Skelfa út fyrir landsteinana.

Það er ekki nýtt að uppreisnarmenn og stigamenn í Sómalíu hafi ekki aðeins látið að sér kveða innan landamæra landsins heldur líka í nágrannalöndunum Kenía og Eþíópíu.

Fyrir nokkrum árum fengu Eþíópíumenn Bandaríkjamenn til að gera flugskeytaárás á búðir þeirra í Sómalíu til þess að minnka ógnina af þeim.

Árið 2006 átti ég leið um suðausturhluta Eþíópíu með íslenskum trúboða áleiðis til El-Kere, sem er fjallahérað þar norður af. Í Hindane, héraðshöfuðborg, sem farið var í gegnum, fengum við aðvaranir um það að leiðin væri ótrygg vegna stigamanna, sem ættu það til að gera strandhögg á þjóðleiðinni og hverfa síðan til baka yfir landamærin.

Þetta fyllti mann ákveðnum óhug en ekkert gerðist í þetta sinn.

Á hafinu austur af Sómalíu hefur ríkt einstakt ástand sjórána um árabil, heimsbyggðinni til hrellingar.

Og nú sér maður sjóræningja í öðru ljósi en í bókunum um Captain Blood og aðrar "sjóræningjahetjur" sem maður las sem strákur fyrir 60 árum.

Með árásinni í Nairóbi breiðist út vaxandi ótti við þessa óaldarmenn. Næsti vettvangur gæti orðið Addis Ababa í Eþíópíu.

Þessir óþjóðalýður gerir ekkert nema illt af sér. Hann gerir einræðisstjórnum í nágrannaríkjunum einfaldlega auðveldara fyrir með að herða harðstjórnartök sín, en slíkt ástand hefur ríkt í raun í Eþíópíu og óafléttu hernaðarástandi milli landsins og Eritreu borið við.

Ekkert er kærkomnara fyrir einræðisstjórnir en að geta bent á utanaðkomandi óvin.

 


mbl.is Enn setið um árásarmennina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband