"Túrbínutrixið" klikkaði 1970. Hvað nú?

Stjórn Laxárvirkjunar ákvað að kaupa svo stórar túrbínur í Laxárvirkjun 1970 að andstæðingar Gljúfurversvirkjunar stæðu frammi fyrir gerðum hlut, yrðu að játa sig sigraða og að virkjunin yrði að veruleika.

Sigurður Gizurarson, lögmaður Laxárvina, byggði málsvörn sína á því að með því að kaupa túrbínurnar áður en dómsmálum hefði lokið, hefði stjórnin tekið áhættu (siðlausa áhættu) og ætti því sjálf að taka afleiðingunum af því Laxárvinir létu ekki kúga sig.

Nú virðist Vegagerðin leika sama leik í Gálgahrauni. Í landinu eru í gildi lög um það að samtök á borð við Náttúruverndarsamtök eigi lögaðild af framkvæmdum sem þau leggðust gegn með málsókn.

Þetta mál er ekki útkljáð fyrir dómstólum en samt hefur Vegagerðin haldið framkvæmdum sínum til streitu í trausti þess að ef hún komist upp með að rústa hrauninu, hafi Hraunavinir í raun tapað málinu, þótt þeir vinni það fyrir dómstólum.

Vegamálastjóri segist meta það svo fyrirfram að hann muni vinna sigur í dómsmálunum og á grunni þess geti hann tekið sér það dómsvald í raun sem felst í því að rústa hrauninu.

Sem sagt: Orðið ríki í ríkinu með dóms-og framkvæmdavald í þeim málum sem hann velur sér til þessa ofríkis.

Ef aðrir í landsmenn gætu tekið þetta upp í álitamálum er ljóst að það verður óþarft að hafa dóms- og réttarfar, - hrokafullir valdsmenn geti hrifsað það til sín.

Nýlega hefur Vegagerðin tapað tveimur dómsmálum og þurft að borga alls 280 milljónir króna í skaðabætur.

Ekki er að sjá annað en að mönnum þyki svona lagað sjálfsagt mál og enginn spyr, hvort þetta sé eðlilegt eða viðunandi.  

Ef Vegagerðin tapar Gálgahraunsmálinu og hefur rústað hrauninu áður, geta engar skaðabætur fært okkur aftur hraunið. Það er munurinn á þessu máli og hinum málunum sem hún er að tapa. Ef það er í skjóli þessa sem hún veður í hraunið er það siðlaust.

"Túrbínutrixið" klikkaði 1970 vegna staðfestu þeirra sem létu ekki kúga sig. Vegagerðin á enn tækifæri á að breyta um stefnu í þessu máli. Vonandi gerir hún það.  


mbl.is „Fólk myndar bara mannlega keðju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju eruð þið að bjarga ?

Grjóti ? Hrauni ?

Eruð þið ekki í lagi ?

Markús Orri (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 23:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Markús Orri hefur sem sagt ekkert málefnalegt um þetta mál að segja.

Þorsteinn Briem, 22.9.2013 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Með öðrum orðum, stofnanir Lýðveldisins gera það sem þeim sýnist.

En munum stofnanir Þjóðveldis komast upp með það?

:D

Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2013 kl. 23:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"A distinction is made between "the public", all the civil society's actors, and the "public concerned" precisely, those persons or organisations affected or interested in environmental decision-making (e.g. environmental NGOs)."

"Public participation in decision making: the public must be informed over all the relevant projects and it has to have the chance to participate during the decision-making and legislative process. ..."

Aarhus Convention


Fullgilding Árósasamnings - Samþykkt á Alþingi án mótatkvæða 16. september 2011

Þorsteinn Briem, 22.9.2013 kl. 23:52

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er afar fróðlegt að lesa frummatsskýrsluna frá árinu 2000, um þennan veg. Augljóst er að þarna er um merkilegt svæði að ræða.

 Verndunarsinnar segja að fornminjar séu í hættu, en fornleifavernd gefur grænt ljós á framkvæmdirnar.

Varðandi spurninga hvort ekki sé hægt að lagfæra núverandi veg, eins og flestar athugasemdirnar við framkvæmdina ganga út á, segir:

"Ný veglína í núverandi vegarstæði uppfylli engan veginn vegtæknilegar kröfur. Út frá öryggissjónarmiðum annars vegar og af skipulagslegum ástæðum hins vegar sé ekki hægt að fallast á tillögu Náttúruverndar ríkisins um að núverandi vegur verði endurbættur í stað fyrirhugaðrar framkvæmdar."

Þetta finnst mér veigamikil rök. Lokaniðurstaða umhverfismats er ekki í samræmi við vilja verndunarsinna en það kemur varla nokkrum á óvart.

Ég hvet fólk til að lesa skýrsluna, sjá  HÉR

Samkvæmt þessari mynd liggur vegurinn ekki yfir Gæalgahraun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2013 kl. 09:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur liggur í apalhrauni (Garðahraun, Gálgahraun) með þunnri gróðurþekju." (Bls. 19.)

"Verkkaupi hefur gert ráð fyrir svæði undir efnisvinnslu í Gálgahrauni við nýjan Álftanesveg milli Garðaholtsganga og Garðastekksganga." (Bls. 17.)

"Þá skal forskera berg í bergskeringum í vegi gegnum Gálgahraun þar sem því verður við komið ..." (Bls. 35.)

Vegagerðin - Álftanesvegur (415) - Útboðslýsing

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 10:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í náttúruverndarlögum, sem tóku gildi 1. júlí 1999, eru tilgreindar landslagsgerðir sem njóta sérstakrar verndar.

Þar kemur fram að eldhraun runnin á nútíma [...] á borð við Garðahraun/Gálgahraun eru þar á meðal og forðast skuli röskun á þeim eins og kostur er."

"Gálgahraun er kennt við Gálgaklett, þríklofinn hraunstand nyrst í hrauninu."

"Samkvæmt náttúruminjaskrá afmarkast Gálgahraun af núverandi Álftanesvegi að sunnan en hraunjöðrunum að austan og vestan.

Framkvæmdasvæðið
, sem fjallað er um í matsskýrslu þessari, er því að stórum hluta innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá."

"Framkvæmdirnar munu því rýra verndargildi hraunsins sem svæðis á náttúruminjaskrá, auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum."

"Garðahraun/Gálgahraun er sennilega stærsta hraunið sem enn er ósnortið í miðju þéttbýli á Innnesjum og verndargildi þess er ótvírætt sem slíkt."

Vegagerðin - Nýr Álftanesvegur - Mat á umhverfisáhrifum, janúar 2002

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband