Hvernig myndi Sigríður í Brattholti bregðast við nú ?

Í landi, þar sem þegar er búið að reisa um þrjátíu stórar virkjanir og á teikniborðinu eru um 100 virkjanakostir, getur stundum verið erfitt fyrir marga að átta sig á því hvernig rétt sé að bregðast við hverri og einni.

Þá getur verið gott að hugsa til Sigríðar í Brattholti og íhuga, hvernig hún myndi bregðast við í hverju og einu tilfelli, væri hún uppi á okkar tíma, tæpum 100 síðar en hún var.

Virkjun Gullfoss upp úr 1920 hefði orðið hlutfallslega miklu stærra risastökk inn í stóriðnað og iðnvætt þjóðfélag en allar núverandi virkjanir til samans.

1920 bjó ríflega helmingur fólks í sveitum landsins í torfhúsum og helmingur landsmanna var enn án rafmagns.

Landið var í raun vegalaust. Því má því nærri geta hvað Gullfossvirkjun hefði haft mikil áhrif. Sigríður í Brattholti gat ekki bent á "eitthvað annað" í stað Gullfossvirkjunar. Hún gat ekki séð það fyrir að öld síðar skilaði ferðaþjónustan meiru í þjóðarbúið en nokkur annar atvinnuvegur.

Ef Gullfoss og Geysissvæðið væru virkjuð væri það nú kallað "orkunýting" og afraksturinn birtur í milljörðum króna. Bent væri á að Gullfossvirkjun hefði á sínum tíma verið forsenda þess að fá gott aðgengi að þessu svæði.

Um núverandi ástand á Gullfoss-Geysis-svæðinu er notað orðið "vernd" og orðin "orkunýting" og "vernd" eru viljandi gildishlaðin, hvort í sína áttina, af því að aðeins annar kosturinn, orkuvinnsla, er skilgreindur sem nýting sem gefi af sér fjárhagslegan ávinningi, en á móti er látið eins og fjárhagslegt gildi svæðisins ef það er verndað sé núll krónur úr því að það telst ekki "nýting".  

Þannig var útreikningurinn varðandi Kárahnjúkavirkjun og er enn gagnvart virkjanakostum.

Ekki er jafnræði með mismunandi kostum nema gildi orðanna, sem notuð eru, sé hið sama í báðum tilfellum.

Þessi heiti á gagnstæðum kostum ættu því að vera "orkunýting" og "verndarnýting" eða að segja að málið snúist um hvort eigi að virkja eða vernda.


mbl.is Óska eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Veistu Ómar, það er sárt að segja þetta en það er satt. Ég bjó í Bandaríkjunum þegar að sem mest gekk á hérna heima í kringum hrunið. Ég kom aftur heim en við konan höfum verið að tala saman og við erum sammála um eitt. Mestu mistökin sem að við gerðum voru að flytja aftur til Íslands. Málið er það að ég fékk mikið meira mennigarsjokk við að flytja til Íslands en ég fékk nokkurntímann við að flytja til annars lands (og ég hef flutt til fleiri en Bandaríkjanna).

Ég er búinn að gefast upp. Íslandi er ekki viðbjargandi. Hræsnin og illskan er svo mikil, valdið er á svo fárra hendi að ég og mín fjölskylda höfum ákveðið (sameiginlega) að flytja aftur til USA og gerast þegnar þess lands. Þrátt fyrir alla NSA skandala, þrátt fyrir Quantanamo bay og allt það - ég treysti því landi frekar fyrir minni framtíð - og minni fjölskyldu frekar - en Íslendingum.

Og veistu hvað það er sárt?

Heimir Tómasson, 13.6.2013 kl. 15:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit það, minn kæri Heimir, hvað þetta er sárt. Þegar við hjónin komum til Íslands úr fyrstu þjóðgarða- og virkjanaferð okkar til Vesturheims 1999 var sjokkið svo mikið, að við ræddum um það, hvort við gætum afborið það sem í vændum var þá hér heima, og ættum ekki heldur að flytja til annars lands.

Niðurstaðan varð sú, að við hefðu kannski gert þetta í byrjun búskapar okkar áður en afkomendurnir voru taldir í tugum, og að þetta væri flótti.

Niðurstaða mín persónulega var sú að betra væri að berjast og falla með sæmd en lifa við skömm.  

Ómar Ragnarsson, 13.6.2013 kl. 15:42

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Takk Ómar fyrir þetta svar. Mér líður aðeins eins of svikara núna, ég verð að viðurkenna það, en ekki misskilja mig. En málið er að það er svo mikið meira en þetta. Okkur finnst við ekki eiga samleið með Íslendingum lengur. Ísland breyttist svo gríðarlega, svo OFSAlega mikið á þessum árum að ég get bara hreinlega ekki náð neinu samhengi við þessa þjóð lengur. Okkur líður eins og útlendingum í eigin landi. Ég keyri í gegnum Hellisheiðar bræluna (sem að reyndar eins og þú veist ætti að vera kölluð Kolviðarhólsvirkjun) og er *ahem* ekki hrifinn. En ég er að gefast upp. Hvernig ferð þú að þessu? Hvernig heldur þú áfram dag eftir dag þar sem að allt er á móti þér?

Ef ég á hetju (fyrir uten Bjarna Tryggvason) þá ert það þú.

Takk fyrir að vera þú Ómar.

Heimir Tómasson, 13.6.2013 kl. 15:52

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég þurfti að fara til Íslands í Október 2007. Strax þegar vélin lenti og ég var kominn inn í flugstöðina þá varð ég var við breytinguna. Það var þögn í flugstöðinni, þeir einu sem að töluðu voru útlendingar. Þeir náttúrulega snökkuðu sín á milli en Íslendingar... ekki orð. Sjokkið var svo mikið. Persónulega var ég svo *heppinn* að ég átti ekki neitt undir hér á Íslandi. Ekkert tap = enginn skilningur. En þegar ég fór að tala um það við fólk að það skuldaði EF það hefði tekið lán þá var ég titlaður sem Sendiboði Bankanna. Og þegar að ég gat sýnt fram á að ég skuldaði hreinlega ekki meira en ég tók borgunarmaður fyrir (þrátt fyrir verðtryggingu) fyrir þá var talað um að ég væri að tala til annara með hroka.

Þetta er nefnilega málið með Íslendinga. Það getur enginn lofað öðrum aðð vera heppinn eða ná árangri. Það þarf alltaf að níða skóinn af náunganu.

Þetta hef ég lært af því að búa erlendis.þ

Þannig að Ómar: Keep fighting the good fight. Ég er greinilega ekki nógu góður til þess.

Heimir Tómasson, 13.6.2013 kl. 16:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Það rétt grillir í Kárahnjúka ofarlega á myndinni, sem er raunar tekin af nyrsta hluta Hálslóns það seint í júlí að þurrar fjörurnar eru miklu minni en fyrr um sumarið þegar leirstormanir geta orðið mun meiri."

p1012160.jpg

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 20:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Á hinni myndinni er horft úr lofti suður eftir lóninu í átt til Brúarjökuls og er lónstæðið og bakkarnir við það á kafi í leirfoki.

Áberandi er á báðum þessum myndum að ekkert leir- eða sandfok á upptök utan lónstæðisins."

p1012172_1200999.jpg

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 20:30

7 identicon

Gangi þér vel Heimir. En þú hefðir kannski átt að prófa dreifbýlið aðeins betur, - sums staðar er "mentalitetið" öðru vísi en annars staðar.

Það eru ekki allir Íslendingar eins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband