Fjölbreytileg þjálfun heilans hlýtur að skila mestu.

Þegar ég var í grunnskóla var utanaðbókarlærdómur í hávegum hafður en minna lagt upp úr því að þjálfa skilning og örva frumkvæði og sköpunargáfu.

Síðar sýndist skólamönnum þetta hafa verið rangar áherslur og þegar slíkt gerist er alltaf hætta á því að farið sé yfir í gagnstæðar öfgar, til dæmis með því að úthýsa utanaðbókarlærdómi eins og mest megi verða.

Alveg frá því að ég var í barnaskóla hefur hugarreikningur verið vanræktur og allt fram á þennan dag hef ég rekist á það að langskólagengið fólk getur verið einstaklega illa að sér í hugarreikningi, enda treyst á tölvutæknina úr hófi fram.

Tvö yngstu barnabörn mín eru á aldrinum 3-5 ára og þau virðast að eigin frumkvæði elska að læra lög og texta utanað. Þetta er sjálfsprottin þörf fyrir utanaðbókarlærdóm sem afsannar það að slíkur lærdómur sé skaðlegur, enda er gömlu fólki ráðlagt að þjálfa heilann sem lengst og mest til að hægja á hrörnun hans.

Svipað hlýtur að eiga við um öll aldursskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjári mörgu Framsókn gleymt,
faldi undir teppi,
ári mikið er þar reimt,
í andans smáa hreppi.

Þorsteinn Briem, 5.12.2013 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband