Engin óyggjandi merki eru um að flugstjórinn beri ábyrgðina.

Hvarf malasísku þarþegaþotunnar er enn algerlega óupplýst mál. Svo óupplýst að benda má enn á furðu marga möguleika á hvarfi hennar.

Af þeim sökum er algerlega ótímabært, rangt og ósiðlegt að slá því fullu að flugstjórinn beri ábyrgð á hvarfi hennar. Og mestar líkur eru á því að það verði aldrei hægt að upplýsa neitt um það.

Ég er einn af þeim sem hefur verið að velta upp möguleikum á því að flugstjórinn eða flugstjórarnir báðir hafi átt þátt í hvarfinu að einhverju leyti og einnig því að eitthvað hafi farið úrskeiðis í því efni miðað við það sem lagt var upp með. Í svona rannsókn verður að velta við hverjum steini eins og sagt er. 

Það er hins vegar fráleitt að slá því föstu að flugstjórinn einn beri ábyrgð á hvarfi hennar. Um hann gildir sú algilda regla að allir, einn eða fleiri, skuli teljast sýknir saka nema sekt þeirra sé sönnuð.  


mbl.is Flugvélahvarfið ekkert slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Voru ekki tveir flugmenn? Ef annar þeirra ber ábyrgð á þessu hefur hann þurft að gera hinn flugmanninn óvirkann. En þessi frétt er ekki höfð eftir neinni ábyrgri heimild heldur nafnlausum manni og er að engu hafandi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2014 kl. 12:00

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Ómar. Málið er að median hefir algjörlega stjórnað þessu eins og alltaf.Þeir spreða út sögum sem veldur því að syrgjenndur verða reiðir.

Valdimar Samúelsson, 27.3.2014 kl. 12:19

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er allavega vafasamt.

Vissulega reyndist það síðar rétt sem lekið var í fjölmiðla áður en yfirvöld í Malysíu gáfu út yfirlýsingar, að gögn sýndu að vélin hefði, breytt um stefnu og flogið áfram marga klukkutíma. Og það var allt haft í fyrstu eftir ónafngreindum heimildamönnum og þá aðallega bandarískum.

Það þýðir auðvitað ekki að allar lekafréttir um umræddan atburð þurfi að vera réttar.

Þarna er athyglisvert að um eina heimild frá Malaysíu er að ræða.

Það verður sennilega að hafa í huga, að málið er fyrir löngu orðið pólitískt í Malaysíu.

Í fyrsta lagi hafa Malaysísk yfirvöld sætt mikilli gagnrýni bæði varðandi það hvernig þau héldu á rannsókninni og upplýsingagjöf og jafnframt er spurt hvar malayíski herinn hafi verið þegar þotan hvarf af eftirlitsradar.

Í annan stað var nefndur flugmaður stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar og var viðstaddur réttarhöld yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir stuttu, að því er talið er. En leiðtogi stjórnarandstöðu var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir sodomy.

http://www.bbc.com/news/world-asia-26479642

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2014 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband