Fleiri en landhelgisgæslan.

BISA.FlughlaðLandhelgisgæslan er ein mikilvægasta öryggisstofnun þjóðfélagsins sem grípur inn í varnir gegn vá og veitir heilbrigðiskerfinu ómetanlega þjónustu.

En stundum kemur það fyrir að hvorki hún né hefðbundin björgunarstarfsemi er tiltæk þegar á þarf að halda.Grímsstaðir. Flugvöllur

Dæmi um það er til dæmis það þegar rúta full af fólki valt af brúnni yfir Hólsselskíl norður af Grímsstöðum á Fjöllum fyrir 16 árum.

Ekki voru tök á að senda björgunarþyrlu norður en 19 manna Twin Otter flugvél frá Akureyri flaug austur að Grímsstöðum, lenti þar á merktri flugbraut og flutti slasaða til Akureyrar.

Myndin hér næst fyrir ofan er tekin við nyrðri brautarenda flugbrautarinnar við Grímsstaði með Herðubreið í baksýn, en efsta myndin er Sauðárflugvelli á Brúaröræfum með Snæfell í baksýn. BISA til sv

Af þessu má draga nokkrar ályktanir:

1. Því fleiri þyrlur, sem til eru á landinu, því betra. Sjúkraflutningur á slösuðum vélsleðamanni frá Böggvistaðadal í gær sýnir það vel.

2. Því fleiri flugvélar, sem eru til, því betra. Sjálfur hef ég tvívegis þurft að fljúga sjúkraflug á mínum ferli á flugvélum mínum þegar annað var ekki í boði.

3. Því fleiri sem flugvélarnar eru eða önnur tiltæk farartæki, því betra.

4. Því fleiri sem nothæfir lendingarstaðir eru fyrir flugvélar, því betra.

Það er umhugsunarefni að viðurkenndum lendingarstöðum fækkar vegna fjárskorts, eins og lokun Patreksfjarðarflugvallar er gott dæmi um.

BISA. AIP

Síðasta atriðið, varðandi lendingarstaði, kom vel í ljós í sambandi við notkun flugbrautarinnar við Grímsstaði.

Slíkar brautir eru örfáar á hálendinu, teljandi á fingrum sér.

Þessvegna er með ólíkindum að í sambandi við viðurkenndan flugvöll, sem ég hef valtað og og merkt á Brúaröræfum og er eini lendingarstaðurinn á hálendinu, sem er löglega nothæfur fyrir vélar á borð við Fokker F50, Dash 8, Hercules C-130 eða Boeing C-17 Globemaster hef ég frá upphafi þurft að fást við sleggjudóma og andúð.

Opinberar upplýsingar um völlinn í handbók flugmanna, svonefndri AIP-bók, má sjá hér við hliðina og með því að tvísmella má lesa það helsta.

Enginn veit hvenær stórfelldar náttúruhamfarir eða slys á hálendinu geta gert slíkan lendingarstað nauðsynlegan. BISA.Flugbr.merkingar

7. nóvember 2007 drapst á báðum hreyflum Fokker F50 vélar á leið til Egilsstaða þar sem hún var stödd inni yfir hálendinu, ekki langt frá frá þessum stað, þar sem Agnar Koefoed-Hansen hafði 1938 farið þess bréflega á leit við Halldór bónda á Brú á Jökuldal að fá samþykki fyrir að merkja og valta þarna flugvöll á stað, sem hann hafði fundið.

Ekki varð af þessu vegna þess að stríð skall á, en í september 1940 þegar smalamenn á Jökuldal riðu yfir staðinn, var búið að hlaða hlöður sem afmörkuðu tvær flugbrautir. BISA.Agnarsvarða

Smalamenn rifu vörðurnar niður af ótta við að þær væru hlaðnar fyrir Þjóðverja, ef þeir réðust inn í landið og eftir þetta var staðurinn kallaður "flugvöllur" í munni staðkunnugra á Efri-Jökuldal.

Ég hef fundir undirstöður undir átta merkingum Agnars og nota eina þeirra á ný, sjá mynd.

Af Fokker-vélinni 7. nóvember 2007 er það að segja, að farþegum var sagt að búa sig undir nauðlendingu þarna inni á öræfunum, og af því að besti lendingarstaðurinn var hvorki merktur né skráður og löggiltur, hefði sú nauðlending orðið bara einhvers staðar upp á von og óvon.

Sem betur fór var hægt að gangsetja annan hreyfilinn og tókst að fljúga vélinni til Egilsstaða á honum og lenda, en eins og nærri mátti geta, var farþegunum veitt áfallahjálp.

Þetta atvik varð til þess að ég fór út í það að útbúa þarna lendingarstað og fá hann viðurkenndan hjá Flugmálastjórn og níu öðrum aðilum, sem málið gat varðað.

Völlurinn var settur á opinbera skrá um flugvelli vorið 2011, og ef hann hefði verið kominn á skrána fjórum árum fyrr, hefðu flugmennirnir á Fokkernum fyrrnefnda vitað af honum og geta notað hann ef á þurfti að halda.   

Engu máli virðist skipta þótt lagðar séu fram staðreyndir um málið hér á bloggsíðunni, - rangfærslurnar og ásakanirnar lifna alltaf við á ný á þessum vettvangi vegna þessa flugvallar og annarra lendingarstaða á hálendinu, nú síðast enn á ný fyrir nokkrum dögum.  

Þeir, sem þennan óhróður stunda virðast gera það í von um að séu rangfærslunar sífellt endurteknar fari fólk að trúa þeim.

Þótt það sé hart að þurfa að standa í því að verjast þessum atlögum, verður víst að búa við það eins og hvimleiða óværu sem þarf sífellt að verjast.    

 

 


mbl.is Á sjúkrahús á 73 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok, við getum þá sett 100 flugvelli á hálendið, einn eða tvo við hvert þorp, jeppa búinn til fjallaferða í hverja innkeyrslu og slatta af þyrlum og flugvélum í hverja sýslu.

1. Því fleiri þyrlur, sem til eru á landinu, því betra.

2. Því fleiri flugvélar, sem eru til, því betra.

3. Því fleiri sem flugvélarnar eru eða önnur tiltæk farartæki, því betra.

4. Því fleiri sem nothæfir lendingarstaðir eru fyrir flugvélar, því betra.

Og náttúrulega skal gera þetta án þess að velta við steini og farartækin skulu vera knúin rafmagni sem framleitt er í virkjunum sem ekki raska umhverfinu.

Oddur zz (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 22:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrlulendingarstaðir raska nú ekki umhverfinu mikið.

"Sauðárflugvöllur er náttúrugerður, einungis valtaður og merktur með merkjum sem hægt er að fjarlægja og engum jarðverkfærum beitt."

Þorsteinn Briem, 3.4.2014 kl. 22:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nýbúið vegna fjárskorts að leggja niður Patreksfjarðarflugvöll og fleiri velli. Ekki eykst öryggið við það og ég er að skrifa þetta til að vekja umhugsun um það að skráðum og viðurkenndum lendingarstöðum fækkar.

Ekki vill Oddur zz,  (leyninafn eina ferðina enn), að við leggjum öllum flugflotanum vegna þess að engar þyrlur eða flugvélar eru knúnar rafmagni?

Hvers konar útúrsnúningar eru þetta eiginlega? Er ekki hægt að lyfta þessu á örlítið hærra (flug)plan?

Ómar Ragnarsson, 3.4.2014 kl. 22:22

4 identicon

Umhverfisvernd í öllum sínum myndum virðist eiga rétt á sér snerti þær ekki áhugamál Ómars Ragnarssonar. Og fjárútlát þykja sjálfsögð snerti þau áhugamál Ómars Ragnarssonar og aðrir borga.

Það er nýbúið vegna fjárskorts að leggja niður Patreksfjarðarflugvöll og Ómar Ragnarsson hefur ekki boðist til að borga hærri skatta þrátt fyrir mikinn áhuga á flugöryggismálum.

Oddur zz (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 23:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson ræður því nú ekki einn í hvað skattar hans og annarra fara.

Þorsteinn Briem, 3.4.2014 kl. 23:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en  að Ómar Ragnarsson hafi greitt allan kostnað við Sauðárflugvöll.

Þorsteinn Briem, 3.4.2014 kl. 23:21

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég keyrði eftir annari flugbrautinni á Sauðármelnum í sumar sem leið, í fyrsta skipti og ég get nú ekki betur séð en að hægt væri að nauðlenda flestum farartækjum á þeim mel, þokkalega skammlaust. Heimamenn hafa ýmislegt að segja varðandi tilurð flugbrautamerkingar á melnum.

Hvað sem því viðkemur þá er þessi melur sléttur og fínn til lendingar á hvaða flygildi sem er, ef enginn annar kostur er í stöðunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2014 kl. 23:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrluskíðaferðir frá Skíðadal í Dalvíkurbyggð - Arctic Heli Skiing Iceland:

"Við skíðum frá Klængshóli í Skíðadal, þar sem allar ferðir byrja og enda, og skíðasvæði okkar nær um allan Tröllaskagann, sem og Hulduland, sem er skaginn austan Eyjafjarðar.

Frá Klængshóli er aðeins örstutt flug á næstu tinda, til dæmis Hestinn, sem gefur okkur 1.200 skíðaða fallmetra beint heim á hlað á Klængshóli."

Þorsteinn Briem, 3.4.2014 kl. 23:32

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Sauðárflugvöllur er þarft framtak, Ómar. Rökin í færslu þinni um flugvelli eiga fullan rétt á sér. Flugvellir eiga ekki að falla úr tísku!

Ívar Pálsson, 4.4.2014 kl. 01:09

10 identicon

Eitt er að leggja niður flugvelli eins og á Sandodda í Patreksfirði en að rífa líka upp brautarljósin með gröfu svo það sé engin möguleiki að nota flugvöllinn t.d. í neyð að næturlagi er ekkert annað en skemmdarverk!

Karl J. (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 02:09

11 identicon

Það er magnað hvað margir uppfylla skilyrðin fyrir "hátt hreykir heimskur sér" með því að andskotast út í allt sem tengist flugi, á meðan að sjálfsagt þykir að skutlast loftleiðis til útlanda svona upp á nautnina.
Með vaxandi ferðamennsku upp á allt að 100.000 gesti á ári (í aukningu) verður bara meiri þörf fyrir öryggisflugvelli, og svo spurning um þéttara innanlandsflug.
Það er í dag ódýrara fyrir t.d. par að fljúga norður í land að sunnan heldur að leigja sér bíl, tanka hann fullan og keyra.
Þessu er því miður ekki haldið á lofti vegna óvissu með flugvelli og áætlunarflug.
Það væri nú ansi magnað að geta boðið upp á svona "bopp" inn á Sauðárvöll um hásumar!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband