Í fótspor Jónasar.

Eitt helsta afrek Jónasar Hallgrímssonar var hið feiknarlega framlag hans til nýyrðasmíðar og þar með orðaforða íslenskrar tungu.

Þótt ýmsir hafi áhyggjur af stöðu tungunnar er það ávallt merki um grósku hennar þegar börn og unglingar finna upp snjöll nýyrði, en um það eru fjölmörg dæmi.

Sum þeirra verða langlíf en önnur hverfa. Þannig var nýyrðið "fýsa" notuð á tímabili um stúlkur sem væru til í tuskið eins og það er kallað. Nú hefur þetta orð horfið og ég sakna þess þótt það viðurkenni að það sé ekki öllum að skapi.

Allt sem tengist nýsköpun í orðaforða tungunnar er af hinu góða.

Sum nýyrði geta verið nauðsynleg til þess að skerpa á merkingunni.

Þannig er ég ansi aumur í hjánum eftir að þvívegis verið skorið í þau, en hef fundið nýyrðið "sárhnjáður" til þessa að lýsa þessari nýju líðan.


mbl.is Íslenskan finnur sér alltaf leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fýsa er reyndar hljóðlíking af dönsku orði sem haft er um tiltekinn líkamshluta kvenna.  Mér finnst engin eftirsjá í því orði

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 15:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð er hún Framsókn fús,
af fýsn þar margur þjáður,
fóta milli flöt þar lús,
í flokknum var hún áður.

Þorsteinn Briem, 8.11.2013 kl. 16:25

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jónas var mikill snillingur orðsins. Þýðing hans á Stjörnufræði Ursins var með því allra besta framtak hans næst á eftir öllum ljóðunum. Þar kemur fyrir orðið þetta fagra orð „ljósvaki“ en það var þýðing Jónasar á „æter“. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður (faðir Bjarna Vilhjalmssonar þingmanns) ritar grein í Skírni 1944 um þýðingu Jónasr á þessu riti og rekur allt þýðingarverkið í þessu merka riti.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2013 kl. 18:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér að ofan ferlegt fress,
fór loks út úr húsi,
þykkan sjá má Þorvald S,
þrútnar nú hans Fúsi.

Þorsteinn Briem, 8.11.2013 kl. 18:45

5 identicon

Rétt Guðjón Sigþór, ljósvaki er fagurt orð. Fallegt heiti á því sem var aldrei til.

En það vissi Jónas ekki og enginn fræðimaður á þeim tíma.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 09:50

6 identicon

Alla daga yrkir flím

óðakjaftur.

Stórkostlegum Steina Briem

stendur aftur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 18:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrýstinn sjáum Þorvald S,
þrútinn mjög í framan,
ætíð lágur er hans sess,
einnar nætur gaman.

Þorsteinn Briem, 9.11.2013 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband