Fyrsti viðburðurinn í tilefni dagsins að hefjast.

Fyrsti af hundruðum hátíðarviðburðum Dags íslenskrar náttúru virðist vera að hefjast hér í Gálgahrauni þegar þessi bloggfærsla er færð þar á áttunda tímanum. IMG_0918Vinnuflokkur er kominn í vinnubúðir til þess að hefja hér þá athöfn í tilefni dagsins og til heiðurs og virðingar við íslenska náttúru að ráðast með vinnuvélum inn í hraunið og ryðja því burtu ásamt fánunum sem þar er. 

En nú rétt í þessu barst sú frétt hingað úr vinnubúðunum að ætlunin væri að nota daginn í önnur verkefni tengd þessum framkvæmdum en að ráðast á hraunið sjálft.

Á myndinni sjást nokkrir "varðmenn" Hraunavina, sem komnir voru á staðinn klukkan sjö í morgun.


mbl.is Hraunavinir mótmæltu í Gálgahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Ómar með afmælisdaginn og "Dag íslenskrar náttúru".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 09:14

2 identicon

Til hamingju með daginn. Megi barátta þín og þeirra sem ötulast hafa unninð fyrir okkur skila sér í virðingu fyrir náttúrunni. - Megi sá dagur koma!

Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 09:24

3 identicon

Þú ert nú meiri gosinn. Af hverju mótmælið þið ekki við bæjarskrifstofurnar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 10:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er svipaður gömlu lögregluspæjurunum sem getur ekki hætt þótt kominn sé á eftirlaun.

Ég fór í Gálgahraun í morgun til að taka myndir af því sem þar myndi fara fram og reyndist vera eini maðurinn á staðnum með nógu góðar kvikmynda- og ljósmyndatökuvélar.

Eins og sagt er á ensku: "To be where the action is."

Þar var rétti staðurinn. Það stendur ekki til að brjóta niður húsið, sem bæjarskrifstofurnar eru í, eða er það?

Ómar Ragnarsson, 16.9.2013 kl. 11:22

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Til hamingju með daginn Íslendingar og Ómar

Arnar Pálsson, 16.9.2013 kl. 11:57

6 identicon

Ef markmiðið var að hengja bakara fyrir smið þá var þetta sjálfsagt rétti staðurinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 13:22

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég stend með ykkur í þessum vegagerðar-mótmælum þarna í fallega hrauninu í Hafnarfirði. Það er hreinlega alls engin þörf á þessu rándýra vegagerðar-stórslysi. Hvorki núna né seinna.

Ég vil samt ekki mæta á svæðið með ykkur.

Ástæðan fyrir að ég mæti ekki á svæðið er sú, að einhverjir ónafngreindir aðilar hafa fullyrt að þeir sem mótmæltu á Austurvelli, hefðu verið að mótmæla gildandi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Þannig lygafullyrðingar ónafngreindra ábyrgðarlausra aðila, fyrir heildarinnar hönd, eru ekki hvetjandi til mótmæla-stöðu. Ég hef nefnilega aldrei mætt í mótmæli til að mótmæla gildandi stjórnarskrá. Þessi þjóð þarf fyrst að læra að virða gildandi stjórnarskrá, áður en hægt er að rökstyðja nauðsyn þeirrar nýju.

Og mætti ég ekki í mótmæli fyrr en eftir að 2009-ESB-stjórnin var búin að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildar-aðlögunina. (Svik sem standa enn í verki og á pappírum). Og til að mótmæla grænu ljósi banka og fjármálastofnana, til að halda áfram sinni ræningjaiðju, án þess að dómstólar virkuðu fyrir almenning.

En aftur að þessari stór-undarlegu og ónauðsynlegu Hrauna-vegagerð, á tímum peningaskorts á Íslandi, í Evrópu og víðar. Peningaskorturinn einn og sér á þessum tímum, ætti að duga til að stoppa þessa vegavillu-vitleysu flottræflanna ábyrgðarlausu. Það er engu líkara en búið sé að loka endanlega fyrir alla heilbrigða hugsun hjá þeim verkstjórum embættismanna-kerfisins, sem stjórna Íslandi á ábyrgðarlausan hátt.

Verkstjórar embættismanna-spillingarinnar (hverjir sem það eru), eru líka að fara að byggja einhverja heilaþvotta-viðbyggingu á Vogi, með tóman sjóð, og lyfjasvikna, skattpínda, bankarænda og Molly-bryðjandi fórnarlömb þessa svikakerfis? Og með staðnaðan sjálfskipaðan yfirlæknir: Þórarinn Tyrfingsson, á þeirri stofnun. Stofnun greiningar-skorts, samfélagsstimplunar, og þar af leiðandi endalausum endurkomum, mið tilheyrandi fjölskylduharmleikjum. Þessi maður er enn yfirlæknir eftir áratugi, án endurmenntunar og hæfniskrafna af nokkru tagi. Þetta gengur ekki lengur.

Svo heimtar Kári Stefánsson rannsóknar-tilrauna-skurðspítala, í viðbót við gæluverkefnið "sitt": íslenska erfðargreiningu, sem ekki er einu sinni í eigu Íslands lengur. Heilsufar og efnahagur almennings á Íslandi og víðar, er ekki áhyggjuefni þessara tveggja lækna, ásamt restinni af sjálftöku-embættismönnum á Íslandi.

Háttsettir embættismenn hrauna yfir allt og alla, eins og stjórnlausir og siðblindir villimenn á öllum vígstöðum. Þeir skulu þó ekki sleppa við hvassa og sannarlega réttmæta gagnrýni og umfjöllun.

Fyrirgefðu ómar, að ég fór út fyrir efnið, eins og svo oft. Ég þurfti bara að vekja athygli á þessu öllu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2013 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband