Er hún A- eða B-manneskja ?

Þegar við ókum saman, ég og Einar Vilhjálmsson, í fyrstu ferðina kringum landið á bíl, knúnum innlendum og umhverfisvænum orkugjafa, gat ekki farið hjá því að íþróttir bæri á góma.

Einar er að sjálfsögðu hokinn að reynslu og þekkingu varðandi spjótkast og fleiri iþróttir og sagði mér frá því að það gæti haft áhrif á keppendur, hvort þeir væru A- eða B-manneskjur, þ. e. kvöldsvæfir að eðlisfari eða morgunsvæfir.

Hann kvað þetta hafa komið fram á hans eigin ferli. Ekki veit ég hvort Ásdís Hjálmsdóttir er kvöldsvæf eða morgunsvæf eða hvort það hefur mikil, lítil eða nær engin áhrif á getu hennar.

Þess vegna verður enn meira spennandi að fylgjast með henni í fyrramálið en ella.


mbl.is Í flottu formi og tilbúin að kasta langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband