Forsetar hafa flogið með litlum flugvélum fyrr.

Tveir síðustu forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, hafa flogið með litlum einshreyfils flugvélum, ef ég man þetta rétt.

Þegar flogið var á tveimur litlum einshreyfils Piper PA-22 Tripacer 4 sæta flugvélum frá Reykjavík til Hólmavíkur sumarið 1966 minnir mig að Ólafur Ragnar hafi verið farþegi í annarri en ég ásamt undirleikara mínum í hinni.

Ólafur Ragnar var þá kornungur og flutti mergjaða ræðu á héraðsmóti Framsóknarmanna, svo mergjaða að hina gömlu og grónu Framsóknarbændur í Strandasýslu rak í rogastans og vart var um annað talað á Ströndum lengi á eftir.  

Það reyndist gefa tóninn fyrir það að nokkrum árum síðar fór Ólafur Ragnar úr flokknum.

Þess skemmtilegra er það fyrir hann nú, að vera af sumum kallaður guðfaðir ríkisstjórnar undir forsæti Framsóknarflokksins.

Vigdís Finnbogadóttir flaug sem farþegi í 4 sæta einshreyfils Cessna 172 fyrir rúmum tuttugu árum frá Reykjavík austur að Geysi í Haukadal til þess að aka þaðan að svonefndum Djúphólum, norðan við Gullfoss, og vígja tilraunareit um gróðureyðingu og uppgræðslu sem Stöð 2, RALA og Landgræðslan stóðu að.

Ákveðið var að nota flugvél vegna þess að klukkan tvö eftir hádegi átti forsetinn að afhenda bjartsýnisverðlaun Bröstes í Reykjavík.    


mbl.is Forsetinn með sjóflugvél á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næst verður presidentinum varpað úr flugvél í garð Péturs ljósmyndara á Húsavík í kassa merktum "Brothætt" og "Þessi hlið snýr upp".

Þorsteinn Briem, 23.5.2014 kl. 16:28

2 Smámynd: Haukur Brynjólfsson

Og hvað með það?

Haukur Brynjólfsson, 23.5.2014 kl. 18:37

3 identicon

Og hvað voru stafirnir á Skyhawkinum sem Vigga fór með?

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband