25.5.2014 | 21:48
Man hvar ég var staddur þegar ég heyrði hann fyrst syngja.
26. maí fyrir 60 árum var ég staddur á Melavellinum i Reykjavík. Ég var að gutla um vorið við frjálsar íþróttir á námskeiði, sem hafði verið komið á fót til að að veita stráklingum í Reykjavík holla útrás fyrir orku sína, því að eftir sverðabardaga Tígrisklóarinnar og Sannra Vesturbæinga þótt nauðsyn á að beina orku okkar í annan farveg.
Ég man að mér gekk vel á þessu námskeiði og hljóp í lokakeppni þess 80 metra á 9,5 sekúndum á strigaskóm.
Ég var á leið í bað þegar spiluð voru tvö lög í hátalarakerfi vallarins og í eyrum mér hljómaði ný og spennandi rödd, sem ég hafði aldrei heyrt áður, Ragnar Bjarnason að syngja "Í faðmi dalsins".
Svona gerist bara nokkrum sinnum á ævinni.
Ég man að ég var að vaska upp á æskuheimili mínu þegar ég heyrði fyrst í Elvis Presley syngja "Do´nt be cruel" og var á leiðinni í flugferð til Öræfa til að heimsækja Jón bróður minn í sveit, þegar ég heyrði fyrst lagið "Singing the blues".
Ég heyrði fyrst í Bítlunum ofan í lúkar báts í Vestmannaeyjahöfn, og lagið var "From me to you".
Og ég var staddur uppi í litla flugvallarkofanum á flugvellinum í Eyjum þegar ég heyrði fyrst "Limbo rock", sem núna heyrist hljóma í sjónvarpsauglýsingu.
Raggi, Presley, Bítlarnir, í fyrsta sinn, það gleymist ekki, sem hljómaði í eyrunum og heldur ekki hvar né hvenær.
60 ár liðin frá fyrstu plötu Ragga Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst nú kallinn á kassanum merkilegri en Ómar Ragnarsson.
Og man nákvæmlega hvar ég sá kallinn á kassanum fyrst.
Nefnilega á kassanum.
Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 22:53
Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:33
Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:40
Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:45
Ómar Ragnarsson - Limbo Rock Twist - Myndband
Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.