. government isn't looking to set up permanent military bases in Afghanistan and ongoing presence WOULD BE ON AN INVITATION-ONLY-BASIS, officials said. [Lbr.Hc]

Afghan President Hamid Karzai said he wanted security and reconstruction assurances from the United States in an eventual bilateral security agreement. He added that the U.S. government was looking to establish nine military bases in the country."

Það virðist líka vera búið að samþykkja viðveru bandarísks herliðs til 2024, var samþykkt 2. maí í fyrra. Karzai hefur staðfest að um framtíðarplön sé að ræða.

Ætli þeir hætti að nota þessa, sem Rússar reistu og hefur stækkað mikið, og CIA nota í dag fyrir ,,eftirlit" með Íran?

http://militarybases.com/overseas/afghanistan/shindand/

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 16:34

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefurðu í alvöru trú á, að Obama ætli sér þetta?

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 16:49

16 identicon

Já. Það heitir víst samsæriskenning, en verður gert þannig að fyrrverandi CIA-mujaheddíninn Karzai fer fram á það .. sniðugt

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 16:56

20 identicon

Ef að vestrænar leyniþjónustur og ísraelsstjón mundi hætta að styðja við bakið á þessum hryðjuverkamönnum þá mundu lögmæt stjórnvöld í Sýrlandi fljótt geta komið á röð og reglu í landinu.  Núna fyrst vilja bandaríkjamenn fara að halda einhverja "friðarráðstefnu" um ástandið þegar sýrlenski stjórnarherinn er á góðri leið með að pakka þessum málaliðum saman, sem n.b. eru þeir sömu og USA bjó til í Afganistan undir leiðsögn Osama bin-Laden þegar hann var útsendari CIA.  Þetta er allt vel skjalfest.

Kári (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband