Enginn minnist á fossana þrjá, þar af tvo stórfossa.

Flestir þekkja fyrirbærið "áunna sykursýki", sjúkdóm sem hegðun sjúklinganna á þátt í að skapa.  

Markviss aðför virkjana- og stóriðjufíkla að náttúruverðmætum landsins hefur alla tíð byggst á því að skapa hjá þjóðinni fyrirbæri sem má kalla "áunna fáfræði og sinnuleysi."

Til dæmis eru á virkjununum gefin nöfn sem leyna raunverulegu eðli þeirra. Nöfn eins og Hrafnabjargavirkjun, Helmingsvirkjun, Kárahnjúkavirkjun, Hraunavirkjun, Búlandsvirkjun og Norðlingaölduveita segja ekkert um þá mörgu tugi fossa sem þessar virkjanir eyðileggja, þeirra á meðal 8 stórfossa. Síðan má bæta við 9 stórfossinum, Urriðafossi.  

Hér eru nokkur nöfn þessara fossanafna: Aldeyjarfoss, Dettifoss, Selfoss, Töfrafoss, Kirkjufoss, Faxi, fimm fossar og kvíslanet Skaftár og Gljúfurleitarfoss, Dynkur og Hvanngiljafoss vegna Norðlingaölduveitu.  Á fossana í Skaftá og kvíslanet hennar er ekki einu sinn minnst í mati á umhverfisáhrifum þeirrar gölnu virkjunar. Gljúfurl.foss

Gljúfurleitarfoss og Dynkur eru á meðal þeirra 10 stórfossa sem enn eru að mestu í friði fyrir stóriðjustefnunni, og verði þeir teknir af með tilkomu Norðlingaölduveitu, verða aðeins 8 eftir af þeim 13 stórfossum Íslands, sem upphaflega voru ósnortnir.  

Í Norðlingaölduveitumálinu er auk þess stundaður villandi málflutningur á tvennan hátt.

Gefið er í skyn að það að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk hafi verið pólitísk ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, en það er ekki rétt. Það var rammaáætlunarnefndin sjálf sem vildi örugga friðun Þjórsárvera og fossanna.

Líka er því haldið fram að hægt verði að fara sömu leið og farin var fyrir 63 árum varðandi Niagarafossana og gera "sátt" um að fossarnir í Efri-Þjórsá fái að renna í nokkrar klukkustundir á dag í lok sumars fyrir ferðafólk. Dynkur

Hið rétta er að sambærileg "sátt" yrði talin galin í Ameríku. Þar eru Niagarafossarnir látnir renna allt árið og aldrei á minna afli en helmingi af samanlögðu afli þeirra ósnortinna. "Sátt" sem byggðist á því að láta fossana aðeins renna milli klukkan 2 og 6 í nokkrar vikur síðsumars yrði talin bera merki um firrtar öfgar.

Þetta lágmarksrennsli Niagarafossanna er 1400 rúmmetrar á sekúndu, sem er 10 sinnum meira rennsli en nú er í Efri-Þjórsá.  

Á sama tíma og hrópað er á að dreifa vaxandi ferðamannafjölda um landið á að fórna ígildi tveggja og hálfs Gullfoss fyrir álver í Helguvík, sem ríkisstjórnin hefur ítrekað einróma að skuli rísa, hvað sem tautar og raular.

 


mbl.is Mörk friðlandsins í kringum lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2013, og meira en hálf milljón þeirra fór að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra hafi farið þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna hefði farið að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greitt tíu þúsund krónur fyrir ferðina hefði heildarupphæðin verið rúmlega fimm milljarðar króna í fyrra, 2013.

Og um 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl í fyrra og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi og dveldi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Og í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 3.1.2014 kl. 21:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7

Þorsteinn Briem, 3.1.2014 kl. 21:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 00:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu þarf að byggja upp aðstöðu fyrir bæði íslenska og erlenda ferðamenn um allt landið, reisa til að mynda hótel og gistiheimili, ráða starfsfólk, stækka bílastæði, bæta salernisaðstöðu og leggja fleiri göngustíga.

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 00:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
svo að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 00:28

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stundum er maður hreint ekki viss hvort þetta er blogg Ómars Ragnarssonar eða blogg Steina Briem.  Þetta er hálf pínlegt, það er engu líkara en blogg Ómars sé hreinlega andsetið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2014 kl. 01:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég neyði ekki nokkurn mann til þess að lesa þessa bloggsíðu, einstaka bloggpistla eða athugasemdir."

Ómar Ragnarsson
,
19.11.2013 kl. 17:25

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 01:46

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú sleppir því Steini að Ómar ráðlagði mönnum í sömu athugasemd að hlaupa yfir nefndan "Steina".

Ég þekki góð ráð þegar ég sé þau.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2014 kl. 10:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég spyr á móti: Getur þú ekki, nafnlausi maður, hlaupið yfir Steina þegar þú rennir yfir athugasemdirnar hérna?

Ég neyði ekki nokkurn mann til þess að lesa þessa bloggsíðu, einstaka bloggpistla eða athugasemdir."

Ómar Ragnarsson
,
19.11.2013 kl. 17:25

Harla væri nú einkennilegt ef Ómar Ragnarsson vildi ekki að einhverjir læsu mínar athugasemdir á þessu bloggi, þar sem þær hafa stutt hans málflutning í nær öllum málum síðastliðin sex ár.

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 19:55

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afstaða mín liggur ljós fyrir: Ég hef aðeins amast við og strokað ú tvær athugasemdir af meira en 10 þúsund athugasemdum síðan ég stofnaði þessa bloggsíðu.

Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystirjafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig og lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014 kl. 20:00

13 identicon

Ég hef oft sagt að ef Landvirkjun hefði ekki ráðið vegagerð inn á afrétti i vestanverðri Rangárvallasýslu, hefði líklega komið brú yfir Tungnaá á Haldi fyrir 30 árum og góður vegur inn Búðarháls með frábæru útsýni og vegi niður að Dynk og síðar að Gljúfurleitarfossi. Þá væru þessir fossar hluti af verðmætum okkar og engin hugmynd uppi um að skerða þá meira en orðið er.

Þosteinn Ólafsson (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband