"Ásættanlegt fyrir báðar atvinnugreinarnar"?

Í rökstuðningi fyrir stækkun veiðisvæðis hrefnu á Faxaflóa í fjölmiðlum í gær var að heyra, að í nýrri ákvörðun sjávarútvegsráðherra um stækkunina væri falin lausn sem væri "ásættanleg fyrir báðar atvinnugreinarnar", hvalaskoðun og hvalveiðar, eins og stefnt hefði verið að. 

Fordæming Samtaka ferðaþjónustunnar á ákvörðuninni í dag er í hrópandi ósamræmi við þetta, enda ekki við því að búast að þau samtök telji það áhættuspil vera viðunandi, sem nú á að spila með hvalaskoðunina án samráðs við hvalaskoðunarsamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar.

Milljarðs tekjur eru hér settar í hættu fyrir margfalt minni hagsmuni.  

Enn einu sinni er náttúran ekki látin njóta vafans í stjórnvaldsákvörðun, heldur látið nægja að segja að ekki hafi verið sannað að aukin styggð hvalanna sé vegna hvalveiðanna.  


mbl.is Fordæma minnkun hvalaskoðunarsvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ómar hvenær ætlar þú að fara að setja út á og heimta að fiskveiðar verði stöðvaðar? þér er illa við áliðnað,hvalveiðar og guð má vita hvað. Þér að segja þá hafa hvalveiðar verið stundaðar frá Íslandi mun lengur en hvalaskoðun og finnst mér þær vera rétthærri en hvalaskoðanir en að sjálfsögðu eiga báðar atvinnugreinarnar rétt á sér. En frekjan og yfirgangurinn hjá þessum skoðurum virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.7.2013 kl. 14:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrefnuveiðar hér við Ísland eru í samkeppni við kjötframleiðslu íslenskra bænda.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta lítur soldið út eins og hneyksli. Tengingin þarna við persónu/fjölskyldulega hagsmuni er dáldið áberandi.

Almennt um efnið, hrefnuveiðar í Faxaflóa,að þá vantar að fjölmiðlar upplýsi um smáatriði málsins.

Hva? Afhverju geta menn ekki veitt þessa hrefnu sína utan línunnar?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 14:21

4 identicon

Samtök ferðaþjónustunnar eru söm við sig og þyrla upp ryki sem mest þeir geta. Mótmæla minnkun hvalaskoðunarsvæðis!!!???? Það er ekkert búið að minnka hvalaskoðunarsvæðið, þeir geta ennþá siglt um allan sjó og skoðað hvali! Verndarsvæði vegna hvalveiða var minnkað en EKKI hvalaskoðunarsvæðið.

Svo vitna þeir í þessa nefnd sem að var handvalin af Svandísi og í sitja eingöngu fólk úr hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalafriðunarsinnar og jámenn Svandísar eins og hennar var von og vísa enda hennar vinnubrögð.

Þegar ferðaþjónustan verður farin að borga sína skatta og skuldir til samfélagsins, en samkvæmt skattstjóra þá er heldur lítið af öllu að skila sér í kassan, þá væri hægt að hlusta á þennan endalausa vælukór sem Samtök ferðaþjónustunnar er (væla hærra og lengur en LÍÚ).

Var ekki fyrri ákvörðun, sem gerð var á  seinasta degi fyrrverandi ráðherra, líka án samráðs við hlutaðeigandi aðila, þ.e. hvalveiðimenn.

Þorkell (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 14:38

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta sýnir líka, að argir íslendingar skilja ekki almennilega hvað það er að ætla að bjóða þjónustu.

Þetta vennt, að veiða og skoða - á einfaldlega ekkert sameiginlegt.

Gallinn við að hringla þessu saman getur í fyrsta lagi verið að erfiðara verði að stunda og skipuleggja hvalaskoðunarþjónustu á svæðinu.

Þarna eru þeir því að taka ör-hagsmuni fram yfir heildarhagsmuni. Og þá afþvíbara eða til vara vegna þjóðrembings. ,,Við" veiðum hvali h/f.

Þetta er heimskuegt og kauðalegt. Forpokaður hugsunarháttur.

Svo geta þessir hrefnuveiðimenn veitt þessa hrefnu sína einhversstaðar annarsstaðar.

Ef það er aðeins hægt að veiða þessa hrefnu innan umræddrar vendunarlínu - nú, þá verður barasta að sleppa því að veiða hrefnuna. Það er þá augljóslega ekki mikið af henni hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 14:39

7 identicon

Borga hvalaskoðunarfyrirtæki vsk.  af sinni starfsemi?

Getur einhver svarað því?

Andrés (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrefnuveiðar eru eingöngu stundaðar hér á sumrin en íslenskir bændur starfa að sjálfsögðu allt árið.

Og hrefnukjöt hér kemur í stað kjöts frá íslenskum bændum.

En "Þorkell" heldur náttúrlega að það komi í staðinn fyrir súkkulaðikex.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 14:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af Íslendingum hefur tekjur af hvalaskoðun hér við Ísland.

Og þeir greiða tekjuskatt til íslenska ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 14:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvalaskoðun er eina stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð króna og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa."

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 14:58

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki hvalaskoðun með 0% vask. Flokkað sem fólksflutningar.

En það er bara önnur umræða.

Það eru svo gífurlegir óbeinir hagsmunir involveraðir.

Til að bjóða uppá hvalaskoðun af viti þarf helst stabiliseringu tillengri tíma litið. Það þarf nokkuð örugga kosti og plön.

Það er ekkert hægt að hafa hérna íslensku leiðina ,,við sjáum kannski hval" - þ.e.a.s. ef sjallar verða ekki búnir að skjóta þá alla.

Þetta bara gengur ekki í ferðaþjónustubissnesinum. Gengur kannski hérna uppi í fásinni - en svona málflutningur þykir afar einkennilegur erlendis.

Þessi umræða um faxalóa/verndunarsvæði/veiðar, sýnir alveg að margir íslendingar skilja ekki alveg eðli þess að ætlað að veita ferðamönnum þjónustu.

Það tekur tíma að fá svona til að velta áfram. Byggja upp. Það er erfitt að ætla að gera það með svona hringlandahætti og erfiðleika við taka nauðsynlegar ákvarðandir.

Sem dæmi, einhverjir hrefnuveiðimenn vilja endilega veiða innan við ákveðna línu - og þá skal barasta öllum öðrum vikið til hliðar. Skiptir engu hvað hagsmunir eru í húfi.

Með þessu hugarfari, þá er erfitt að byggja upp ferðaþjónustu í kringum hvalaskoðun að einhverju viti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 14:59

12 identicon

En, Steini greiða hvalaskoðunarfyrirtækin vsk. ? 

Andrés (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:59

13 Smámynd: Maelstrom

Ómar Bjarki: "Ef það er aðeins hægt að veiða þessa hrefnu innan umræddrar vendunarlínu - nú, þá verður barasta að sleppa því að veiða hrefnuna. Það er þá augljóslega ekki mikið af henni hérna. "

Uhh, ég held að röksemdafærslan sé einmitt sú að það er svo krökt af hrefnu alls staðar, að það sé fáránlegt að það þurfi að friða hálfan Faxaflóa til að hvalaskoðun geti þrifist. Þú komist ekki út úr höfninni án þess að sjá þessi dýr og því þurfi ekki svona stórt bannsvæði á veiðarnar.

Maelstrom, 8.7.2013 kl. 15:10

14 identicon

Hér vaða fram öfgar á báða bóga. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að vinna þetta samhliða. Hvað er að því að þegar skoðunarferð sé lokið sé boðið uppá grillað hrefnukjöt, sem er herramannsmatur. En kemur samt ekki í stað lambakjöts, Steini, heldur er bara mjög góð viðbót við kjötúrval Íslendinga. En spurningin er hversvegna geta þessar tvær greinar ekki unnið saman, það er varla svo að það sé verið að veiða allveg við skoðunarbáta.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:11

15 identicon

Tillaga að lausn: hættum að veiða hvali.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:11

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvalaskoðun er ein stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu," átti þetta nú að vera.

"Hvalaskoðun í Faxaflóa er með árlega veltu upp á tæpan milljarð króna og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa."

Hrefnuveiðar hafa hins vegar aðallega verið stundaðar af þremur litlum bátum frá Kópavogi og Reykjavík og hrefnukjötið kemur að sjálfsögðu í staðinn fyrir annað íslenskt kjöt.

Hrefnur éta mjög lítið af verðmætasta fiskinum
og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur á ári skiptir það nánast engu  máli fyrir lífríkið í hafinu.

Eitt hundrað hrefnur eru um 0,2% af hrefnustofninum hér við Ísland.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 15:31

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn og aftur koma fram staðhæfingar eins og þær að ég sé á móti fiskveiðum, á móti rafmagni, á móti álverum, á móti framförum, á móti iðnaði og á móti atvinnuuppbyggingu.

Sem sagt: Öfgamaður.

En hinir eru sagðir "hófsemdarmenn" sem vilja að við framleiðum tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin heimila og iðnaðar og að við seljum þetta álverum, mesta orkubruðli sem til er, og með langdýrustu störf sem þekkjast og fái raforkuna á gjafverði.

Á sínum tíma var ég samþykkur álverinu í Straumsvík og stóriðju á Grundartanga og samþykkur 25 af þeim 30 stóru virkjunum, sem risið hafa í landinu.

Samt er sagt að ég sé "á móti öllu".

Ómar Ragnarsson, 8.7.2013 kl. 16:19

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maelstrom, ef það er fullt af hrefnu úti um allt - snýst þá málið um það að hrefnuveiðimenn vilji/nenni ekki að fara lengra út til að ná í hrefnu?

Með hvalaskoðun, þá er augljóslega hagkvæmast að hafa slíka þjónustu frekar nálægt landi en þá ekki of nálægt.

Málið er að margir íslendingar skilja ekki eðli atvinnugreinarinnar hvalaskoðun.

Þó megintilgangurinn sé að sjá lifandi stórt spendýr frjálst í sjónum - þá skiptir líka öllu máli og í raun meginmáli, umgjörðin og stemmingin kringum umrædda þjónustu.

Það er eins og sumir íslendingar haldi, að það sé bara nóg að sigla einhvernveginn og eitthvert útí ballarhaf og vonast svo til að sjá kannski og hugsanlega hval - ef sjalla séu ekki búnir að skjóta hann.

Svona vðhorf eru augljóslega ekki með mikla virðingu fyrir þeirri atvinnugrein sem ferðamannaþjónusta er.

Ferðamannaþjónusta er að verða meginatvinnugrein ísleninga gjaldeyrislega séð. Til að þróa atvinnugreinina áfram og betur - þá verður að miða athafnir við það.

Hvalveiðar eru til einskis í stóra samhenginu, hvorki peningalega eða tilgangslega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 17:09

19 identicon

"Við unnum kosningarnar og gerum bara það sem okkur sýnist". "Fuck you!"

Þannig haga sér og hugsa plebbarnir. En halló, innbyggjarar, hættið að kvarta og kveina, þið kjánarnir kusuð þetta "white trash".

Hvalveiðar eru reknar með bullandi tapi, engir kæra sig um afurðirnar nema japanskir hundar. En LÍÚ borgar Kristjáni litla Loftssyni fyrir að sýna útlendingum fingurinn.

Frábært, mikið getur maður verið stoltur Íslendingur.

"How do you like Iceland"?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:44

20 Smámynd: Maelstrom

Ómar Bjarki: "Maelstrom, ef það er fullt af hrefnu úti um allt - snýst þá málið um það að hrefnuveiðimenn vilji/nenni ekki að fara lengra út til að ná í hrefnu?"

Nei, það var nú ekki það sem ég sagði.  Ég var nú bara að benda á að það að hvalveiðimenn vilji síður sigla óraveg til að sækja hrefnuna væri ekki hægt að túlka sem svo að það væri lítið af hrefnu til að veiða, eins og athugasemd þín gaf í skyn.

En úr því þú setur fram fullyrðinguna, þá eru hún að sjálfsögðu rétt.  Hrefnuveiðimenn vilja væntanlega fara sem allra styst til að veiða hrefnuna.  Það sparar þeim tíma og olíu og gæti verið munurinn á hagkvæmum veiðum og óhagkvæmum.  Ég veit svo sem ekkert hvort þessar veiðar eru yfir höfuð hagkvæmar en það getur varla hjálpað að þurfa að fara helmingi lengri vegalengd til að stunda veiðarnar.

Ég get síðan ekki tekið undir með þér að ein atvinnugrein eigi að útiloka aðra.  Það að ferðamenn séu mikilvægir ætti ekki að útiloka það að við stundum aðrar atvinnugreinar, sérstaklega ekki ef þær eru sjálfbærar og mjög svo náttúrulegar (í meiningunni að þær eru ekki verksmiðjuframleiðsla á kjöti, eins og svín og kjúklingur).

Maelstrom, 8.7.2013 kl. 17:59

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis tveir litlir bátar hafa veitt hrefnur hér við Ísland nú í sumar, Hrafnreyður frá Kópavogi og Hafsteinn SK.

Hrefnuveiðar hér við land nú í sumar hófust 9. maí og veiddar höfðu verið 20 hrefnur síðastliðinn föstudag, 5. júlí.

Sem sagt um 10 hrefnur að meðaltali á mánuði.

Árin 2011 og 2012 var hrefnukvótinn hér við land 216 dýr á ári en einungis voru veiddar hér 58 hrefnur árið 2011 og 52 árið 2012, eða um 0,1% af hrefnustofninum hér við Ísland.

13.6.2012
:

"Heildarkvóti á hrefnu þetta árið er 216 dýr og klárt mál að því verður ekki náð - enda einungis unnið fyrir innanlandsmarkað."

Og hrefnuveiðar hér við land geta ekki verið reknar með tapi.

Hrefnukvóti norskra báta var hins vegar 1.286 dýr á ári 2011 og 2012 en markaðir fyrir hrefnukjöt erlendis eru einungis í Noregi og Japan, sem heimamenn sinna sjálfir.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 19:20

22 identicon

Ómar hvernig nýtur náttúran ekki vafans með ákvörðun Sigurðar Inga? Er einhver vafi á að þessar hrefnuveiðar séu sjálbærar? Var þessi vafi forsenda ákvörðunar Steingríms og afhverju er betra að hrefnuveiðimenn séu ósáttir fremur en skoðunarfyrirtækin? Afhverju er það ásættanlegra að tekið sé svæði af hvalveiðimönnum sem þeir hafa alltaf nýtt og veitt stærsta hluta hrefnanna á?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:25

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Malstorm, mér finnst þetta soldið benda til, að ekki sé allt vaðandi í hrefnu eins og oft er talað hér.

Eftir að heyra meira í hrefnuveiðimönnum í fjölmiðlum í dag, þá lítur þetta soldið út eins og yfirgangur þessa hvalveiðihóps. Þeir vilja bara fá að veiða þarna ef svo ber undir. Að sjálfsögðu spilar örugglega inní hjá þeim að styttra geti verið að fara = minni kostnaður.

En þeir virðast samt ekki spekúlera mikið í nýtingunni ef aðeins 25% af hrefnunni er nýttur eins og kom fram einhversstaðar í dag. Hitt fer bara í sjóinn.

Þetta er mál sem íslendingar ættu ekki að þurfa að vera að deila um núna 2013. Sýnir samt vel hve auðvelt er að spila þjóðrembingsbull upp í íslendingum útaf engu.

Það ætti auðvitað að vera pressa á stjórnvöld um að viðhalda friðasvæðinu og grípa fram fyrir hendurnar á hvalveiðimönnum.

En þvert á móti er þrýstingurinn frekar með hvalveiðimönnum og að ríkisstjórnin leyfi bara mönnum að veiða uppí kálgörðum.

Þetta er óhemju forpokuð og kauðaleg afstaða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 21:36

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg ótrúlegt, og mikil nýjung fyrir marga íslendinga að heyra, býst eg við, að bara sé hægt að veiða hrefnu inná ætluðu hvalaskoðunarsvæði inní Faxaflóa. Utan þess svæðis - þá er enginn hvalur og/eða of erfitt að ná í hann.

Þessi staðreynd er bara merkileg ef rétt er.

Hvalveiðar inná hvaaskoðunarsvæði skemmir náttúrulega möguleika hvalaskoðunarþjónustunnar. Þessi bækslagangur í hvalveiðimönnum skemmir fyrir þróun þjónustunnar til lengri tíma. Segir sig alveg sjálft.

Það skiptir ekkert máli hvort veiðarnar á hrefnu sé mögulegar líffræðilega. Við þurfum ekkert að fara þangað í umræðunni.

Þeir mega alveg veiða þessa hvali - en verða auðvitað að sættast á það að verið er að skapa alvöru atvinnu með hvalaskoðun innan ákveðinnar línu í Faxaflóa - og þeir verða bara að veiða þennan hval sinn annarsstaðar. Allt og sumt.

Hvað gerist? Jú, ríkisstjórnin og viðkomandi ráðherra grípur til sérstakra aðgerða til að skemma fyrir hvalaskoðun.

Þetta er bara hneyksli og ótrúlega lame og mikið fornaldarhugarfar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 21:54

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt hundrað hrefnur eru um 0,2% af hrefnustofninum hér við Ísland og 150 langreyðar um 0,4% af langreyðarstofninum.

Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við Ísland.

Hrefnur og langreyðar éta mjög lítið af verðmætasta fiskinum
og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur og 150 langreyðar á ári skiptir það nánast engu  máli fyrir lífríkið í hafinu hér.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Um 16 þúsund langreyðar eru á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en tæplega 19 þúsund á milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu), samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar.

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72 þúsund hrefnur og þar af eru um 56 þúsund dýr á íslenska landgrunninu.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við getum eingöngu selt langreyðarkjöt til Japans en Japanir hafa sjálfir veitt stórhveli.

Veiðar á langreyði hér við Ísland eru ekki okkar einkamál, því þær eru fardýr sem eru einungis hluta af árinu hér við land. Um þær gilda alþjóðlegir sáttmálar sem okkur Íslendingum ber að virða.

Við getum því ekki veitt hér langreyðar eins og okkur sýnist
og markaður verður að vera fyrir langreyðarkjötið. Ekki étum við það sjálfir og því getum við ekki ætlast til að aðrir éti það.

Verð á langreyðarkjöti í Japan myndi lækka mikið með stórauknu framboði
af slíku kjöti héðan frá Íslandi og japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af því.

Þorsteinn Briem, 8.7.2013 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband