Enginn átti þátt í Hruninu. Það var ekkert Hrun, bara "svokallað Hrun."

Smám saman er myndin, sem undanfarin ár hefur verið dregin upp að Hruninu og aðdraganda þess í rannsóknarskýrslum af ýmsu tagi að fá á sig skýra mynd. 

Niðurstaðan virðist einföld. Enginn átti þátt í Hruninu. Íbúðalánasjóður og húsnæðislánasprengingin olli ekki Hruninu. Langmestu framkvæmdir Íslandssögunnar á tveimur landshornum áttu engan þátt í því.

Engir stjórnmálamenn né verk þeirra ollu Hruninu. Þenslan, sem stigmagnaðist með alltof hátt skráðu gengi krónunnar olli ekki Hruninu. 

Einkavinavæðing bankanna og afhending þeirra á silfurfati olli ekki Hruninu.  

Yfirleitt virðist orðiið vafasamt, miðað við alla afneitunina, að hægt sé að tala um Hrun, hvorki með stórum staf né litlum. Best er að nefna það "svokallað Hrun" eins og margir vilja orða það.

Meira að segja er nú talað um að einstakur gjaldmiðill eins og Bitcoin sé stöðugur sem klettur af því að það sé ekki hann sé sveiflist upp og niður í verði, heldur allir hinir gjaldmiðlarnir.

Stutt er í að það sama verði sagt um krónuna. Það varð aldrei neitt gengisfall né heldur hrun.

Er ekki dásamlegt þegar niðurstaðan ætlar að verða sú að alltaf hafi allt verið í lagi og verði áfram í lagi með því að halda áfram á sömu breut og að enginn hafi tekið þátt í neinu, enda aldrei um neitt að ræða?  


mbl.is Segir skýrsluna fulla af slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð.

Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var hins vegar slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir nú við, þar sem viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar, mælist fjórðungur af landsframleiðslu, og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla og þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri.

Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt og öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 20:30

2 identicon

Peningamálastefna Seðlabankans, frá 2001 að setja smæsta gjaldmiðil

í heimi á flot, og bjóða hæstu stýrivexti norðan Alpafjalla,til að laða að erlent fjármagn,var fullkomlega galið,og svo svöruðu þessir snyllingar, þegar þeir voru spurðir um bindiskildu, að hún væri ekki í tísku lengur.Veruleg tiltekt þarf að fara fram, í peningamálastefnu Seðlabankans.Stýrivextir hjá Seðlabanka Evrópu eru 0.5% og hjá Seðlabanka Danmörku 0.2% á Íslandi eru þeir 6%,þegar gjaldeyrishöft eru í landinu, og eftir svo gott sem fjámálagjaldþrot þjóðarinnar, og 4-5 þúsund manns flúnir land vegna atvinnuleysis,þetta er náttúlega fullkomlega galið.

Hér breytist ekkert fyrr en stýrivextir verða færðir niður í svipað og er á Norðurlöndunum.

Og það sem er sorlegast við þetta allt saman er að ef FME hefði leyft 3-4 nemum á fyrsta ári í endurskoðun, að koma við í bönkunuk 1. hvers mánaðar til að fara yfir lánabækurnar, og skoða veðin sem voru að baki,hefði skaðinn aldrei orðið jafn stór, og hann varð fyrir Íslenska þjóð.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:35

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Íslendingar urðu einna fyrstir fyrir barðinu á alþjóðlegu lánsfjárkreppunni og því urðu viðbrögðin hér svo harkaleg. Þegar skrúfaðist fyrir ódýrt lánsfé á alþjóðamörkuðum hrundi efnahagskerfi fjölda landa, margra miklu verr en hér, t.d. á Spáni, Grikklandi, Írlandi, Portúgal o.fl. Í rauninni sluppu Íslendingar miklu betur en fjölmörg önnur lönd, ekki síst vegna fyrstu viðbragða Geirs Haarde, Davíðs o.fl. En ég veit að ekki þýðir að benda því hatursfulla hyski, sem setti á stofn pólitísk réttarhöld yfir andstæðingum sínum á þetta. Raunverulegt innræti þessa liðs kom vel í ljós á síðustu fjórum árum.

Á Spáni t.d. er fjórðungur verkfærra manna atvinnulaus og helmingur ungs fólks líka. Ástandið er svipað í fleiri evrulöndum. Þar þarf ekki að tala um „svokallað hrun“. Þar varð raunverulegt hrun.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.7.2013 kl. 20:42

4 identicon

Ef húsnæðisbólan skýrist að einhverju leiti af 90% lánum íbúðalánasjóðs, hvers vegna varð þá ekki fasteignabóla um allt land, en ekki bara á höfuðborgarsvæðinu og svo Akureyri...???

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar bólan var í hámarkik árið 2007, þá dugðu hámarkslán íbúðalánasjóðs ekki einu sinni fyrir lóðinni undir nýtt hús, hvað þá sökklinum og alls ekki króna í afgang af láninu til að byrja að byggja húsið.

Að kenna því um að íbúðalánasjóður hafi farið að lána 90% af fasteignamatik, með hámarkið í 18 miljónum er svo mikil þvæla að hún stenst aldrei nokkra skoðun.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:49

5 identicon

Athugasemd Vilhjálms Eyþórssonar er hreinræktuð útgáfa af þeirri söguskoðun sem hinir "innvígðu og innmúrðu" vilja að verði ofan á í framtíðinni.Álit Rannsóknarnefndar Alþingis um að íslensku bankarnir hafi verið hrundir árið 2006, ef ekki fyrr, er samkvæmt henni þvæla. Hrunið varð vegna alþjóðlegu bankakrísunnar 2008. Hún var eina ástæðan. Að ekki fór verr var vegna hetjulegra viðbragða Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar. Einhvern veginn grunar mig að þessi söguskoðun njóti lítillar hylli út fyrir raðir hinna "innvígðu og innmúruðu".

Jón (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 21:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar raunvextir á bankainnistæðum eru neikvæðir, lægri en verðbólgan, hætta Íslendingar almennt að leggja fyrir, eins og á áttunda áratugnum, og leggja peningana eins fljótt og þeir geta í kaup á íbúðarhúsnæði.

Og þeir einu sem þá eiga peninga í banka hér á Íslandi eru börn og gamalmenni.

Menn geta að kallað þá hrægamma sem fengið hafa eignir ókeypis hér á Íslandi með löglegum hætti, til að mynda þá sem fengu peninga að láni á áttunda áratugnum og greiddu þá engan veginn að fullu til baka.

Og menn eru væntanlega tilbúnir að lána mér eina milljón króna í eitt ár, ég greiði þeim sömu upphæð til baka að ári liðnu, eða jafnvel einungis 900 þúsund krónur, og þeir taki áhættuna af því að ég greiði þeim jafnvel ekkert af upphæðinni til baka.

Ætli menn vildu ekki að ég greiddi þeim eina milljón króna til baka ásamt raunvöxtum, vöxtum umfram verðbólgu, á þessu eina ári sem þeir lánuðu mér peningana.

Þeir sem eiga peninga vilja að sjálfsögðu fá einhvern arð af þeirri eign, rétt eins og sá sem leigir út íbúðarhúsnæði, sem er í hans eigu, vill að sjálfsögðu fá leigu fyrir húsnæðið allan tímann sem hann leigir það út.

Og væntanlega hækkar hann leiguna að minnsta kosti sem nemur verðbólgunni á hverju ári fyrir sig og jafnvel mun meira ef mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði til leigu, eins og nú er á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi.

Ef raunvextir eru neikvæðir
á innistæðum í bönkum borgar sig því að kaupa íbúðarhúsnæði fyrir peningana og leigja það jafnvel út, frekar en að gefa einhverjum jafnvel stóran hluta af fjárhæðinni með því að lána honum peningana í gegnum banka.

Þar að auki myndi einnig borga sig að taka lán fyrir hluta af kaupverðinu, þar sem neikvæðir raunvextir væru einnig á útlánum bankanna.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 21:38

7 identicon

Steini Briem@21:38

Við verðum náttúlega að sætta okkur við svipaða raunvexti, og eru á Norðulöndunum, held að flestir geti skrifað upp á það.

En mestu efnahagsmistök í Íslandsögunni, frá því að Ingólfur Arnarson sigldi inn Faxaflóann, eru þau að Norræna velferðarstjórnin, skyldi ekki hafa tekið víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun,eða sett t.d þak á hana verðbólgumarkmið Seðlabankans 2.5% og þak á breytilega vextina td. 2%,því nú er svo komið að það er geysilega erfitt að komast út úr þessu rugli, og leiðrétta Forsendubrestinn.

Steingrímur og Jóhanna voru afskaplega dugleg við að hækka álögur á áfengi, tóbak og benzin,og við það hækkaði verðtryggður höfuðstóll á bankabókinni og skuldir heimilanna hækkuðu samsvarandi.

Og nú er spurt hvaða verðmæti urðu til við að hækka álögur á áfengi, tóbak og benzin.

Svarið er stutt: engin verðmæti urðu til, aðeins Froða í bókhaldi,Jóhönnu og Steingríms.

Ekkert efnahgskerfi nokkurstaðar í heiminum stenst svona BULL.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 23:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 9.7.2013 kl. 00:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var einnig mikil verðbólga áður en víðtæk verðtrygging var tekin hér upp árið 1979.

Verðbólga hér á Íslandi á árunum 1940-2008

Lagðar voru töluverðar fjárhæðir inn á reikning minn hjá Sparisjóði Svarfdæla á áttunda áratugnum áður en verðtrygging var tekin hér upp en ég tók aldrei út af reikningnum, sem nú er nær einskis virði.

Þeir sem fengu lán hjá sparisjóðnum á þessum tíma fengu hins vegar stóran hluta ókeypis af þeim peningum sem ég átti á þessum reikningi.

Þessir peningar fóru því meðal annars í að kaupa húsnæði á Dalvík, sem ég hef aldrei átt nokkuð í, en liggja ekki hjá Sparisjóði Svarfdæla
.

Þegar vextir eru neikvæðir, lægri en verðbólgan, hættir fólk almennt að leggja fyrir, eins og á áttunda áratugnum, og leggur peningana eins fljótt og það getur í steinsteypu.

Þeir einu sem þá eiga peninga í banka eru börn og gamalmenni.

Og íbúðarkaupendur eru þá snöggir að eignast þá peninga, sem þeir hafa aldrei átt sjálfir, með því að fá lán í banka eða sparisjóði og greiða þá ekki að fullu til baka, rétt eins og þegar ég var barn á áttunda áratugnum.

Peningar eru hins vegar eign
, rétt eins og steinsteypa, og þjófnaður á hvoru tveggja varðar við lög.

"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.7.2013 kl. 00:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Og þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Og ef verðtrygging hér yrði lögð af koma að sjálfsögðu óverðtryggð lán í staðinn fyrir verðtryggð.

Enginn hefur hins vegar hugmynd um hver verðbólgan hér á Íslandi yrði að fimm árum liðnum
ef við yrðum áfram með íslenskar krónur.

Og lánveitendur vilja að sjálfsögðu hafa vexti af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum hærri en sem nemur hugsanlegri verðbólgu hér á Íslandi á því tímabili.

Í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér hins vegar til að lána öðrum fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.

Húsnæðislán í Svíþjóð:


Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 9.7.2013 kl. 01:35

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi Steini Briem

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2013 kl. 04:41

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

úffffhhhh...

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2013 kl. 04:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.7.2013 (í dag):

"Þau umskipti hafa orðið á lánamarkaði að verðtryggð fasteignalán eru aftur orðin algengari en óverðtryggð eftir tímabundið skeið í kjölfar efnahagshrunsins þar sem óverðtryggðu lánin voru vinsælli."

Verðtryggð fasteignalán nú vinsælli en óverðtryggð

Þorsteinn Briem, 9.7.2013 kl. 05:53

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.7.2013 (í dag):

"Tap Alcoa [móðurfélags Fjarðaáls í Reyðarfirði] jókst á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

Aukningin á tapinu er til komin vegna lægra álverðs, samdrætti í framleiðslugetu fyrirtækisins og könnunar bandarískra yfirvalda á mútugreiðslum félagsins utan Bandaríkjanna.

Álframleiðandinn segir að tapið hafi hafi numið 119 milljónum dollara, eða 15 milljörðum íslenskra króna."

"Álverð hefur farið lækkandi undanfarna mánuði vegna óvissu um stöðu kínverska hagkerfisins og offramboðs á áli.

Í ársbyrjun kostaði tonn af áli 2.100 dollara en kostar nú aðeins 1.740 dollara í málmkauphöllinni í London [sem er 17% verðlækkun á þessu ári, 2013].

Og Alcoa hefur undanfarið dregið mjög úr framleiðslu sinni."

Tap Alcoa eykst á milli ára


Það er von að fáráðlingarnir í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum skæli úr sér augun, þar á meðal Halldór Egill Guðnason, búnir að gera í nábrækur sínar á öllum sviðum.

"Eitthvað annað" arðbærara en álið

Þorsteinn Briem, 9.7.2013 kl. 07:03

15 identicon

Auglýsi eftir appi til að þurka út Steina Briem og aldrei þurfa að sjá neitt frá þeim dómadags endemis bullustrokki. Höfundur appsins gæti stórgrætt á því. þessi hlandbulla sem virðist í miklu uppáhaldi hjá Ómari, en hvergi liðin annarstaðar og á enga heimasíðu.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 09:12

16 identicon

Er þessi Steini Briem bot, eða hvað er málið...?

Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 09:43

17 Smámynd: K.H.S.

Til upplýsingar Peningamálastefna Seðlabankans er ákvörðuð af nefnd, kosnri af Alþingi og ber Seðlabankastjórum að fylgja henni. Már núsettur stjóribbankans að ósk J+oönnu forlátnu ,var formaður nefndarinnar og mótaði stefnuna í stjórnartíð Davíðs og fékk að launum Jóhönnukoss.

K.H.S., 9.7.2013 kl. 12:14

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef hingað til ekki gert upp á milli þeirra sem eru með athugasemdir á bloggsíðu minni og enginn þeirra eru "í uppáhaldi" umfram aðra, né heldur er mér í nöp við neinn.

Frá byrjun hefur hún verið opin öllum bæði til að gera athugasemdir eða gera það ekki og líka til þess að lesa athugasemdir eða lesa þær ekki.

Aðeins einu sinni hef ég neyðst til að víkja illskeyttum skrifara frá og getur það varla talist mikið miðað við það að frá upphafi 2007 hafa um fjórar milljónir manna flett síðunni,innlitin verið meira en tvær milljónir og athugasemdirnar skipt tugum þúsunda.

Ómar Ragnarsson, 9.7.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband