Umboðsmaður náttúrunnar og komandi kynslóða?

Það er á fleiri sviðum en mannréttindum hinsegin fólks sem róðurinn er enn þungur.

Íslenskir borgarar eiga athvarf hjá umboðsmanni Alþingis. Það kostaði baráttu að koma því embætti á fót.

Þetta embætti var ein af hugmyndunum hjá stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsens 1983, en starf þeirrar nefndar varðandi heildarendurskoðun var eyðilagt eins og störf allra annarra stjórnarskrárnefnda í bráðum 70 ár.

Þó komst þessi hugmynd um umboðsmann Alþingis síðar í framkvæmd og einnig er til embætti umboðsmanns neytenda.  

Á öðru sviði er róðurinn enn þyngri, en það er varðandi lögvarða hagsmuni náttúruverndarsamtaka og hagsmuni komandi kynslóða.

Í rétti Evrópuríkja var Árósasamningur svonefndi lögfestur fyrir um 15 árum. Ísland skar sig úr í meira en áratug varðandi það að vilja ekki taka lögfesta þennan samning, sem kveður á um lögvarða hagsmuni fjöldasamtaka um náttúruvernd og umhverfismál.

Enn koma upp í hugann fyrstu ljóðlínurnar í ljóði Snorra Hjartarsonar: "Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, / þér var ég gefinn barn á móðurkné."

Það má segja að þjóðin og hver einstaklingur hennar eigi sér umboðsmann Alþingis, en náttúran, landið, á engan umboðsmann, og ekki heldur tungan.

Langstærsti aðilinn, sem ákvarðanir núlifandi Íslendinga varða, eru þó þær milljónir fólks, sem eru ófæddir Íslendingar.

Nú er að vísu búið að lögfesta Árósasamninginn hér á landi, en þó reyndu andstæðingar hans að lemstra hann eftir bestu getu, þeir hinir sömu og höfðu staðið að þeirri þjóðarskömm að gera Ísland að viðundri í hópi Evrópuþjóða með því að koma í veg fyrir það í meira en áratug, að lemstra þetta mannréttindaplagg eftir bestu getu.

Gálgahraunsmálið hefur orðið skurðpunktur í þessum efnum og er orði margfalt stærra mál en það, að aðeins sé um eitt hraun að ræða.

Fyrir dómstólum liggur, hvort Árósasamningurinn gildi um það mál.  

Verði lyktir þess máls það að samtök þúsunda náttúruverndarfólks eigi ekki lögvarða hagsmuni þegar um er að ræða framkvæmdir sem valda óafturkræfum spjöllum sem binda hendur komandi kynslóða, liggur fyrir að Árósasamningurinn er gagnslaust pappírsgagn og bakslagið, sem í því felst, ekki minna en það bakslag, sem formaður Samtakanna 78 ræðir um á sviði mannréttinda hinsegin fólks.

Í starfi stjórnlagaráðs var það starf mitt og fleiri samherja að semja nútímalega og framsækna stjórnarskrá réttlætis, gagnsæis, frelsis og lýðræðis.

Ég sé eftir því að hafa ekki orðað þann möguleika í starfi ráðsins að samkvæmt nýrri stjórnarskrá yrði sett á fót embætti umboðsmanns náttúrunnar og komandi kynslóða líkt og gert hafði verið í starfi stjórnarskrárnefndar Gunnars Thoroddsen.

En stjórnarskrárhugmynd stjórnlagaráðs er að vísu hvort eð er enn aðeins orð á blaði sem valdaöflin í þjóðfélaginu vilja að komist aldrei í framkvæmd þannig að enn er ekki of seint að setja þessa hugmynd fram, bæta henni við aðrar umbótahugmyndir, sem felast í tillögum stjórnlagaráðs og berjast fyrir framgangi þeirra allra.

 

 


mbl.is Bakslag í baráttu hinsegin fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir helgi óskuðu um 100 íhaldsamir trúarleiðtogar í Sádi Arabíu eftir áheyrn í konungshöllinni í Riyadh, þeir sögðu að mótmæli kvenna við að mega ekki aka bifreið, væri samsæri og ógnun við samfélagið.

Á íslandi segir ráðherra og sýslumaður að náttúruverndarsamtök, hafi als ekki lögvarða hagsmuni að náttúruspöllum á Álftanesi, hver á þá lögvarða hagsmuni að málinu?

Síðan lýsir ráðherra því yfir að engin réttaróvissa sé um vegaframkvæmd í Gálgahrauni,þó svo tvö mál lyggi fyrir Hæstarétti er varðar framkvæmdina.

Er einhver munur á stjórnsýslu og réttarkerfi þessara landa?

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 14:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kynkaldur í kvennafans,
kallinn Sigurður Ingi,
umboðsmaður Andskotans,
er hann hér á þingi.

Þorsteinn Briem, 26.10.2013 kl. 16:37

3 identicon

Góður Steini Briem!

En kannski kann mörlandinn ekki lengur að meta góðar ferskeytlur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 16:55

4 identicon

Jú, Haukur.  Mörlandinn kann að meta góðar ferskeytlur.  En séu þær ofstuðlaðar og með þríliðum...?

Tobbi (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 18:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin ostuðlun hér, Æri-Tobbi:

Kynkald/ur í/ kvenna/fans,
kallinn/ Sigurður/ Ingi,
umboðs/maður/ Andskot/ans,
er hann/ hér á/ þingi.

Og engin sérsök ástæða til að amast hér við /Sigurður/ sem reyndar er með þremur sérhljóðum og -ans er í lágkveðu.

Þorsteinn Briem, 26.10.2013 kl. 19:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ofstuðlun" og "sérstök" átti þetta nú að vera.

Fleiri dæmi:


U
pp á/ fór ég/ Ingu/ Lind,
e
nda/ þótt það/ væri/ synd,
inni/hald í/ mýsins/ mynd,
m
eiri/ vonir/ við það/ bind.

I
nga/ Lind er/ ætíð/ blaut,
u
ndar/legur/ fjandi,
e
n með/ henni/ ástar/ naut,
u
pp'á/ þurru/ landi.

M
örland/anna/ mörg er/ synd,
með/ mögrum/ skvísum/ gutla,
en/ æðis/leg er/ Inga/ Lind,
a
lgjör/ sófa/skutla.

/Mörland-/ er tvíliður og hákveða, áhersluþungur bragliður eins og /mörg er/, með og en eru forliðir, áherslulétt atkvæði fremst í braglínu, en synd og Lind eru stúfar, einliðir í lok braglínu.

Þorsteinn Briem, 26.10.2013 kl. 20:13

7 Smámynd: Már Elíson

Það má nú alveg hæla Breimaranum þegar hann gerir þokkalegar og næstum smellnar bögur sem þessa.

En KynKaldur í Kvenna...eru með þrem káum sem eru á grensunni....

En hann á það til, og ég man eftir 2-3 á þessu ári sem voru bara þokkalegar, og þá fær hann hrós fyrir viðleitnina.

Kannski er þetta líka það eina áhugaverða við hans skrif...Því hitt er eiginlega allt copy / paste, sem er

nánast ritstuldur.

Yfir og út....

Már Elíson, 26.10.2013 kl. 20:16

8 identicon

„meiri/ vonir/ við það/ bind.“
Þetta heita reyndar aukastuðlar en eru af sama meiði.

„með/ mögrum/ skvísum/ gutla,“  Þetta þætti ekkert sérstakt í minni sveit.  Og úr Svarfaðardalnum komu svosem líka þokkalegir hagyrðingar, t.d. frá Tjörn.  Ég er ekki viss um að þeir allir hefðu látið svoddan frá sér.

Tobbi (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 20:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallar hér með lítinn lók,
lesið aldrei hafa bók,
heimska þeirra heiminn skók,
Hönnu Már að aftan tók.

Þorsteinn Briem, 26.10.2013 kl. 20:30

10 Smámynd: Már Elíson

Þessi skrif þín Mr. Breim...Þetta er það sem ég á við, og sé að veikindi þín eru að taka sig upp.....Að þú skulir komast upp með þennan ruddahátt (sem afhjúpar þig og þitt innræti alveg), er mér óskiljanlegt, og það á kork heiðursmannsins Ómars. - Þú ert aumkunarverður ritsóði.

Már Elíson, 26.10.2013 kl. 23:13

11 identicon

Sæll Ómar.

Form ferskeytlunnar er: 7-6-7-6 atkvæði.
Form á vísu í færslu #5 er: 7-7-7-6 atkvæði og á
því ekkert skylt við ferskeytlu.

Færsla #9 er til vansæmdar og
ber að fjarlægja tafarlaust.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 00:12

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undir kallinn engu rís,
undan Tobba Már Elís,
ætíð heilinn í þeim frýs,
á þeim lifa flatar lýs.

Þorsteinn Briem, 27.10.2013 kl. 00:13

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þér kemur akkúrat ekkert við hvaða vísur ég birti hér, "Húsari".

Þú ert vesalingur sem ekki þorir að birta hér nafn þitt, frekar en aðrir fáráðlingar.

Þorsteinn Briem, 27.10.2013 kl. 00:28

14 identicon

Sæll Ómar.

Margur undrast að þú skulir láta viðgangast
og hafist ekkert að þó gestum þínum sé mætt
af einstökum dólgshætti og dónaskap á þessu
bloggi þínu, - eða er þetta að þínu skapi og
þínum vilja t.d. færsla nr. 9?

Húsari. (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 01:18

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferskeytla hefur fjórar víxlrímaðar línur þar sem fyrsta og þriðja lína eru stýfðar:

Kynkald/ur í/ kvenna/fans,
k
allinn/ Sigurður/ Ingi,
u
mboðs/maður/ Andskot/ans,
e
r hann/ hér á/ þingi.

Frægar ferskeytlur:


Y
fir/ kaldan/ eyði/sand,
ei
nn um/ nótt ég/ sveima,
n
ú er/ horfið/ Norður/land,
n
ú á ég/ hvergi/ heima
.

Hér er nú á ég þríliður eins og Sigurður í fyrri vísunni.

F
erskeytl/an er/ Frónbú/ans,
f
yrsta/ barna/glingur,
en/ verður/ seinna í/ höndum/ hans,
h
vöss sem/ byssu/stingur.

Hér er en forliður, áherslulétt atkvæði fremst í braglínu.

Bragfræðihandbók

Þorsteinn Briem, 27.10.2013 kl. 02:02

16 identicon

Það er náttúrulega ljóst að umboðsmaður náttúrunnar þarf að kunna góð skil á hinum náttúrulegu þörfum fólks...

x (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 07:43

17 identicon

Heldur er leiðinlegt að sjá í spjalli un ferskeytlur, þessa gimsteina tungunnar, enskuslettur eins og "cut and paste" í stað "klippt og límt" og "yfir og út" í stað "hef þetta ekki lengra".

geirmagnusson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 08:20

18 identicon

„á þeim lifa flatar lýs.“

Jamm.

Tobbi (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 09:18

19 identicon

Sæll Ómar.

Ekki er ástæða til að Kristján Fjallaskáld sé nefndur
í sömu andrá og bögubósi eða ritsóði sá
er skrifar athugasemd nr. 5 og 9 á þessu bloggi.
Kristján þekkti til úrfellingamerkja semog lengd sérhljóða
en 4. lína þar sem er -h í hvergi og heima
telst ekki röng því þar er það fyrra borið
fram sem -k. En 4.lína í færslu nr. 5 er að
sjálfsögðu röng ef fylgja skal reglum og
ástæðulaust að elta ólar við annað eins endemis rugl.

En hvað dvelur orminn langa og hver eru svör þín, Ómar?
Hvers vegna fjarlægir þú ekki annan eins ósóma og
níð um stjórnmálamenn semog gesti á síðu þinni eða er
það svo að þegar kemur að venjulegu fólki þá sé það
sem hvert annað úrfellingarmerki sem má sleppa
til að fella eigin skoðun að því sem best hentar?
Ætlar þú virkilega að láta þetta standa svona án þess
að svara einu orði? Þá vita menn það og láta þér
leiksviðið einum eftir ásamt hirðfífli þínu!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 11:31

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er eg hlessa: Ómar fjallar um hvernig viss stjórnmálaöfl á Íslandi gera Íslendinga að viðundri meðal Evrópu og gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að hér sé borin virðing fyrir náttúru í verki. En hvernig er umræðan: Vísur og bragfræði sem byrjar á háðkvæði um núverandi umhverfisráðherranefnu.

Eg hefi því miður einkennilega reynslu af viðskiptum mínum við settan umboðsmanns Alþingis. Hann leyfir sér að snúa öllum staðreyndum á hvolf: gera aðalatriði að aukaatriði og aukaatriði að aðalatriði. Þetta eru svipaðar kúnstir og útúrsnúningar sem núverandi ráðamenn leyfa sér m.a. með því að siga lögreglu á friðsama mótmælendur sem algengt er í löndum þar sem fasismi ríkir.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.10.2013 kl. 18:42

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var fyrst að sjá þessar athugasemdir núna og sé að hér að ofan hefur ekki verið sýnd sú kurteisi og aðgát sem æskilegt er að viðhafa á síðu minni og set því fram áminningu.

Stillum okkur aðeins betur en höldum þó áfram uppi fjöri og málefnalegum umræðum.

Aðeins einu sinni í sex ára sögu þessarar "fjölförnu" bloggsíðu hef ég neyðst til að "reka mann út af" og vona að til þess þurfi ekki að koma aftur.

Ómar Ragnarsson, 27.10.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband