Landslið sem aðrar þjóðir öfunda okkur af.

Íslenska landsliðið í handbolta þurfti svosem ekkert endilega að fórna sér til þess að vera í fimmta sætinu á EM frekar en því sjötta.

En strákarnir gerðu það samt með því að gefast aldrei upp í þessum síðasta leik sínum á mótin og senda með því þau skilaboð til þjóðar sinnar og umheimsins að þetta er einstakt lið hvað það snertir að leggja allt í sölurnar, spila með hjartanu og verða landi sínu til sóma.

Leikmenn og þjálfarar annarra liða hafa undrast þessa fórnarlund, þennan baráttuanda og þetta stolt fyrir hönd þjóðar sinnar, ekki hvað síst vegna þess að undir ekkert landslið á mótinu er mulið minna en okkar landslið.

Það bjóst enginn við neinu hjá þessu vængbrotna liði, sem mönnum fannst það var vegna fjarveru manna, sem hafa verið máttarstólpar þess undanfarinn áratug góðs gengis þess þegar yfir heildina er litið.

Til hamingju, Ísland, að eiga svona hóp sem fulltrúa á erlendri grund.   


mbl.is Ísland í 5. sæti eftir sigur á Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband