"Áunnin fáfræði, rugl og sinnuleysi".

Ég var rétt áðan að blogga um fyrirbærið "áunna fáfræði og sinnuleysi" sem felst í því að stuðla sem best að því að almenningur viti sem allra minnst um "óæskileg" atriði þekkingar um virkjanamál, svo sem hvar, hvernig og með hvaða áhrifum virkjun sé framkvæmd. Visa til þessa pistils um málið.

Varla er ég búinn að þessu þegar Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra sendir frá sér leiðréttingu á þeim misskilningi að með Norðlingaöldu sé verið að færa eitthvað úr verndarflokki í virkjanaflokk. Þvert á móti sé með snilldarbragði ráðherrans friðun og verndun í gildi og Norðlingaölduveita sé áfram í verndarflokki !

Þar með er því slegið föstu að virkjanir séu sama og verndun. Til hvers var þá þessi flokkun í verndar- og virkjanaflokka hjá rammaáætlun?

Þetta er þvílík snilld að ótrúlegt er að hún skuli ekki hafa verið höfð í frammi fyrir löngu um allan heim þar sem ár hafa verið teknar úr farvegi sínum og sett í göng eða skurði, en árfarvegurinn látinn standa eftir þurr án fossa og flúða. 

Þetta hefði hlíft fólki við deilum um málin. Málið dautt; virkjun=verndun.

Samkvæmt þessu er verið að vernda og bjarga Þjórsá, væntanlega frá sjálfri sér, með því að veita henni inn í jarðgöng og leiða út á annað vatnasvið og þurrka upp farveg hennar og alla fossa í honum þar sem hún rann áður.

Þannig lendi hún í þessum nýja farvegi í göngum Norðlingaölduveitu í verndarflokki ! Það hlýtur að vera þannig fyrst Norðlingaölduveita er áfram sögð vera í verndarflokki.  

Þegar svona er komið er næsta skref hjá fólki að hrista hausinn fullkomlega ringlað og reyna að leiða málið hjá sér.

Þar með svínvirkar aðferðin og hefur fengið aðeins lengra heiti hjá mér en fyrr í kvöld: "Áunnin fáfræði, rugl og sinnuleysi."


mbl.is Norðlingaölduveita innan friðlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjórsá fer í stóran stokk,
stoltið Sunnlendinga,
virkjun fer í verndarflokk,
og vinir Sigurðs Inga.

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 01:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn mun leika lausum hala enn um sinn en að sjálfsögðu ekki út í það óendanlega.

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem fyrirtækið birti síðastliðinn mánudag, hefur Framsóknarflokkurinn nú 16,4% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 25,3%, eða samanlagt 41,7%.

Og Samfylkingin hefur nú samkvæmt þessari könnun 15,1% fylgi, Björt framtíð 13,1%, Vinstri grænir 13,3% og Píratar 10,7%, eða samanlagt 52,2%.

Þorsteinn Briem, 4.1.2014 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband