Vægi vinstri og hægri stefnu enn sterk, en fara dofnandi.

Vinstri stefna hefur stundum verið kennd við það að vera einkum fylgjandi félagshyggju en hægri stefna að vra einkum fylgjandi markaðshyggju, þ. e. sósíalismi gegn kapítalisma.

Þetta kemur oft fram í því mismunandi skoðunum á því hvaða aðferðir menn vilji nota til þess að ná ákveðnum markmiðum, til dæmis hvort því sé betur náð með því að láta einkaframtakið um það eða með því að láta einstaklingsframtakið ná því.

Línurnar eru hins vegar alls ekki skýrar í öllum málum. Þannig hef ég bent á það að í ríki einkaframtaksins, Bandaríkjunum, hafa verðmætustu náttúrusvæði landsins verið í ríkiseign, en hér á landi er hins vegar allur gangur á því, samanber einkaeign á Kerinu, Dettifossi, Hverarönd, Leirhnjúki, Gjástykki o. s. frv.

Einnig er athyglisvert að í skoðankönnunum um Kárahnjúkamálið 2002 og um einn heilan þjóðgarð á miðhálendi Íslands hefur stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snertir verið þeir, sem jafnframt sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Vægi vinstri og hægri stefnu eru að vísu enn sterk en fara dofnadi andspænis stærstu verkefnum 21. aldarinnar, svo sem hrikalegum umhverfis- og orkuvandamálum, sem eru einfaldlega svo stór að ekki er hægt að flokka þau undir hægri eða vinstri.   


mbl.is Vinstri-hægri enn marktækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oftast er ég sammála þér Ómar, en get ég ekki verið það. Þessi dæmi sem þú nefnir er bara enginn mælikvarði á vinstri/hægri.

Það er til vinstri þegar stjórnvöld á hverjum tíma stjórna í þágu alls almennings í landinu á hverjum tíma.

Hægri stefna einkennist af því að stjórnvöld stjórna í þágu sér-stakra hagsmunaaðila. Þá kostnað almennings í landinu.

Þegar almenningur komst til áhrifa t.d. í löndum norður Evrópu var áhersla á það að byggja upp atvinnu fyrir almenning þetta er fyrir rúmum 100 árum.

Þá var staðan sú að ekki var hægt að byggja upp atvinnulíf án þess að menn bundust samtökum um uppbyggingu (samvinnufélög), sveitar-félög kæmi að uppbyggingunni eða jafnvel ríkið.

Nú er sjaldnast þörf á því að opinberir aðilar komi að stofnun fyrirtækja og eða framkvæmdum. Slíkt er t.d. ekki á stefnuskrám vinstri flokka. Aftur á móti er efnahags jafnrétti á stefnuskrám vinstri flokka.

Hægrimenn eru oft mjög baráttuglaðir fyrir því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu t.d. orkuvera svo ég minni á íslenskar staðreyndir. Það er þá til þess að einkareksturinn hagnist á því til skemmri tíma eða lengri.

Umhverfisverndarstefna er því hreinræktuð vinstri stefna því þá er verið að vernda hagsmuni heildarinnar eða almennings gegn ágangi og hagsmunum einkaframtaksins eða einstakra einstaklinga og eð fyrirtækja.

Þetta er bara gott í bili Ómar.

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 23:22

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eru virkilega ekki til aðrar náttúruperlur en Gullfoss, Geysir, Kerið, Kerlingafjallasvæðið,Kárahnjúkar, Leirhnjúkur e.t.c.... sem hægt er að sýna ferðamönnum? Er þessi umræða ekki að nálgast það að skjóta okkur SJÁLF í kaf vegna þess, hve lítið við þekkjum af landinu okkar? Ómar Ragnarsson er ekki Ísland, en það sem hann hefur frætt okkur og kennt, gerir hann svo sannarlega að einum af okkar bestu sonum. Gott að ekki hafi verið auglýstir fleiri staðir til að skoða.;-) Þeir verða þá ekki traðkaðir niður, eða "landeigendur" geri sig breiða með ömurlegum hætti.

Að koma á stað með engu, ekki einu sinni WC og þurfa að borga fyrir það, er ekkert annað en móðgun og skömm, fyrir þann sem rukkar. Hvernig væri að íslensk blaðamannastétt, sem fjallar um þessi mál,setti sér einfalda vinnureglu og segði við sjálfa sig.: Hvernig tengist Ólafur H. Jónssons.....Kerinu Óskari (you know).....etc etc etc

Íslenskir blaðamenn eru aumkunnarverðustu aular samfélagsins þesa dagana og hana nú.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 22.6.2014 kl. 04:19

3 identicon

sé svo sem engan mun á hægri eða vinstri báðir vilja fé úr ríkisjóði en um eignir manna er nokkuð annað mál og menn meiga svo sem hafa fé af sínum eignum er það öðruvísi en að eiga íbúð í reykjavíkef þettað geingur ekki upp verður það í versta falli til þess að ágángur á þessi svæði mínkar sem er í sjálfu sér ekki slæmt

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 07:42

4 identicon

Ég held að Jón Baldvin hafi verið með þetta strax 1995, dregur þar náttúrulega fullmikin taum alþjóðahyggjunar á móti sjálfstæðishyggjunni en greiningin er rétt. Það má t.d. velta fyrir sér hvort hrunið verði betur útskýrt út frá hægri/vinstri ásnum eða þessum sem Jón Baldvin dró upp:

„Helstu andstæður íslenskra stjórnmála eru ekki lengur milli verkalýðs og atvinnurekenda, milli kommúnista og lýðræðissinna, milli hægri og vinstri. Þessar andstæður eru milli þjóðlegra íhaldsmanna annars vegar og frjálslyndra jafnaðarmanna hins vegar. Milli þjóðernis og einangrunarhyggju annars vegar og alþjóðahyggju og jákvæðrar afstöðu til Evrópusamrunans hins vegar, milli þeirra sem verja sérhagsmuni í skjóli einokunar, fákeppni og rísisforsjár annars vegar og hinna, sem vilja innleiða frjálsa samkeppni og fríverslun á sem flestum sviðum. Sumsé milli þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og frjálslyndra umbótasinna.“

sjá bls 4 í Alþýðublaðinu.  

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=246593&pageId=3346740&lang=is&q=Illugi+J%F6kulsson

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 07:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Saffran er með því dýrasta sem hægt er að kaupa í heiminum, grammið kostar 11 Bandaríkjadollara, um 1.250 krónur, en grammið af hreinu gulli kostar 56 dollara og Framsóknarflokkurinn graðgaði það í sig árið 2007.

The 16 Most Expensive Substances in the World


Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn

Þorsteinn Briem, 4.7.2014 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband