Hvað um DNA ?

Það verður að teljast óvenjulegt að efast sé um móðerni fólks eins og gert var og er í hinu langdregna máli Romylyn Faigane. Miðað við þann langa tíma sem málið hefur tekið, hefði mátt ætla að hægt væri að kveða upp úrskurð í þessu máli með DNA prófi.

Hvergi er að sjá að það hafi verið rætt. Kannski talið of dýrt. En mannréttindi verða stundum vart metin til fjár.

Það er ekkert nýtt, ekki heldur hér á landi, að fæðingardagur sé óviss. Afi minn, Edvard Bjarnason, gat aldrei fengið "sönnun" fyrir því hvort hann væri fæddur 2. júní eða 12. júní.

Hann og fjölskyldan héldu upp á 2. júni, en aldrei fékkst botn í misvísandi gögn eða vitnisburði um málið.

Það skipti ekki öllu höfuðmáli, til dæmis ekki hvort hann var 10 dögum eldri eða yngri þegar hann dó.

Afi minn er einfaldlega látinn og það fyrir löngu.

Hvort faðir Romylyn Faigane lést 2007 eða 2009 getur varla haggað því að hann sé ekki lengur á lífi.

Nema að hann birtist skyndilega sprelllifandi, svona rétt eins og að Guðmundur og Geirfinnur Einarssynir gerðu það.

Aðalatriðið í þessu efni er að hinn ógnarlangi málarekstur í einstökum málum eins og þessu er ekki boðlegur, hvernig sem málavextir eru eða hver sem niðurstaðan verður.

  


mbl.is „Ég er 100% mamma hennar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann er skyldur sjálfum sér,
Sigmundar er galli,
afar sjaldan hann er hér,
hann er fjörulalli.

Þorsteinn Briem, 9.11.2013 kl. 16:36

2 identicon

Kostnaður við DNA próf er í kringum 200 þúsund kr. Ódýrara en fóðrið í silkihúfurnar sem flæmdu stúlkuna úr landi...án sannan en með milljóna kostnaði!

Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 22:28

3 identicon

Á meðan er óheftur aðgangur mafíósa frá meginlandi Evrópu inn í landið!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband