Framsýni og skilningur Roosevelts.

Þegar Japanir réðust á Pearl Harbor 7. desember 1941 snerust Bandaríkjamann einhuga gegn þeim í styrjöld, sem stóð í tæp fjögur ár. Fram að þessum degi, "day of infamy" eins og Roosevelt kallaði hann í ræðu sinni þegar lýst var yfir stríði gegn Japönum, hafði verið mjög sterk hreyfing einangrunarsinna í Bandaríkjunum sem hvorki vildi afskipti þeirra af hernaði Japana í Kína, sem staðið hafði stanslaust í fjögur ár né afskipti þeirra af styrjöldinni í Evrópu.

Nú var landið komið í stríð og vildu margir að Bandaríkjamenn einbeittu sér að því að fást við Japani. Það var afar skiljanleg afstaða, því að fyrsta hálfa ár stríðsins einkenndist af nær samfölldum óförum Kana og sigurför Japana, sem lögðu Suðaustur-Asíu undir sig allt suður undir meginland Ástralíu og vestur til Indlands.

En Roosevelt nýtt sér nú þann myndugleika, sem hann hafði öðlast með því að hafa þó búið Bandaríkin eins vel undir ófriðinn og kostur var, þrátt fyrir vanbúnað þeirra, og séð það fyrir að þátttaka þeirra í stríðinu hafði allan tímann verið óhjákvæmileg.

Hann krafðist þess og fékk því framgengt að stríðið við Þjóðverja og Ítali yrði sett á oddinn, jafnvel þótt með því yrði tekin mikil áhætta varðandi glímuna við Japani.

Með þessu sýndi hann mikla framsýni og skilning, því að í ljós kom, að minnstu munaði að Bandamenn misstu af lestinni í Evrópu og kæmu það seint til skjalanna þar með innrás í Frakkland, að Rússar myndu geta knésett Þjóðverja einir og marsérað vestur að Rín með afleiðingum, sem hefðu stórskert framtíðar valdajafnvægi í álfunni og gert Bretland að eins konar útverði vestræns lýðræðis eftir stríð.

Benda má á að kommúnistar urðu mjög áhrifamiklir á Ítalíu og í Frakklandi eftir stríðið og því var afar mikilvægt að halda veldi og áhrifum Rússa í skefjum.

Stríðið á Ítalíu 1943-45 sýndi, að fjallalandslagið þar hentaði Þjóðverjum afar vel svo að þeir gátu varist ofurefli í ljósi öflugra varnarlína sem þeir nýttu fjöllin til að gera.

Dæmi um það var eitt klaustur, Monte Cassino, sem tafði för hers Bandamanna í hálft ár, eitt og sér.  


mbl.is D-dagsins minnst með tilþrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Egill Skalla-Grímsson fæddist
líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Egill ferðaðist víða um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og England. Hann tilheyrði fyrstu kynslóð Íslendinga og á Mosfelli um 990 en síðustu orð hans voru: "Vil ég fara til laugar."

Egils saga


Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband