Mat manna á kvikmyndinni og sögunni fer eftir hugarfari.

Það getur vafist fyrir fólki að útskýra afar misjafna stjörnugjöf fyrir kvikmyndina um Nóa og örkina hans.

En það má útskýra ólíkt mat á myndinni og sögunni með því að það skipti mestu máli með hvaða hugarfari horft er á myndina eða sagan lesin, svipað og gildir um þekktustu ævintýrin svo sem um Hans og Grétu, Rauðhettu, Öskubusku eða Þyrnirósu.

Ef litið er á þessi ævintýri með strangri og raunsærri hugsun, er hægt að afgreiða þau þannig, að þau séu öll hið argasta bull. Enda hefur skemmtilegt fólk eins og Auður Haralds tætt þau sundur í miskunnarlausu háði.

En ævintýrin verða hins vegar með allt öðrum blæ ef þau eru tekin sem táknrænar sögur sem geti vakið börn eða fólk til umhugsunar, glatt það og aukið skáldlega hæfileika og hugmyndaflug.

Ef áhorfandinn fer á myndina um Nóa með opnum hug barnsins og hugmyndafluginu er gefinn laus taumur getur hún orðið margra stjörnu virði, vakið margar krefjandi spurningar og vakið fólk til nauðsynlegrar umhugsunar um mikilsverðustu siðfræðilegu viðfangsefni nútímans.

Ef hins vegar er hnotið um sjálfa söguna í upphafi vegna órökréttra atriða hennar og farið með því hugarfari á bíósýningu, sem byggð er á þessari sögu á henni verður útkoman aðeins ein eða tvær stjörnur.

Tökum dæmi úr íslenskum þjóðsögum.

Tungustapi í Sælingsdal er strangt tekið brattur grasi vaxinn hóll með smá standbergi í miðjum dal og ekkert annað.

Kröfuharður maður um sannanir og staðreyndir fær nákvæmlega ekkert út úr því að horfa á hann.

Hann gefur Tungustapa og svæðinu i kringum hann enga stjörnu. Hann væri þess vegna alveg tilbúinn til þess að fá jarðýtu til þess að ryðja þessum einski verða hól í burtu.

En maðurinn er það sem hann hugsar og beisli hann huga sinn og hugsun, beisli hugmyndaflug sitt og skáldlega sýn og gefi sig á vald skáldskapar og lista, getur málið gerbreyst.

Slíkur maður les þjóðsöguna um álfakirkjuna í stapanum, fer á vettvang og upplifir í huganum það atriði sögunnar, að standa mitt á milli kirkna manna og álfa, þar sem kirkjudyrnar snúa hvor á móti annarri af því í kirkjum manna snúa dyrnar til vesturs en í kirkjum álfa til austurs.

Hann upplifir þann magnaða atburð þegar dyrnar opnast samtímis á báðum kirkjunum og presturinn, sem stendur fyrir altarinu á annarri þeirra, hnígur örendur niður við það að horfa í augu prestsins hinum megin.

Hann upplifir áhrifamikla dramatík og heyrir kannski í huganum sungið lagið Kirkjuhvol:

Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil: /

"Á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til. /

Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. / 

Þeir eiga kirkju´í hvolnum og barn er ég var  /

ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna´á kvöldin."

 Og í framhaldi söngsins hljómar seinna erindið í þessu fallega og grípandi lagi þar sem barnabarn ömmunnar endar frásögn sína með því að segja fyrir sína hönd:

" Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin."      

Sá, sem hrífst, getur gefið sögunni, laginu og ljóðinu fimm stjörnur sem er jafngild einkunn og engin stjarna hjá hinum vantrúaða, sem krefst vísindalegra sannana fyrir hverju og einu, sem fyrir hann ber á ævinni og fer að reikna það út stærðfræðilega hvort Örkin hans Nóa hefði getað flotið með nógu mörg dýr og strandað að lokum uppi á fjallinu Ararat.

Sumir segja að sagan um Örkina eigi sér flugufót í flóðum í fornöld, þar sem fólk bjargaðist á skipum og bátum, þótt flóðið yrði ekki það mikið að það næði upp í fjöll.

Og þannig má lengi dvelja við rannsóknir fram og til baka á sögu sem er fyrst og fremst dæmisaga, táknræn saga eða mýta og sem slík fullgild í sjálfu sér.

Sem getur verið hluti af safaríkri og mikilsverðri menningu.


mbl.is Örkin gat flotið með öll dýr jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álfar voru ekki skáldskapur í huga móðurafa míns, sem fæddist í torfbæ í Svarfaðardal og lifði öldum saman, 1899-2000.

Og það hvarflaði ekki að mér að þvarga við hann um þetta atriði út frá vísindalegum sjónarhóli, enda alveg eins hægt að gera grín að öllum heimsins trúarbrögðum.

Þorsteinn Briem, 4.4.2014 kl. 02:00

2 identicon

Fallegur pistill, Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 05:54

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mæli ekki með þessari mynd.

Þarna er bara verið að skíta út biblíusöguna og þarna er troðið inn einhverskonar hrauntröllum sem passa ekkert inn í þessa mynd.

Mikið af myndinni eru bara myrkur og dráp.

Hin raunverulega ARKAR-saga hefur væntanlega gerst einhversstaðar í miðausturlöndum þar sem að úlfaldar voru á ferð en ekki út í miðju hrauni á íslandi.

Myndin skilur eftir þá heimspekilegu spurningu hvort að við séum öll komin af Nóa og hans nánustu fjölskyldu=Hvort að fjölskyldan hafi þurft að fjölga sér innbyrðis?

ÉG tel svo ekki vera.

Það vantar mikilvægan hlekk í biblíuna;

= Að það hafi komið allskyns mennskir utanjarðargestir til jarðarinnar frá öðrum plánetum eftir flóðið og bætt þannig við mannflóruna á jörðinni. (T.d. arkitektar Pýramidans mikla).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

Jón Þórhallsson, 4.4.2014 kl. 09:58

4 identicon

Þetta er eitt af þínum betri bloggum Ómar.

Ég hef sjálfur með aldrinum orðið fráhverfur fantasíum, vil bara "staðreyndir" en tel mig þó gera mér grein fyrir að sannleikurinn er margskonar!

Góð fantasía getur einmitt verið önnur sýn á raunveruleikann. Til þess eru skáldin, að gera okkur kleyft að skoða raunveruleikann á nýan hátt.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 11:38

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sagan um Nóa og flóðið er án efa táknsaga. Svona ritual andleg táknsaga.

Þeir sem skráðu á skinn á Íslandi til forna höfðu sennilegast líka í huga táknsöguþema í sínum frásögnum enda allegoría vel þekkt í Kaþólsku.

Sem eitt lítið dæmi, má nefna 3 hrafa Flóka Vilgerðarsonar (sem sennilega er skáldskapur frá rótum.) Að hann sleppir þrem hröfnum - að þetta er sláandi svipað og sagan af dúfu Nóa sem hann sleppti þrisvar. Ekki nákvæmlega eins og viss tilbrigði - en líkindin eru sennilega ekki tilviljun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2014 kl. 12:30

6 identicon

en samt skrítið að í mörgum trúarbrögðum eiðist maðurin að mestu . og mörg eru með flóð inní sínum sögum svo ég hallast að því að í grunnin sé sagan sön það hljóta að hafa verið miklar hamfarir þegar miðjarðarhafið varð til sér í lagi fyrir botni þess

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 14:14

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má vel vera að komið hafi flóð víða um heim - en það er nokkuð öruggt að sagan um Nóa og Flóðið í Gamla Testamenti er allegoría eða andleg táknsaga. Það er bara of flókið mál að skýra það út hér - en því meir sem maður kynnir sér efnið - því augljósara verður það.

Það að álíka saga er í fleiri útgáfum sýnir aðeins að þetta er ákveðinn forn grunnur í trúarfræðum. Syndaflóðið er td. slándi líkt slíkum sögum frá Mesopotamiu.

Í mjög stuttu máli og einfölduðu er augljóslega verið að vísa til sköpunnar eða endurfæðingar. Skírnarr til trúar eða yfirgefningu hins gamla og ferð til hins nýja o.s.frv.

Sagan er td. líkt og viss spegill á sköpunarsögunni í Genisis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2014 kl. 03:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. eða hliðstæða við sköpunarsöguna í Genisis.

Tölurnar skipta þarna líka máli og ber alltaf að gefa þeim gaum í slíkum allegorískum trúartextum eða táknsögum.

Ekki tilviljun að talan 40 er nefnd til sögunnar. Gerist oft. Jesú var líka 40 daga í eyðimörkinni, ef eg man rétt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2014 kl. 03:14

9 Smámynd: Már Elíson

Ómar Bjarki : "...Ekki tilviljun að talan 40 er nefnd til sögunnar. Gerist oft. Jesú var líka 40 daga í eyðimörkinni, ef eg man rétt...."

Edit :"....Jesú átti að hafa verið 40 daga...."

Már Elíson, 5.4.2014 kl. 12:12

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2014 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband