Sama "túrbínutrixið" og fyrir norðan.

Nú er leikinn sami leikur í Helguvík og leikinn var á Bakka við Húsavík í fimm ár.

Áltrúarmenn hengja sig á álverið, sem startað var á ósvífinn hátt 2007 með því að fjórir aðilar af minnst tólf ákváðu að binda hendur allra við það að reisa 360 þúsund tonna risaálver í Helguvík, sem þurfa mun alla fáanlega orku á svæðinu frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið. 

"Túrbínutrixið" er nafngift, sem ég dreg af því hvernig forráðamenn Laxárvirkjunar ætluðu á árunum 1969 og 1970 að þvinga í gegn hinni hrikalegu Gljúfurversvirkjun með því að drekkja Laxárdal,  veita hinu auruga Skjálfandafljóti í Mývatn og Laxá og búa til miðlunarlón fyrir sunnan Mývatn, sem hefði orðið stærra en Mývatn sjálft.

Keyptar voru svo stórar túrbínur að ekki yrði aftur snúið með þessar miklu ólöglegu virkjanaframkvæmdir, enda landeigendum og öðrum andófsmönnum stillt upp við vegg og þeir gerðir ábyrgir fyrir að valda miklu tjóni, ef túrbínurnar nýttust ekki .

Niðurstaðan fyrir norðan varð sú, að Laxárvirkjanamenn voru sjálfir látnir taka ábyrgð á því að hafa keypt þessar allt of stóru túrbínur.

Það sama ætti að gera í Helguvík, því að álver þar útilokar orkuöflun fyrir kísilverksmiðju þar, rétt eins og álver á Bakka útilokaði kísilverksmiðju þar á meðan það "túrbínutrix" var þar í gangi. 

Bæði á Bakka og í Helguvík er það arfavitlaus aðferð til orkusölu að binda hana strax í upphafi við einn risastóran aðila, sem gleypi allt. Með því er öll samningsaðstaða orkusalans gereyðilögð en orkukaupandanum stóra gefin óska samningaðstaða, að halda allri orkuöflun á hálfu landinu í gíslingu og þrúkka orkuverðinu niður. 

 


mbl.is Ekki liggur fyrir hvaðan orkan fyrir kísilverið kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4


Norðurál:
"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."


Álver í Helguvík þarf því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.


Og samtals þurfa álverið og kísilverið 755 MW.

Þorsteinn Briem, 15.5.2013 kl. 21:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Háhitasvæði á Reykjanesskaga:

Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals 430 MW.


Og engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.

Hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.

Þorsteinn Briem, 15.5.2013 kl. 21:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jarðhitinn á Reykjanesskaganum er sýnd veiði en ekki gefin. Reynslan af borunum er mjög misjöfn. Það er kannski heit gufa í takmörkuðu magni í nokkrum hundruða metra dýpi. Þá eru víða „göt“ þar sem hitinn fellur og jarðhitinn því nokkuð óstöðugur. Það er helst þar sem jarðsjór nær að seytla inn í jarðhitakerfin eins og við Svartsengi og Reykjanesvirkjun, þá er jarðhitinn stöðugri.

Því miður eru áætlanir nokkuð brattar og byggðar meira á væntingum en staðreyndum.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband