Af hverju ætti að setja á sérstök gjöld eftir þjóðerni?

Fróðlegt er að fylgjast með algengum viðbrögðum okkar Íslendinga við fjölgun ferðamanna. 

Í stað þess að fagna því, að spáð er að ferðaþjónustan fari fram úr sjávarútveginum á þessu ári varðandi tekjur okkar af henni, er gert lítið úr henni með því að kalla hana "eitthvað annað" í háðungarskyni, af því að hún er ekki stóriðja, og sungið hátt um það hvílíkur átroðningur og skemmdir verði af völdum hennar.

Er hið síðarnefnda þó eingöngu vegna þess að í nísku okkar og græðgi tímum við ekki að fara að dæmi annarra ferðamannaþjóða, og verja smábroti af tekjunum af ferðamönnunum til framkvæmda á ferðamannastöðunum, sem koma í veg fyrir slíkar skemmdir og auðvelt er að framkvæma.

Nú síðast er grátið yfir því að kostnaður geti hlotist af því að leita og bjarga ferðamönnum, sem gera mistök eins og við sjálf og komast í hættu.

Heimtað er að þeir og allir útlendingar, sem komi til landsins, verði teknir sérstaklega út úr til að borga fyrir leitina.

Í gær var Landhelgisgæslan verðlaunuð verðskuldað fyrir björgunarafrek þegar hún bjargaði sjómönnum, þar sem skipstjórinn hafði sofnað og keyrt splunkunýjan bát á fullri ferð upp í harða grót undir bröttu bjargi.

Hvernig sem reynt verður, verður aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir mistök og óhöpp.  

Nógu mikið þekki ég til sjósóknar til að vita, að það hefur hent þreytta sjómenn mörg hundruð sinnum í sögu íslenskrar útgerðar að sofna við stýri og hefur líka hent þúsundir ökumanna í gegnum tíðina.

Af hverju er þá aðeins krafist þess að útlendingar borgi sérstakt gjald og það sem allra hæst en ekki við sjálf? Ættu þeir þá ekki að borga sérstakt gjald fyrirfram fyrir kostnaðinn af því að þeir sofni við stýri undir bíl.  

Spurt er: Hverjir borga? Jú, við höfum hingað til borgað fyrir þetta með sköttum okkar og gjöldum, sem renna í ríkissjóð.

Og útlendingarnir skila sínum tugum milljarða í íslenskan ríkiskassa stanslaust í gegnum einn hæsta virðisaukaskatt í heimi og meira en helminginn af verðinu, sem borguð eru fyrir eldnsneytið á fararækin, sem þeir eru í meðan þeir dvelja í landinu.

Af hverjur ættu þeir frekar að borga aukagjöld af ýmsu tagi, bara af því að þeir eru ekki Íslendingar?  

Af hverju á það að fara eftir þjóðerni, hvort leitað sé að fólki og því bjargað og hverjir borgi fyrir það? 

 


mbl.is Greiddu 13,7 milljarða með korti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.

Þannig voru að meðaltali fleiri Íslendingar á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þorsteinn Briem, 3.6.2013 kl. 10:16

2 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta. Það er enginn smá peningur sem ríkið hefur í tekjur af VSK þeim sem ferðamennirnir borga, og svo öllum bensíngjöldunum af öllum þeirra flutningi. Svo er það flugvallarskattur og flugvallagjald og gvöð má vita hvað, - og svo gjarnan okur-álagning á allskyns glingri.
Þá kaupa þeir einnig innlent framleiddan varning eins og mat og setja þar með pening inn í beina sölu líkt og um útflutning á vörunni væri að ræða.
Var að koma úr ferð með ferðamannahóp, og er reynslunni ríkari.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 10:19

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálpsemi kostar ekki neitt á Íslandi, en reyndu Ómar að kasta vatni í Þýskalandi án þess að greiða fyrir það.

Auðvitað halda Íslendingar áfram að vera vinaleg þjóð, en fólk sem bíður hættunni heim, sama hvort það er íslenskt eða erlent, verður að bera ábyrgð á gerðum sínum, t.d. menn sem fljúga hættuflug á ferðamannastöðum og aka eins og vitleysingar, bara vegna þess að þeir eru með útlendinga í bílnum. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.6.2013 kl. 10:30

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðverjar borga líka fyrir það í Þýskalandi að kasta af sér vatni.

Eitthvað yrði sagt um "herrenvolk" ef aðeins útlendingar yrðu rukkaðir fyrir það.

Ómar Ragnarsson, 3.6.2013 kl. 13:32

6 identicon

Til allrar hamingju slapp ég mikið til við það á Þýskalandsdvölum mínum, að borga um of fyrir að losa blöðruna, - og reyndar betur en víðar um Evrópulöndin alsælu. Það kann þó að vera vegna þess að ég var mikið til úti á landi, en ekki eins í stórborgarmenningunni. Peningaklóstett & sturtur eru þó til um land á Íslandi, - einu nýverið lokað í Reynisfjöru vegna fjörlegrar samvinnu ferðamanna við "dyragæslu".
Nú er það spurning hvort erfðargreining geti ekki bara skorið út um hver má pissa án gjalds og hver ekki, - og svo hver getur þá í stað fengið VSK endurgreiðslu með þumalþrykki útlenzku, en þá að sjálfsögðu Íslendingar ekki.
Og Steini, - margt hefur breyst síðan 2009.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 16:28

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er nú svo heppin að hafa pissað bak við tré í Þýskalandi án þess að borga. Hveruslags vitleysa er hér í gangi?

Hef einnig upplifað að koma sem barn í kommúnistaríkið "júgóslavía" og beðið í biðröð ásamt móður og systkynum, yngri án þess að meiga segja orð!

Ef við töluðum saman, var augljóst að við vorum "útlendingar" og pabbi og bróðir hans borguðu 10xsinnum minna ef við væru "júgóslavar". Þetta var í frægu náttúruhellunum í Slóveníu, sem núne eu í ESB og með evru.

Það er sjálfsagt að borga byrir náttúruperlur, en allir það sama, sammála Ómari!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2013 kl. 18:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Logi,

Hvort um er að ræða árið 2009 eða 2012 skiptir litlu máli í þessu samhengi.

Að meðaltali
voru um 12.500 erlendir ferðamenn á degi hverjum hér á Íslandi árið 2012, samanborið við um tíu þúsund árið 2009, sem er um 25% fjölgun.

En um ellefu þúsund íslenskir ferðamenn á degi hverjum árin 2009 og 2012.

Hér er annars vegar verið að bera saman fjölda erlendra ferðamanna og hins vegar íslenskra ferðamanna hér á Íslandi á degi hverjum.

Og út frá því samhengi hvort erlendir ferðamenn eigi að greiða hér meira fyrir náttúruskoðun en íslenskir og hvort erlendir ferðamenn gangi verr um landið en þeir íslensku.

Hvað umferðarslys á íslenskum vegum áhrærir ferðast flestir erlendir ferðamenn um landið í rútum en ekki einkabílum eins og flestir Íslendingar.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2009 - Ferðamálastofa í febrúar 2010


Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013

Þorsteinn Briem, 3.6.2013 kl. 18:34

9 identicon

Auðvitað á það ekki að fara eftir þjóðerni hverjir borga. Íslendingar týnast ekkert síður en útlendingar. Ég man ekki betur en að í vetur var þyrlan og björgunarsveitirnar oft kallaðar til út af fólki í villu og sjálfheldu í Esjunni. Algjörlega sammála þér núna Ómar!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 20:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum hér á Íslandi FÆKKAÐI á milli ára um 2% árið 2009, þrátt fyrir gengishrun íslensku krónunnar haustið 2008.

Gríðarleg fjölgun
erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis, frekar en gengishruni íslensku krónunnar haustið 2008.

Frá ársbyrjun 2010 þar til nú hefur gengi evrunnar og dönsku krónunnar LÆKKAÐ um 12% gagnvart íslensku krónunni en verð á vörum og þjónustu hér á Íslandi hækkað í íslenskum krónum um 16%.

Og frá sama tíma hefur gengi Bandaríkjadollars LÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 3%, breska sterlingspundsins um 8%, norsku krónunnar um 4%, Kanadadollars um 2% og japanska jensins um 10%.

Þar af leiðandi er nú MUN DÝRARA fyrir langflesta erlenda ferðamenn að ferðast hingað til Íslands en í ársbyrjun 2010.

Þorsteinn Briem, 3.6.2013 kl. 20:03

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég skil ekki, og mun aldrei skilja mismunun af nokkru tagi. Allar sálir eru jafnar í mínum augum. Ég er víst ekki alveg eðlileg, að sjá þetta svona. 

Það er víst andleg fötlun af einhverju tagi hjá mér, að skilja ekki réttlætingu sundrungarafla, í alls konar áróðri og kerfisrugl-samhengis-réttlætingum efnishyggju-sérfræðinganna.

Verðmætin eru ekki í gjaldmiðlum, heldur í persónunum/sálunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 20:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ferðamenn sem eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki á Íslandi geta fengið hluta virðisaukaskatts af vörum endurgreiddan."

"Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna af varningi sem þeir hafa fest kaup á hér á landi."

"Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt af vörum á einum og sama vörureikningi sé kaupverð þeirra samtals fjögur þúsund íslenskar krónur eða meira ásamt virðisaukaskatti, þó einn eða fleiri munir nái ekki tilskilinni lágmarksfjárhæð.
"

"Það er skilyrði endurgreiðslu að kaupandi vörunnar hafi hana með sér af landi brott innan þrjátíu daga frá því er kaup gerðust."

Endurgreiðsla á virðisaukaskatti erlendra ferðamanna hér á Íslandi gildir því ekki til að mynda um þjónustu, svo og mat og drykki á veitingahúsum, hvað þá salernisferðir.

Reglugerð um endurgreiðslu á virðisaukaskatti nr. 294/1997 með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 3.6.2013 kl. 21:06

13 identicon

Það væri gaman að sjá svona "break-down" Íslendingar vs útlendingar hvað varðar gistinætur á gistiheimilum/hótelum,  keypt vara tengd túrisma etc.
Hvaðan kemur talan um ferðamenn á hverjum degi?
Mín tilfinning um íslendinga er helst tjald & hjólhýsaferðalög, og styttri túrar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 21:20

15 identicon

Ég hef aldrei skilið þessa umræðu um "ferðapassa" fyrir útlendinga sem ferðast um landið. Að skattleggja þá til að greiða fyrir betri aðbúnað á ferðamannastöðum er einfaldasta mál í heimi, bara ef Indriði hættir í fjármálaráðuneytinu sæist ljósið. Síðasta ríkisstjórn var með þá hugmynd að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 14%. Indriði (í líki Steingríms J krafðist þess að þessi hækkun færi óskipt í ríkissjóð og að hann leggði ekki krónu meira í að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum. Skoðum aðeins málið. Segjum að meðaltalsgisting per nótt sé 20.000.- 7% VSK gerir 1.400 en 14% gerir 2.800. Ef Indriða (og Steingríni J í hans líki) hefði getað hugsað sér að þessi mismunur, kr. 1.400 per nótt færi í þetta en ekki ríkissjóð væri komin gullkista í þessi mál. Reyndar á þá eftir að skattleggja þá sem koma með sín eigin "hótel" með Norrænu, en það er auðvelt að skattleggja það fólk sérstklega. Sjáið þið ekki hvað þetta er einfallt?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 22:42

16 identicon

Er Bláa lónið hætt að bjóða Íslendingum 2 fyrir 1 í dagblaðaauglýsingum svo tryggt væri að útlendingar fengju ekki afslátt?

Jón (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 22:46

17 identicon

Takk Steini.
Annars er kaflinn um ferðalög Íslendinga aðeins loðinn sýnist mér. Hvar eru gistingar í sumarhúsum?
Sem tjaldvörður eru gestirnir mínir flestir Íslendingar. En með gistiheimili nær enginn.
Bara svona að hugsa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 23:09

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Erlendir ferðamenn
voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur sumri til árið 2012.

Það ár voru 77% gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eða gistiheimilum, samtals 2,2 milljónir gistinátta.

Rúmlega 94% þeirra heimsóttu þá Reykjavík sumri til en 72% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 42% Mývatnssveit en að vetri til 95% Reykjavík og 61% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi en 33% Vík í Mýrdal.

Færri
erlendir ferðamenn heimsóttu hins vegar Mývatnssveit sumarið 2012 en Vík í Mýrdal (52%), Skaftafell (48%) og Skóga (45%) en jafn margir heimsóttu Akureyri og Húsavík (42%).

Um 44% gistinátta erlendra ferðamanna voru á höfuðborgarsvæðinu sumri til árið 2012 en 77% vetri til.

Níu af
hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2012, líkt og árið 2011.

Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum.

Og það ár heimsóttu 43% þeirra Akureyri en 27% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 18% Mývatnssveit.

Þorsteinn Briem, 4.6.2013 kl. 00:59

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 28% af Íslendingum á ferðalögum innanlands árið 2012 gistu samtals 465 þúsund nætur á hótelum eða gistiheimilum en 33% í orlofshúsum eða íbúðum samtaka, 34% í sumarhúsi eða íbúð í einkaeign, 41% í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl og 46% hjá vinum eða ættingjum.

Um 290 þúsund Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012 og sumir þeirra hafa til að mynda gist bæði á hótelum og hjá ættingjum á þessum ferðalögum en aðrir til dæmis í tjaldi, hjá vinum og á gistiheimili.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013

Þorsteinn Briem, 4.6.2013 kl. 02:21

20 identicon

"Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum."

 Íslendingar ca 300.000 x 15 þýðir 4.5 milljónir gistinátta, - sem sagt 10% á hótelum og gistiheimilum.
Nú þekki ég það nokkuð bel hve mikið af þessu sópast upp með gistingu í húsbílum.
Bara hjá mér eru gistinætur Íslendinga í þúsundatali (í fyrra, meir en 2009)
Það er því ekki að koma svo mikið inn í ferðaþjónustugreinina frá þeim.
Búinn að vera að jó-jó-ast inn og út úr hótelum undanfarið, en hef ekki rekist á íslenskan gest ennþá.
Þetta er bara eitthvað sem maður tekur eftir.
2.2 milljónir vs 465 þús, og þetta bil á bara eftir að aukast.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband