Völlurinn er á Skildinganesmelum.

30% Reykjavíkurflugvallar er í Vatnsmýri en 70% er á Skildinganesmelum og í Skerjafirði. Þungamiðja vallarins, þar sem brautir hans skerast, er á Skildinganesmelum.

Ef kenna á völlinn við einhvert svæði, eru það Skildinganesmelar.

Þetta er enn eitt dæmið um það hve miklu það skiptir þegar annar aðilinn í deilu getur skekkt vígstöðuna með því að ráða þeim tækjum, í þessu tilfelli orðum, sem notuð eru í deilunni.

Ef ég ætti að fara í keppni við einhvern í íþrótt og viðfangsmaður minn fengi því ráðið að það yrði körfubolti eða sund, væri leikurinn unninn fyrir hann, því að ég er bæði lélegasti körfuboltamaður á Íslandi og lélegasti sundmaður á Íslandi.

Ég ætti miklu meiri möguleika í hlaupum eða knattspyrnu.

Vallarandstæðingum hentar vel að nota orðið Vatnsmýri af því að sá hluti vallarins er næstur miðbænum.

Það hentar líka vallarandstæðingum að notuð sé mynd, sem er tekin þannig að völlurinn sé í forgrunni en borgin í baksýn. Frá því sjónarhorni sýnist völlurinn margfalt stærri í hlutfalli við byggðina en hann raunverulega er.

Völlurinn tekur um aðeins 7% af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins VESTAN ELLIÐAÁA (flatarmáli hins gamla Seltjarnarness) eða álíka mikið rými og Reykjavíkurhöfn öll, sem engum dettur í hug að leggja niður og reisa íbúðabyggð í staðinn.

Á tímum flokksblaðanna hér um árið er sagt að ljósmyndarar hafi stundum spurt þegar þeir áttu að taka mynd af fundi eða samkomu: "Á ég að hafa marga eða fáa á fundinum?" 

Þetta hefðu vallarvinir átt að hafa í huga þegar þeir völdu mynd af vellinum, en ekki til þess að gera hann of stóran eða of lítinn, heldur séðan frá því sjónarhorni þar sem stærðarhlutföllin eru sem réttust.

  

 


mbl.is „Þetta gerist hraðar en við þorðum að vona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Áttu einhverjar skjámyndir/grafík/teikningar sem þú hefur gert af vellinum og getur sett hér á blogið/netið til fróðleiks fyrir okkur hin sem eru að reyna ná áttum í öllu þessu?

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2013 kl. 15:58

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Arkitektar nota oft óeðlileg sjónarhorn til að blekkja.  Til dæmis allar myndir sem birst hafa af Alþingisreitnum, byggingaráformum við gamla Landsímahúsið og svo gamla Hallærisplanið eru til þess gerðar að "minnka" byggingarmagnið fyrir augað. Þannig gætu menn haldið að ekki sé verið að minnka opin svæði en svo er auðvitað ekki.

Fyrir þá sem vilja kynna sér loftmyndir af flugvellinum og nágrenni er bent á að nýta sér kortasjá Reykjavíkur http://lukr-01.reykjavik.is/borgarvefsja/  

En hversvegna Ómar ertu að miða flatarmál flugvallarsvæðisins við flatarmál alls borgarlandsins upp á Kjalarnes líka?!  Nær er að miða við svæði sem afmarkast af Svorrabraut-Skógarhlíð-Kringlumýrarbraut. Þar fyrir vestan liggur flugvöllurinn og þekur sennilega hátt í 25% af því svæði. Og meðvegtengingu yfir á Bessastaðanes þá mun þetta svæði halda áfram að vera miðsvæðis og þar með verðmætasta byggingarlandið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.8.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurflugvöllur fer af Vatnsmýrarsvæðinu samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki ákveðið að færa Gömlu höfnina í Reykjavík.

Hins vegar er hægt að færa Reykjavíkurflugvöll á strjálbýlt svæði eða landfyllingu á höfuðborgarsvæðinu.

Og ég veit ekki til þess að nokkur maður sé á móti flugvöllum.

Borgum er stjórnað samkvæmt kosningum en ekki skoðanakönnunum eða undirskriftasöfnunum og aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 verður væntanlega samþykkt nú í haust.

Nú er verið að þétta byggðina vestan Kringlumýrarbrautar
með því að skipuleggja til dæmis byggð við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Og meirihluti Reykvíkinga starfar vestan Kringlumýrarbrautar.


Reykjavíkurborg á
, ásamt einkaaðilum, meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins, eða 58%, 87 hektara af 150.

Verðmætasta byggingarlandið
í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu, töldu Samtök um betri byggð árið 2001 að væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði, um 80 milljarðar króna á núvirði.

Ríkið gæti því fengið
um 34 milljarða króna með sölu á 57 hekturum (42%) af flugvallarsvæðinu til Reykjavíkurborgar.

Kostnaður við flugvöll á Hólmsheiði var hins vegar áætlaður árið 2006 um tíu milljarðar króna, eða 15 milljarðar króna á núvirði.

16.2.2012:


Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, sem merktur er hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 17:40

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steini þetta er svo sem gott og blessað en hver er kjarninn í allri þessari talnaspeki?  Hver er þín skoðun?  Ef okkur vantar hagtölur þá förum við á vef hagstofunnar en kíkjum ekki á kommentin hjá Ómari

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.8.2013 kl. 17:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.5.2013:

"Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar
verður samþykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku.

Einhugur er um málið í borgarstjórn
, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni."

Aðalskipulag Reykjavíkurborgar klárað í sátt í næstu viku


11.7.2012:


""Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir," segir formaður borgarráðs."

Innanríkisráðherra þarf að virða skipulagsvald Reykjavíkur


"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands


5.5.2009:


"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.

Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.

Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum
var 369,6 milljónir króna.

Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."

Reykjavíkurborg - Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum í Fossvogi um 370 milljónir króna

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 18:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú verður að lesa texta minn rétt, Jóhannes. Ég segi: "Völlurinn tekur aðeins 7% af höfuðborgarsvæðinu vestan Elliðaáa", þ. e. svæðis, sem sjálft er aðeins hluti af höfuðborgarsvæðinu.  

Sem sagt: 7% af svæðinu vestan Elliðaáa, en á því svæði er bæjarfélagið Seltjarnarnes, sem tilheyrir ekki Reykjavík heldur höfuðborgarsvæðinu.

Ef miðað væri við höfuðborgarsvæðið allt myndi völlurinn aðeins taka einhvers staðar miilli 1 og 2 prósent.

Ætla að feitletra setninguna eftir þessa ábendingu.

Ómar Ragnarsson, 19.8.2013 kl. 21:40

7 Smámynd: Ingólfur

Þétting byggðar í Vogunum gerir óskup lítið fyrir borgarskipulagið.

Veistu nokkuð hvað völlurinn tekur mikið pláss af svæðingu vestan Kringlumýrarbrautar, og hvað hann hefur áhrifa á stórt svæði umfram það t.d. vegna hæðartakmörkunar á byggingum?

Ég skil samt vel rökin fyrir því að innanlandsflugið og landsmenn þurfi flugvöll sem er nær Reykjavík en Keflavíkurflugvöllur, og því er vert að skoða allar hugmyndir um staðsetningu.

Stærsti ókosturinn sem ég sé við "Skildinganesmelaflugvöll" er að það mun líklega endanlega tryggja slysið sem felst í byggingu nýs spítala við Hringbraut. Það er nefnilega versti staðurinn fyrir stærstu bráðamóttöku landsins, auk þess sem stækkun sjúkrahússins þar mun auka á umferðarvanda svæðisins.

P.S: Svo má auðvitað nefna að stór hluti hafnarstarfseminnar er farin úr miðbænum.

Ingólfur, 19.8.2013 kl. 22:02

8 Smámynd: Frosti Heimisson

Góður punktur Ómar. Þótt ég sé að verða ansi þreyttur á að svara mönnum eins og Steina sem tönglast á því að fáir borgarfulltrúar hafi ályktað (þvert á kosningu og gildandi reglur þar að lútandi), þá finnst mér ég verða að gera það. Það er ljóst að þetta landrými er að auki í eigu ríkis og ríkið getur undir yfirskini samgangna kastað eign sinni á það svæði ríki þar almannahagsmunir. Að auki væri áhugavert að heyra menn eins og ofangreindan tjá sig um málið væri hér um bæjarstjórn Sandgerðisbæjar og framtíð millilandaflugs (því Sandgerðisbær á jú stóran part undir Keflavíkurflugvelli og gæti með sömu einföldu röksemdafærslu lokað fyrir allt flug þar og reist á brautunum íbúðarhús). Og þessir 80ma króna fljúga fljótt þegar þarf í fyrsta lagi að leggja niður 18ma kr. flugvöll, reisa annan (m.v. að Keflavík yrði ekki fyrir valinu) fyrir 25ma kr. (minimum) og flytja flugstjórnarmiðstöðina fyrir um 20-25ma króna. Fyrir utan að afskrifa þær tekjur sem borgin hefur af rekstrinum.

Jæja, hef þetta ekki lengra en geri mér grein fyrir að ónefndur muni svara þessu með mörgum feitletruðum orðum þótt ég efist um að nenna að svara honum.

Frosti Heimisson, 19.8.2013 kl. 23:48

9 Smámynd: Frosti Heimisson

... og vilji menn þétta byggð, má bara byggja upp um eina eða tvær hæðir. Svo einfalt er það nú.

Frosti Heimisson, 19.8.2013 kl. 23:53

10 identicon

Frosti það er engin ástæða til að flytja flugstjórnarmiðstöðina, henni var ekki holað þarna niður vegna útsýnisins! Eina „útsýnið“ í aðalvinnurýminu er beint upp í loft út um þakglugga. 

Svo má benda á að Gufunesradíó er enn á sínum stað þrátt fyrir þéttingu byggðar.  :)

Karl J. (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 09:41

11 identicon

Svo best ég veit er EKKI reiknað með því í plönum borgarinnar að flugumferðarstjórnin verði á sínum stað, enda eru menn þar á bæ búnir að fara yfir málið á þeim forsendum. Niðurstaða: ATC Reykjavík myndi færast úr landi.
En.....allt er þetta í raun í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú hefur mörg möguleg verkfæri til aðgerða sem borgin hefur ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 06:43

12 identicon

Flugumferðarstjórnin færi ekki úr landi þó þeir flyttu í annað húsnæði.

Karl J. (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband