Var Gunnar Huseby náttúrulegt "steratröll"?

Ég er ekki sérfróður í læknisfræði og veit ekki hve mikill mismunur getur verið á efnasamsetningu í blóði fólks af meðfæddum ástæðum.

Þaðan af síður finnst mér mögulegt að hægt sé að ráða af andlitsfalli löngu látins fólks hvaða skoðanir það hafði, eins og áhugamaður um listasögu hefur gert varðandi dulrænt og heimsfrægt bros Monu Lisu.

Ýmislegt má tína til við ágiskanir af þessu tagi langt aftur í tímann.

Þar má nefna sem dæmi, að hinn mikli afreksmaður Gunnar Huseby var með ýmis einkenni, sem fylgja steraneyslu, bæði holdafar, óvenjulega líkamlega snerpu og krafta og grófgert útlit.

Gunnar lenti á tímabili í vandræðum sem eru svipuð andlegum einkennum mikils sterainnihalds í blóði en alla jafna var hann ákaflega ljúfur og góður maður sem vann án þess að það færi hátt, afar gott og mikið starf í þágu áfengissjúklinga eftir að hann hætti að drekka sjálfur.

Auðvitað veit enginn hvort Gunnar hafði meira af sterum í blóðinu frá náttúrunnar hendi eða ekki, því að slíkt var ekki mælt á hans dögum, og steranotkun íþróttamanna byrjaði ekki fyrr en fimmtán árum eftir að hann stóð á hátindi frægðar sinnar og afreka.

Að því leyti er þessi pæling mín með álíka mikinn grundvöll og ágiskanir um það hvort Mona Lisa hafi verið feministi.

Samt verð ég að játa að mér fyndist fróðlegt að bera álitamálið varðandi meðfædda stera í blóði undir sérfróða menn.


mbl.is Var Mona Lisa femínisti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

jáfróðlegt væri þetta

Halldór Jónsson, 11.3.2014 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband