"Alveg óskyld mál"? Kanntu annan ?

Umhverfisráðherra segir að ákvörðun hans um breytingu á mörkum friðlands Þjórsárvera og Norðlingaölduveita séu alveg óskyld mál. Aðstoðarmaður hans segir að Norðlingaölduveita verði áfram í verndarflokki.

Skoðum eftirfarandi atburðarás.

1. Á fyrsta vinnudegi núverandi iðnaðarráðherra lýsir hún því yfir að stefnt verði ótrautt að byggingu álvers í Helguvík. Ríkisstjórnin lýsir í framhaldinu yfir einróma stuðning við álverið.

2. Síðar kemur fram að atbeini Landsvirkjunar sé nauðsynlegur til þess að koma byggingu álversins áfram.  

3. Nokkrum dögum fyrir fyrirhugaða og umsamda undirritun samkomulags um útvíkkun á friðlandi Þjórsárvera aflýsir umhverfisráðherra undirrituninni.

4. Í fyrradag er flutt frétt af nýrri útfærslu ráðherra á friðlandsmörkum, sem opnar fyrir gerð Norðlingaölduveitu en ráðherrann segir að þessi nýja útfærsla sín og Norðlingaölduveita séu alveg óskyld mál og aðstoðarmaðurinn segir að Norðlingaölduveita sé áfram í verndarflokki.(Verndarflokkur er heiti yfir þá virkjanakosti sem eru slegnir út af borðinu)  

5. Í gær er flutt frétt af því að Landsvirkjun hafi sent inn umsókn til Orkustofnunar um nýja útfærslu Norðlingaölduveitu enda sé hún afar hagkvæmur virkjanakostur.

"Alveg óskyld mál" og "verndarflokkur" (friðun) ?  Kanntu annan?

 


mbl.is Ný Norðlingaölduveita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.althingi.is/altext/131/s/0228.html

Tekið upp eftir Jack Ives 2004 úr ofangreingu skjali: Með tilliti til þess að ég hef starfað sem landmótunarfræðingur í meira en hálfa öld beini ég athyglinni að síðasta liðnum (nr. 7 landslag). Ég vísa til ferða minna um allan heim og legg áherslu á að þetta svæði sem markast af Kerlingafjöllum, Hofsjökli og Þjórsárverum, séð frá hæðardragi suð-austan við Þjórsá (til dæmis frá Sóleyjarhöfða ) er eitt tignarlegasta og andleg mest örvandi landslag veraldar. Ég geri ráð fyrir því, að ef mörk friðlandsins yrðu stækkuð, þannig að þau næðu til

Kerlingafjalla, hluta aðliggjandi eyðisanda, og alls Hofsjökuls væri um að ræða svæði sem kæmi sterklega til greina til skráningar á Heimsminjaskrá.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband