Fann úrið sitt uppi í fjalli eftir 35 ár.

Jósafat Líndal, bóndi á Holtastöðum í Langadal og hreppsstjóri í Engihlíðarhreppi, týndi forláta vasaúri á göngu uppi i Holtastaðafjalli á öðrum áratug síðustu aldar. Þetta var sannkallað hreppsstjóraúr, með keðju og vandað hulstur eða "hús" utan um úrið.

35 árum síðar átti hann leið um fjallið sem oftar og rakst þá fyrir algera tilviljun á úrið góða þar sem það lá utan í litlum mel.

Hulstrið var kolryðgað, en þegar hann hafði opnað það og trekkt úrið upp, gekk það "eins og klukka", rétt eins og ekkert hefði í skorist.

Þetta þótti það óvenjulegt að úr því varð frétt í Morgunblaðinu. En hvað segir ekki í Biblíunni: Leitið og þér munið finna. Nema, að Jósafat vissi ekkert hvar hann hafði týnt úrinu og hafði því aldrei verið að leita að því.


mbl.is Veskið fannst tveimur árum seinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er nafnabrengl á ferðinni. Eigandi úrsins góða var Jónatan Líndal, óðalsbóndi á Holtastöðum, faðir Jósafats Líndal.

Jóhanna Líndal (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 11:36

2 identicon

Af hvaða tegund (gerð) var úrið?

Veit það einhver?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 13:06

3 identicon

http://timarit.is/files/26743232.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22J%C3%B3natan L%C3%ADndal%22

Gedeon Thommesen (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 17:51

4 identicon

Takk fyrir þetta "Gedeon Thommen".

Fyrir neðan er slóð í sögu fyrirtækisins. “Société d’ Horlogerie à Waldenburg” var stofnað 1853 í bænum Waldenburg í kantón Jura í Sviss. En í Jura eru enn í dag framleidd bestu og frægustu úr heims.

 http://www.cjbalm.com/watches/watch-revue-thommen-history.htm

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 20:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég man svipaða sögu af manni sem varð fyrir því óláni þegar hann var á skíðum í brekkum Skarðsmýrarfjalls nálægt Kolviðarhóli, að annað sjónglerið losnaði úr gleraugum hans og rann í burtu niður harðfennið út í skammdegisrökkrið sem þá húmaði að. Eins og gefur að skilja var leit svo gott sem tilgangslaus við þessar kringumstæður og sjónglerið var því fljótlega afskrifað og upp frá því álitið týnt og tröllum gefið.

Sumarið eftir þennan skíðavetur var svo sami maður þáttakandi í hreinsunardegi á þá snjólausu skíðasvæðinu þar sem þetta óhapp hafði átt sér stað um veturinn. Eftir að hópar manna höfðu þar gengið dágóðan tíma um svæðið og upp í brekkurnar til að týna saman rusl gerðist nokkuð sem enginn átti von á eða hafði leitt hugann að. Sjónglerið fannst, algjörlega óskemmt en þó dálítið skítugt, liggjandi við einar brekkuræturnar.

Fyrir utan það hversu ólíklegt er að finna gegnsæan hlut fyrir algera tilviljun á svona stóru svæði, þá var nokkuð annað sem gerði þessa tilviljun ennþá ólíklegri. Það var sú staðreynd að sá sem fann glerið var eigandi þess, hinn sami og hafði sjálfur tapað því þar fyrr um veturinn. Hann ætlaði fyrst um sinn varla að trúa eigin "augum". :)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2013 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband