Dýr tilraun, ömurlegur endir.

Skömmu fyrir dauða Keikós heimsótti ég hann þar sem hann lá í sjónum í Halsa (ekki Helsa eins og stendur í tengdri frétt) í Noregi, sem er hérað á ströndinni á milli Þrándheims og Álasunds. 

Hvalurinn hafði að vísu synt þangað alla leið frá Vestmannaeyjum, en leitað til nándar við menn, úr því að hann var kominn þarna að landi í stað þess að lifa eðlilegu lífi úti í hafinu.

Maður skynjaði harmsögu þessa merkilega dýrs þar sem það lá þarna og virtist búið að missa eðlilega lífslöngun.

Ég gerði sjónvarpsfrétt um þetta sem var hin síðasta um Keikó meðan hann var á lífi.

Tilraunin með Keikó var feiknarlega dýr, eins og sést á því, að þotu, sem er meira en tvöfalt stærri en stærri gerðin af Boeing 757 vélum Icelandair, þurfti til að flytja Keiko til Íslands.

C-17 er næstum því eins og stór og minni gerðir Boeing 747 breiðþotnanna og óviðjafnanleg flugvél.

Geta hennar er slík, að þetta flykki, 250 tonn fullhlaðin og með 77 tonna burðargetu, getur lent í Vestmannaeyjum og hafið sig þaðan á loft, og sömuleiðis á fjölda flugvalla á Íslandi, meira að segja á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum og á stystu braut Reykjavíkurflugvallar.

Tilraunin með Keikó var eitt besta dæmið um það þegar mál er blásið upp með öllum tiltækum ráðum fjölmiðla- og skemmtanastarfsemi heimsins.

Þegar skærasta rokkstjarna þeirra tíma, Michael Jackson, lagðist meira að segja á sveif með áróðrinum í flutningi hins stórkostlega kvikmyndalags "Free Willie" sem að sjálfsögðu var sett á magnað tónlistarmyndband, var ekki að sökum að spyrja.

Þessi dýra tilraun til að sanna afar vafasama kenningu var þó ekki alveg til einskis, því að nú geta menn lært af henni til þess að gera ekki fleiri mistök af þessu tagi, auk þess sem hún hefur aukið á skilning manna og þekkingu á eðli og lífi dýra.  


mbl.is Munu líta til máls Keikós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti kannski sleppa helvítinu í Kolgrafarfjörð, og slá þar tvær flugur í einu höggi, muhahahaha.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 08:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

There once was a killer whale,
famous like Chip and Dale,
Free Willy,
was silly,
and Keiko came back in the mail.

Þorsteinn Briem, 26.11.2013 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband