Næst mesta "rokrassgat" heims.

Á tímabilinu desember-mars er mesti meðal þrýstingsmunur á jörðinni suðvestan við Ísland. Norður af þessu svæði er næst hæsta hæð jarðar, Grænlandshæðin, - aðeins Síberíuhæðin er hærri.

Fyrir sunnan þetta svæði er lægsti meðal loftþrýstingur jarðarinnar, hvorki meira né minna.

Afleiðingin er augljós: Hvergi á jörðinni eru átökin meiri á milli kaldrar hæðar og rakrar og lágrar lægðar en við Ísland en um og eftir áramótin en þar sem lægsta lægð jarðar og næst hæsta hæð jarðar takast á og eru svona nálægt hvor annarri.

Átökin minnka þegar kemur fram á vorið og meðal loftþrýstingur hækkar á svæði "Íslandslægðanna", en yfir árið er Ísland næst mesta rokrassgat jarðar, næst á eftir suðurodda Suður-Ameríku.

Undanfarin sumur hafa verið afbrigðileg hér á landi hvað snertir stillur, blíðviðri og hlýindi og hafa að því leyti verið fréttaefni.

Þess vegna ættu svalviðrin og stormarnir í sumar ekki að koma neinum á óvart, ekki einu sinni að vera fréttaefni.

Og þá vaknar óttinn um það að vegna þess hve erlendir ferðamenn létu vel af Íslandsferðum undanfarin sumur, muni þetta allt hrynja með umhleypingum þessa sumars þegar fréttamennirnir í sumar koma heim til síns heimalands og segja sínar farir ekki sléttar.

Í slíku tali felst landlægur misskilningur okkar varðandi það að erlendir ferðamenn séu komnir hingað til að vera í logni, heiðríkju og yfir 20 stiga hita.

Hjá stórum hluta þeirra, einkum þeim sem búa í sunnanverðri Evrópu, eru þeir þvert á móti komnir hingað á flótta undan þessu veðri, sem við aftur á móti þráum.  

Gagnstætt því sem við höldum  hafa þeir ekkert á móti ævintýrum varðandi sviptingarnar á veðrinu og til dæmis heyrðust engir útlendingar hafa hærra um "ógleymanlega lífsreynslu" og kynnum af íslenskri náttúru og veðurfari í fyra en þeir, sem lentu í mestu hrakningunum í septemberhvellinum mikla.   


mbl.is Þrjár lægðir á matseðlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hefur verið veðurathugunarstöð frá árinu 1921, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða á norðurhveli jarðar."

Þorsteinn Briem, 6.7.2013 kl. 00:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það voru nú engin svalviðri i sumar fyrr en júlí byrjaði. Þvert á móti var vel hlytt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2013 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband